Alveg get ég orðið sjóðandi...

Alveg fékk ég merkilega gott spark í rassinn núna áðan. Reyndar ekki í bókstaflegri merkingu, en svona.. jú, eiginlega. OK.. hérna er senan: ég er heima hjá Þóru og við erum að fara horfa á Rockstar úrslitin þegar hún prumpar því uppúr sér að hún sé ekki viss um að hún ætli að horfa á allan þáttinn. Allt í lagi með það, ég hef nógan tíma til að skjótast heim og ná þættinum þar - heilar 8 mínútur. Á leiðinni frá Þóru og heim til mín keyrði ég Álfhólsveginn í Kópavogi sem er Vegur hraðahindrananna.is .. lenti líka á eftir þessum líka rúntararnum. Össs...

Þegar ég var búin að leggja bílnum óravegalengd frá hurðinni minni og komin alla leið í forstofuna, hvað haldiði að ég hafi uppgötvað? Jú, mikið rétt! Ég gleymdi lyklunum mínum í vinnunni í dag og já, vinnan mín er í HAFNARFIRÐI!!! Ohhh.. sauð á mér þá. Jæja, það var ekkert annað að gera í stöðunni en bruna suður í Hafnarfjörð og ná í lyklana. Lenti auðvitað á öllum rauðu ljósunum á leiðinni þangað, hvað annað. Stelpan sem var á vakt var tilbúin með lyklana mína, blessunin, svo ég stökk inn og út aftur og ætlaði mér sko að bruna heim í Kópavoginn góða til að ná þættinum. Aldeilis ekki.

Um leið og ég keyrði út úr Setberginu sá ég blá ljós keyra framhjá. Ekki var þó verið að stoppa mig - þannig séð, heldur var þar verið að flytja HEILAN sumarbústað takk fyrir. Ég keyrði því úr Hafnarfirðinum og í Kópavoginn í þrusubílaröð á max 20 km hraða. Það sem gerði það að verkum að geðheilsa mín versnaði ekki við þetta allt saman var geisladiskur sem ég fékk að gjöf um daginn. Merkilegt hvaða áhrif tónlist hefur á mann. Bæði er hún þess valdandi að ég pirra mig á rauðum ljósum, sumarbústaðaflutningum og rúnturum, en einnig er hún þess valdandi að ég held minni annars ágætu geðheilsu. Merkilegt :)

Þetta spark sem ég talaði um í byrjun færslunnar (sem nú er orðin ansi löng) var það að ég þoli ekki þegar ég ánetjast sjónvarpsþætti. Mér býður við því að láta sjónvarpið stjórna mér. Þarna fékk ég svoleiðis að kenna á því að þetta Supernova æði mitt verður aðeins að slaka sér...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Þetta hefur verið meiri "lífsreynslan" Gott fyrir þig að átta þig á stöðunni þinni og vita hvað þú vilt gera (passar vel við framtíðarstarfið þitt;))

Það er alltaf svo gott að hafa stjórnina sjálfur :)

Ég er nú í skömmtunardeildinni en hef svo gaman að ég ætla að halda áfram að fylgjast með en er á leið í tölfræðipróf næsta þriðjudag svo að allt annað er á hold ;)

Gangi þér vel Fanney að ná stjórninni..

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 10.8.2006 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband