Handalausa ég

22964063Núna held ég að minn tími sé kominn. Ég er að láta lífið af strengjum. Ég er eymingi. Eftir þjálfunina í dag leið mér eins og hendurnar væru horfnar. Ég keyrði á 40 km hraða alla leiðina frá Bjargi og í sundlaugina. Ákvað að taka smá sundsprett, en var of þreytt í höndunum (sem by the way voru enn áfastar af einhverjum óútskýranlegum og furðulegum ástæðum) til að geta haldið mér á floti meira en 20 ferðir. Reyndi að teygja á í pottinum en sökum óhugnalegs augnaráðs einnar konu hætti ég því og fór uppúr. Það var vont að þvo hárið með nýja sjampóinu mínu. Það var hrikalegt að þurrka hárið. Enn verra að klæða mig í nærfötin og bolinn. Ég skil ekki hvernig hendurnar hanga enn á mér. Merkilegt.

Eftir að hafa nærst gegnum rör (nei, ekki alveg svo alvarlegt) ákvað ég að fara bara að sofa. Kveikti þó aðeins á sjóbbartinu til að tékka hvað væri að gerast. Viti menn! Ég náði nokkrum sketsjum af gömlum Little Britain þætti. Men ó men hvað þessir þættir eru mikil snilld!!!

ents_lb_largeEr búin að glápa á flesta þættina á netinu en get bara ekki fengið mig fullsadda af þessum snilldar húmor. Vicky Pollard er ein af mínum uppáhalds persónum. Þær eru þó svakalega margar skemmtilegar. Ælandi gömlu konurnar eru líka fyndnar. Og: ,,computer says noooo...".  Daffyd klikkar seint, enda eini homminn í bænum, og Andy er alltaf sniðugur. Vá hvað ég vona að þeir hætti aldrei að framleiða þessa þætti!

Eníhú... farin í háttinn. Ekki farið svona snemma að sofa í heillangan tíma, en maður þarf sinn bjútíslíbb. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bragi Einarsson

Mér finnst litli kallinn og umbinn hans snildar skettsar, hlæ alltaf af þeirri vitleysu. Þessir þættir eru tær snilld!

Bragi Einarsson, 28.6.2007 kl. 01:08

2 identicon

"who are yooouu.."

fyndið... 

dagga (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 02:36

3 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

hvernig væri að taka hugh grant maraþon annaðkvöld?:) með agúrkum og gulrótum;) eða einhverju öðru góðgæti:) ég á nokkrar myndir með kauða og svo var í dag að koma út music and lyrics!! ójá mín kæra!! geim?

Valdís Anna Jónsdóttir, 28.6.2007 kl. 18:55

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Heyrðu.. svei mér.. ég er bara nokkuð til í þetta Valdís! :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 28.6.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband