Bloggfærslur mánaðarins, júní 2006

HansaLasagna!

JEIJ! Erna Sif vinkona mín er að útskrifast á morgun úr HÍ. Ofurkjarnakonan fékk vinnu á Mannréttindaskrifstofu Íslands í sumar og er sko komin inní meistarnámið í HR! Algjör snillingur. Það sem er ennþá meiri snilld er að annað kvöld er ég boðin í hið fræga Lasagna a lá Hansi :) svei mér þá ef ég fæ mér ekki eins og einn öl með, svona til hátíðabrigða. Því ver og miður get ég ekki kíkt út á lífið og hitt allt það fallega fólk sem er að útskrifast, ég þarf að vera mætt á næturvakt kl. 23 búhúhúhú.... En það er seinna tíma vandmál! Ég ætla sko í HansaLasagna á morgun! veiveivei!

Farin á línuskauta... það er víst sól í Vesturbænum..


Foli

Hann Sindri Sindrason á NFS er bara ansi mikið honkídorí, eins og Hjördís vinkona mín myndi orða það. Ansi ánægjuleg upplifun að horfa á Ísland í dag með folann í fararbroddi :)

Duglega stelpan ég :)

c_documents_and_settings_c2000_my_documents_my_pictures_fds_picture_224.jpg

Eftir að hafa náð í Kermit á pústverkstæðið gerðist ég ofurdugleg. Mamma mín gaf mér ótrúlega flott blóm á svalirnar sem heitir Blóðdropi Krists.. svolítið spúkí, en mjög mjög fallegt :) Ég gat ekki komið þessari fallegu bleiku plöntu í bleika blómapottinum fyrir á borðinu á svölunum þar sem ég hafði enn ekki gert vorhreingerninguna þar. Skellti mér í stuttbuxur og hlýrabol og púlaði í 2 klst við að skrúbba húsgögnin, grillið og svalirnar sjálfar. Núna er allt skínandi fínt og blómið komið á borðið :) Note to self: muna að vökva blómið.

Er í þessum töluðu orðum að snæða dinner. Gerði pastasallat sem ég tileinka Tinnu minni enda gaf hún mér einu sinni svipað pasta og ég ánetjaðist. Gjöriði svo vel!

Fyrir 2 maga:

  • 1/2 pk tortellini með kjöt- eða ostafyllingu - soðið skv. leiðbeiningum á pakka
  • Smá salatblanda að eigin vali, ég var með frisé blöndu frá Sollu
  • 2 tómatar skornir í bita
  • nokkrir sveppir í sneiðum
  • 1/2 rauðlaukur fínt skorinn
  • nokkrar ólífur
  • e.t.v. piparostur í bitum, kotasæla eða annað djúsí
  • smá rautt pestó
  • pipar, svartur nýmalaður pipar og ekkert annað!

Blanda öllu saman í skál NEMA pasta og pestó. Hræra ca 2 msk pestó í pastað og skella svo öllu saman, pipra eftir smekk - nóóóóg af pipar - og borðað með góðri lyst! Jömmí!

 

 


Hlunkurinn minn

Sjettörinn hvað grænn hlunkur er góður svona síðla kvölds... kólnaði reyndar pínu við að snæða hann, en kúrði mig þá bara með teppi í sófanum og bíð eftir að 04:00 mynd Bíórásarinnar byrji. Líst ágætlega á hana, Green Dragon heitir hún með Patrick Swayze og Forest Whitaker í aðalhlutverkum. Nú svo er nútíminn svo skemmtilegur að ég er með Mæju Bet á msn og við getum spjallað saman um gang mála í myndinni, tekið okkur pissu- og popphlé og allt það sem venjulegt fólk gerir í bíói :)

Annars er þetta búin að vera einstaklega skemmtileg næturvakt - þökk sé msn. Hef verið einstaklega heppin með rabbfólk í nótt og hlegið mörgum sinnum upphátt. Klárlega er þessi mynd eitthvað sem ætti að vera fast á baðherbergisspeglinum, ávísun á hlátur og góðan dag! Nú svo komst ég að því að á hjúkrunarkona á hjúkrunarheimili nyðra þarf að tékka reglulega hvort allir andi ekki örugglega. Einnig komst ég að því að heitt vatn á það til að renna uppí vatnskassa í klósettum (?) og að svefn á sumrin er ómögulegur fyrir suma. Svo vill einnig svo skemmtilega til að Sir Magnús Már var einu sinni pennavinur Mæju Bet vinkonu minnar úr MA... jahá... svona geta næturvaktir verið skemmtilegar! Og samt eru 5 klst eftir! Bíðið spennt...


Á næturvakt

Hvað er svona erfitt við það að nota stefnuljósið á bílunum???

Magnús Már

 

Þessi blogfærlsa er tileinkuð stórvini mínum og lífsspekúlanti Magnúsi Má Guðmundssyni. Magnús hef ég þekkt í nokkurn tíma en við erum svo lánsöm að hafa kynnst í gegnum Röskvuna góðu. Strax í upphafi tókust með okkur sterk kærleiksbönd, enda bæði með munninn fyrir neðan nefið og húmorinn á lofti. Í Magnúsi finn ég jafningja minn hvað stríðni varðar, en náunginn tararna er einstaklega stríðinn maður - og tekur stríðni alveg jafnvel og hann notar taktana á aðra.

Magnús Már er Kvennaskólapía af bestu gerð. Hann þekkir vel til allra sem sátu á skólabekk með honum og er mörgum hnútum kunnugur hvað aðra skóla varðar. Snemma á kynnast-tímabilinu komumst við að því að ein hans besta vinkona úr skólanum er ein mín besta frænka - elskulega Heiðrúnin mín. Hefur þetta skapað allnokkur tækifæri til skemmtisagna - í blíðu og stríðu, í drykkju og edrúmennsku.

Maggi kútalingur er öflugur karl, ef karl ætti að kalla. Held hann sé meira svona eins og ofurhetja, amk í mínum huga. Öll þau þrekvirki sem þessi maður hefur unnið, bæði í þágu Röskvu, UJ, TippTopp í Hinu Húsinu eða hvaða nöfnum skal nefna - allt er vel unnið. Myndi ég ráða hann í hvaða vinnu sem er á stundinni - án nokkurra meðmæla.

Nokkrir punktar sem minna mig á Magnús Má:

  • Einu sinni stakk hann gsm-síma ofan í súkkulaðiköku og hringdi svo í símann. Færði svo eigandanum diskinn með kökunni og sagði: síminn til þín!
  • Einu sinni var Maggi svo reiður við gaur sem var leiðinlegur að hann henti honum niður stiga og öskraði vígalega: DRULLAÐU ÞÉR ÚT! (er reyndar bara fyndið þegar maður leikur þetta)
  • Maggi sendir ósjaldan sms til mín þar sem hann biður mig að hafa samband við sig í ákveðið númer þar sem hans sími er straumlaus. Enda ég þá yfirleitt með að hringja í stefnumótarþjónustu eða klámlínu fyrir samkynhneigða.
  • Maggi með myndavélina á lofti - hvenær sem eitthvað sniðugt (nú eða ósniðugt) er að gerast.
  • Maggi að djamma: með net á hausnum, með plast af vínflösku á hausnum, með fáránlegan hatt og gul sólgleraugu...

Jæja, nú er þetta farið að hljóma eins og minningargrein - sem á kannski ágætlega við þar sem kúturinn er á leið úr landi í pínu stund. En ergo sum: Maggi minn, þú ert yndislegur og ég er heppin að þekkja svona sniðugan og góðan strák!


Síminn hans Ásgeirs í köku

Gullin setning..

Er að horfa á American Next Topmodel endursýnt á meðan ég horfi á klukkuna silast hægt áfram... já, er á næturvakt. Jæja, ein stúlkan kom með ansi frábæra setningu þegar Tara var að sýna þeim hvernig ætti að "do the runway"...

It´s so amazing to see someone who has been walking for so long! It´s like she was born to do it!


5 ára stúdent

Jæja, ég held að orkubyrgðir líkamans séu allar að koma til eftir helgina. Ég hélt ég væri of gömul í þetta en neinei... Það sem uppúr stendur er:

Láka-barmmerkin
  • 4ra daga djamm - úff
  • ógleymanlegar nostalgíu- sem og nýjar sögur
  • gisting á 5 stjörnu hóteli eina nótt (Takk Vallan mín! :-*)
  • gisting á heimavist hinar 3 næturnar
  • Alltof mörg Opal/Tópas/Gajol skot
  • Greifapizza mmm....
  • Karólína.. yeah!
  • Óvissuverðin á fimmtudaginn algjör snilld...
  • Flottasti búningurinn klárlega Lákamerkin og skeggin - 4. FG auðvitað
  • 16. júní = gæsahúð og gleðitár
  • Jónsi (fær þó mínusstig fyrir að kyssa konuna sína í miðju lagi!)
  • MacGretzky á Nætursölunni
  • Týndi veskinu mínu - fann það aftur
  • gekk um í hælaskóm í Kjarnaskógi og upp að Hömrum - maður er ekki á lausu fyrir ekki neitt!
  • Bíllinn með áfengiskerruna sem keyrði á eftir rútunum í óvissuferðinni, skníílld!
  • Allar heimsóknirnar sem ég ætlaði í, en fór ekki... ómögulegt að heimsækja aðra en MA-inga þessa helgi.. maður er ósamræðuhæfur um annað en MA-sögur
  • raddleysið eftir ballið á föstudeginum.. sem breyttist í hæsi en ég er öll að koma til
  • Kynnisferðin sem ég fékk frá 10. ára stúdent ... var sem sagt kynnt fyrir öllum 10. ára karlkyns stúdentum sem voru á lausu
  • Einar landó - jafnast ekkert á við hann
  • Allt þetta yndislega fólk sem ég þekki síðan úr Menntaskólanum á Akureyri! Takk fyrir frábæra skemmtun!
Fannsa að dimmitera

Er ekki árið 2006???

Samkynhneigð = geðsjúkdómur?

,,Skjalið, sem er frá því í nóvember 1996, er merkt vera „í gildi“ árið 2003, að því er vísindamennirnir segja."

Síðan 1996? Er ekki allt í lagi? jahérna hér... nú er ég hneyksluð!


mbl.is Pentagon álítur samkynhneigð vera geðsjúkdóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umfjöllun um heyrnarlausa

Mig langar til þess að benda ykkur á að í Mogganum í dag er góð grein sem Júlía í SHH skrifar, hún er á bls. 29. Svo er líka í gangi 3ja daga umfjöllun um heyrnarlausa í Kastljósi, síðasti dagurinn er í dag. Hina þættina má finna hér og hér. MJÖG áhugavert málefni sem ég hvet alla til að kynna sér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband