Færsluflokkur: Íþróttir

Evrópuhlaup fatlaðra

Í dag, á Ráðhústorgi kl. 17.00, munum við taka á móti Evrópuhlaupi fatlaðra. Um ræðir, tæplega 80 þroskahefta einstaklinga sem eru að hlaupa um Ísland, Danmörku, Noreg, Færeyjar og Svíþjóð.

Viljum við hvetja alla til þess að koma á Ráðhústorgið í dag og fagna þeim.

Þau munu hlaupa frá Umferðarmiðstöðinni, göngugötuna, að Ráðhústorgi og með þeim í för verða félagar úr Íþróttafélaginu Eik.

Ferðalag Evrópuhlaupsins um Ísland er svohljóðandi:

5. júní – Seyðisfjörður – Húsavík

6. júní – Húsavík - Akureyri

7. júní – Akureyri – Reykjavík

8. júní – Reykjavík – Selfoss

9. júní – Selfoss – Gullfoss – Geysir - Selfoss.

10. júní – Selfoss – Vík

11. júní – Vík – Höfn

12. júní – Höfn – Egilstaðir

13. júní – Egilstaðir – Seyðisfjörður


Telemark...

 

telemark-moy

 

Mig langar svo mikið að kunna á telemark skíði. Mig langar svo að prófa, en ég efast nú stórlega um að ég sé nægilega góð til að geta stundað þetta fáránlega hressa sport.

 

Telemark_10_klein_05

 


Saga um skíðaskó

4566_3e91bdSkaust í Skíðaþjónustuna eftir vinnuna í dag. Skoðaði með stórum undirskálaaugum öll flottu skíðin og skíðaskóna, alla fylgihlutina og folann sem var að afgreiða. Sýndi honum loks skóinn minn og hann glotti.

Hann: ,,Nei, þetta er ekki hægt að gera við. Hver á þennan skó""

Ég: ,,ég á hann, nú?"

Hann: ,,þú? Þetta er junior skór, þú ættir nú að vera komin í fullorðinsskó. Ekki það að ég vilji móðga þig neitt sko"

Ég: ,,neinei, engin móðgun maður. Þetta er gamalt dót sem ég fékk í jólagjöf. Hefur dugað mér hingað til. Hvað segirðu, áttu einhverja sæta skó?"

Hann: ,,sæta? ja, ég veit það nú ekki. En skó á ég" Sýnir mér rekkann með skóm í minni stærð og tekur strax upp hvíta og fjólubláa skó. ,,Hvað segirðu um þessa? Flokkast þeir sem sætir?"

Ég verslaði auðvitað þessa skó þó svo að þeir væru ekki bleikir og fallegir eins og mig langaði í. Þeir eru svaðaleg þægilegir, notaðir, í mínu númeri, í flottum lit og kostuðu bara 3.900 krónur. Jasko. Sko mig. Ég spurði folann hvort hann gæti stillt bindingarnar í leiðinni, þar sem skórinn væri eflaust ekki í alveg sömu stærð. Jújú, lítið mál, svo ég náði í skíðin.

Hann: ,,jahérna. Það er nú alveg kominn tími á þig!" Hlær.

Ég: ,,ha? hvað meinarðu maður?"

Hann: ,,nei, ekki þannig sko, skíðin, þetta eru gömul skíði. Þau eru alltof stór fyrir þig, þetta er síðan það var í tísku. Núna flokkast þetta sem karlmannsskíði!"

    Skíðin mín eru 1,70 en ég er 1,63.

Ég: ,,jájá, eins og ég segi, gamall búnaður en hann virkar nú. Ég er enginn Kiddi Bubba!"

Hann: ,,ja, ef þetta virkar þá... já... látum okkur nú sjá..." Fer og lagar bindingarnar.

Þá er ég semsagt reddí fyrir helgina. Baddi frændi og konan hans koma á morgun og verður fjallið stundað grimmt. Svo er  Hlynur Ben að koma og trúbba á Amour á laugardagskvöldið svo það verður ansi hresst andrúmsloftið. 

Enda þetta á view-inu sem maður hefur þegar maður er kominn upp að Strýtu. Priceless! Útsýnið þegar upp Strompinn er komið er sko ennþá flottara.. þá sér maður yfir allan fjörðinn! Men, ó men!

 

akureyri-at-night-_from-ski-hill

 


Bleikir skíðaskór?

SKI3000PinkÞegar ég kom uppí fjall í dag tók ég eftir að hællinn á skónum mínum var pínulítið brotinn. Bömmer! En þetta eru reyndar ævafornir skór sem ég fékk í jólagjöf frá foreldrunum hér um árið. Skv. alræmdum skíðafrömuði er líftíminn liðinn og þá fer hugurinn af stað. Ætli ég gæti fengið mér bleika skíðaskó? Þá kemur vinkona mín hún Google til sögunnar - líkt og endranær. Leitin skilaði mér slatta af barnaskóm uppí nr 21, ekki gott. EN - ég fékk jafnframt þessa mynd hérna. Ég veit ekki alveg hvernig ég kæmist heil frá ef ég mætti uppí Stromp með þessa skó á fótunum! 

430714PinkMWrapEkki nóg með það, heldur fann ég líka þennan dýrindis skeinispappír! Og í hvaða öðrum lit en einmitt bleikum? Ja, ég veit ekki um neinn sem vildi ekki nýta þennan gæðapappír á náðhúsinu. Það má reyndar nota þennan skeinispappír í ýmislegt annað, s.s. eitthvað fimleikadót. En það er klárlega ekki eins spennó og hitt.

En enga fann ég bleika skíðaskóna... Ég verð þó að kíkja uppí Skíðaþjónustu í vikunni og tékka hvort það leynast ekki gæðaskór á góðu verði fyrir drottningu eins og mig. 


Lítil íbúð eða herbergi á Akureyri?

Veistu um litla íbúð, eða gott herbergi, sem leigist á lítinn pening, kannski með húsgögnum, staðsetta á Akureyri, laus 1. jan og út apríl? Viltu vera svo væn/n að láta mig vita í komment eða í meili? fds@hi.is ... er í stökustu vandræðum :(

Nóvember gegn nauðgunum!

Kæri viðtakandi,
Vinsamlega áframsendu þessa beiðni til vina þinna, félaga og ættingja um að fjölmenna á kröfufund fyrir framan héraðsdómsstólana á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjavík og Selfossi laugardaginn 25.nóvember n.k. kl. 16.00.

Krafan er:
Þyngri dóma fyrir nauðganir. - Nýtið refsirammann!

Refsirammi laganna kveður á um að dómar fyrir nauðgun séu frá einu ári upp í 16 ára fangelsi. Flestir sakfellingardómar fyrir nauðgun eru við lægri mörk refsirammans. Við viljum sjá réttlátari og sanngjarnari dóma.

Áskorun um slíkt verður afhent allsherjarnefnd Alþingis á þriðjudag.

með kærri kveðju,
Kristín Ingvadóttir
Anna Kristine Magnúsdóttir

Að ganga gegn nauðgun

er prýðileg skemmtun - og eiginlega nauðsyn!

Jafningafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum og annað kvöld (laugardagskvöld) kl. 24:00 verður gengið gegn nauðgunum niður Laugarveginn. Farið verður frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þar sem hinn unaðslegi trúbador Toggi mun spila fyrir mannskapinn. Ef veðrið leikur ekki við okkur endar gangan inní Hinu húsi. Koma svo! Mætum öll!!! Og breiðið út boðskapinn :)


Kertafleyting - MÆTTU!

verður haldin
við Tjörnina í Reykjavík og
á Akureyri við tjörnina framan við Minjasafnið í Aðalstræti
miðvikudaginn 9. ágúst kl. 22:30
Kerti verða seld á staðnum og kosta 400 kr


Óliðugheit

Í morgun vaknaði ég stirð sem eldgamalt sófasett. Róleg samt - ég var ekki ofurdúleg í ræktinni eða neitt þannig. Mætti nú alveg fara að sparka í rassinn minn þar sko... Stirðleikinn og gríðarlegu harðsperrurnar sem ég hef haft í allan dag komu vegna vinnunnar minnar í gær. Já, það segi ég satt. Í vinnunni minni í gær var ég í sólbaði útí garði með krökkunum... hefði betur gert það allan daginn. Fór líka í handahlaup og arabastökk, brú og ég veit ekki hvað og hvað.. Það eru æfingar sem ég hef ekki gert í aldarfjórðung.. Átti í erfiðleikum með að þrífa og þurrka hárið mitt í sundi áðan! Jidúdda.. 

Farin að hlusta á skemmtilega tónlist niðrí bæ..  


Zidane og Materazzi

Athyglisverð frétt á vef BBC um það sem Materazzi er sagður hafa sagt við Zidane sem varð til þess að Zidane skallaði Materazzi - eins og flestir vita og hafa séð. Skv. varalesara sagði Materazzi: "you're the son of a terrorist whore" og að hann óskaði "an ugly death to you and your family"... Hvort þetta er satt eður ei verður að bíða betri tíma, en sögur herma að Zidane ætli að segja nákvæmlega frá því sem fram fór milli þeirra tveggja von bráðar. Heimurinn bíður spenntur.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband