Just one of those days...

Strengjasveit Norðurlands góðan daginn! Gat varla sett á mig maskara í morgunn vegna strengja. Það er erfitt fyrir mig að keyra bílinn minn vegna strengja. Að fara í brjóstahaldarann er bara alltof alltof erfitt. En hey - á eftir bolta kemur barn, á eftir strengjum kemur vöðvi.

18Oktber2006022-viElvis besti gaf mér uppáhalds myndina mína í útskriftargjöf, hún sérpantaði hana af netinu þessi elska. Hér til hliðar má sjá mynd af okkur elskhugunum í afmælinu mínu í fyrra - fagrar túttur jasko. Eníhú. Kvöldið hefur sem sagt farið í það að horfa á bestu myndina, Notting Hill, og dást að Hugh Grant. Það væri nú ekkert slæmt ef Floppy kæmi innum hurðina hjá mér, líkt og Julia Roberts kom inn um hurðina hans. Reyndar ætti Hugh Grant held ég ekkert erindi inná búsetudeild Akureyrarbæjar, og hvað þá erindi til heimaþjónustunnar. En það er annað mál. Kannski droppar hann inná Hótel KEA þegar ég er að vinna og þá ætla ég að hella yfir hann appelsínusafa og bjóða honum svo í Bleikalund (há dú jú læk?) þar sem hann má fara í sturtu og kúra hjá mér. Svo býður hann mér í heimsókn til sín í Notting Hill og ég elda fyrir hann. Þannig er ég búin að fá hann á mitt band sjáiði til. Liggur ekki leiðin að hjarta karlmanns í gegnum magann í honum? En ef svo er, þá hlýt ég að vera hræðilegur kokkur. Hef sko eldað oft fyrir fýsilega karlmenn en sjáiði mig, ekki er ég gift fjögurra barna móðir. Note to self: fara á matreiðslunámskeið. Premiere-Hugh-Grant-006

Já ... það er ýmislegt hægt að dunda sér við þegar úti er kalt. Er byrjuð á bók sem Signý tútta lánaði mér - Kryddlegin hjörtu. Byrjar afar vel - djúsí skrifuð. Kannski ég læri einhverja eldamennsku í henni. Eldamennsku sem heillar karlmann til mín. 

Í deyglunni: borgarferð um helgina til að pakka niður - ef ég nenni. Annars spáir svo góðu veðri að það yrði afar girnilegur kostur að vera bara heima og kíkja í tönun í sundi. Hmm... það er vandlifað þessa dagana.

Jæja, nóg af bulli í bili. Góða nótt. Megi mig dreyma Floppy - whoopsadaisy! Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æji litla rúsínumuffan mín :) Bara mynd af manni og alles! En já ég elska hann Floppy okkar! Hættu bara að bjóða þessum karlmönnum í mat og bjóddu mér :) Alltaf til í eitthvað að hætti kokks án klæða hehe

Elva Dögg (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 23:18

2 identicon

Bleikalund. I læk :D Til hamingju með bleikalund.

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 23:59

3 Smámynd: Rebbý

hvaða dama elskar ekki Notting Hill, og þeir eru nú allir frekar mikið æðislegir strákarnir í henni, veit þó ekki hvern þeirra ég myndi kjósa mér

Rebbý, 27.6.2007 kl. 22:02

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Elivs: velkomin enídei mæ löv!

Þóruz: takk takk.. hlakka til að taka þig túr um pleisið!

Rebbý: nákvæmlega! Ég er algjör sökker fyrir Hugh Grant. Í Bridget Jones var ég ansi skúffuð að hann skyldi vera ,,vondi" gæinn.. en Colin Firth er líka foli svo það lagaðist ;) 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 27.6.2007 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband