Alive!

italymap_parmaKomin heim frá London og Parma. Ferðin var alveg frábær, en svakalega fljót að líða. Ráðstefnan var nú bara svona lala, ítalska "skipulagið" svoldið mis en hey, það var sól og hiti allan tímann. Maturinn var unaður út í gegn. Smakkaði besta pasta og risotti sem ég hef á ævinni sett innfyrir mínar varir. Parmaskinkan og parmigiano osturinn sleppa líka alveg ;) Mikið um trúnó og grenj, enda bara stúlkukindur saman. Í London fórum við á geggjaðan indverskan veitingastað sem heitir Khan´s og er rétt hjá Notting Hill. Ég hitti samt ekki Hugh Grant, bömmer. 

Það var hressandi að koma heim í kuldann og slydduna. Jasei sei. Núna er það bara harkan sautján, engar skíðaferðir eða folagláp, bara skóli, vinna og púl út í gegn. Já og fegrun. Parmaskinka og feitir ostar komnir á bannlista í pínu stund.

Annars verð ég í Reykjavík fram á sunnudaginn næsta. Ekki kannski það skemmtilegasta sem ég geri, en heldur ekki það leiðinlegasta. Ef þið viljið bjóða mér í kaffi þá vitiði númerið mitt. Aight. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Altaf gott að komast í smá sól og hita :)

Kolla, 20.3.2007 kl. 17:59

2 Smámynd: Björn Benedikt Guðnason

ég myndi bjóða þér í kaffi en þar sem það er bara skóli, vinna og púl og ekkert folagláp.... þá er ég nú ansi hræddur að það yrði erfitt fyrir þig að koma í stóðgerðið til mín  

En velkomin vertu

Björn Benedikt Guðnason, 20.3.2007 kl. 22:42

3 identicon

Ég var einmitt að velta því fyrir mér hvort þú hefðir nokkuð misst af fluginu eða eitthvað :)

Ásdís Ýr (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 01:10

4 Smámynd: Bragi Einarsson

velkomin heim!

Bragi Einarsson, 22.3.2007 kl. 11:17

5 identicon

Hæ hæ, Vaka gamli Ólsari hér... Ég er stödd á Akureyri fram á föstudag, það væri gaman ef þú vildir kíkja á kaffihús með mér í vikunni... Er með síma 696 (82)x2 (sorry, hrædd við spam), kv. Vaka

Vaka (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 21:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband