Punktablogg

  • Það er ótrúlega leiðinlegt að keyra Öxnadalinn alein að kvöldi til.
  • Bowling for Columbine er frekar nett mynd, enda finnst mér Michael Moore oftar en ekki glöggur maður.
  • Ég er komin úr æfingu að sitja á krá þar sem er reykt. Skyggnið í Ölstofu suðursins er klárlega verra en skyggnið hérna á Eyrinni.
  • Ég nenni ekki að útskrifast í júní. Alltof mikið vesen, alltof mikið að gera þangað til. Frestunarárátta? Njaahh...
  • Ég hef ekki hugmynd um hvað ég vill gera í sumar/haust... það er bara ekki fyrir mig að klára hluti, því fylgja bara erfiðar ákvarðanatökur.com.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

hehehe. Þú ert æði!

Vantar bara pínulítið upp á jákvæðnina þína frábæru í þessu Bloggi. Annars mjög gott

Björn Benedikt Guðnason, 27.3.2007 kl. 13:37

2 identicon

Ég er alveg sammála þér með útsýnið á Ölstofunni- mikið skemmtilegra útsýni fyrir norðan :) Ég er líka alveg sammála þér með Öxnadalinn nema að mér finnst bara leiðinlegt að keyra hann yfir höfuð! En með útskriftina, af hverju frestarðu henni bara ekki um eitt ár og þá getum við báðar tekið í spaðann á rektor sama daginn. Mér finnst það kúl.

Ásdís Ýr (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband