Færsluflokkur: Dægurmál

Júró

Lokakvöld júróvísjón er í kvöld - jeij. Mig langar að Heiða vinni, Ég og heilinn minn er hresst lag og dansinn hjá bakröddunum einn og sér kemur okkur langt. Annars er ómögulegt að segja hvaða lag vinnur. T.d. miðað við lögin sem komust áfram síðasta úrslitakvöldið er ENGIN leið að spá. Klárlega vil ég ekki að Bríet Sunna fari út fyrir okkar hönd. Einfalt mál. Og þó svo að Sjonni Brink sé foli þá er ég ekki alveg að kaupa lagið hans. Lagið sem Matti syngur er alls ekki að heilla mig, þrátt fyrir að Meistari Pétur Jesús ljái því hæfileika sína. Hafsteinn tryllir mig engan veginn með sínu lagi. Skil ekki hvers vegna maðurinn fékk ekki einhvern til þess að syngja þetta annars ágæta lag. Hvað er svo málið með þennan Torfa og Bjarta brosið hans? Er fólk ekki búið að átta sig á því að Skímó-stíll er ekki málið? Eiki Hauks er náttúrulega fyrir löngu orðinn klassík og lagið er flott. Ég veit ekki alveg hvort þetta rokkdæmi sé að virka aftur eftir Lordi. Friðrik Ómar á eftir að fara í júró einhvern tímann en með þetta lag, ég er ekki viss. Lagið sem hann söng í fyrra fannst mér flottara, en Kristján Grétarsson Örvarssonar er hottie og fengi mitt atkvæði ef hann væri sjálfur að syngja. Jónsinn minn hefur mátt muna sinn fífil fegri hvað fataval varðar, lagið svosem ágætt.

Hvað varð um GÓÐU júrólögin? Bucks Fizz var náttla bara snilld, ég vildi að ég kynni dansinn og hefði svona háa rödd eins og önnur konan. Dschingkis Khan er klassi. Sandra Kim hefur alltaf verið mitt uppáhald með fáránlega hressa lagið sem ég söng hástöfum nokkurra ára gömul. Og hvað ég vildi eignast svona föt! Men ó men. Fangad av en stormvind á sérstakan stað hjá mér, snilldarlag hjá henni Carolu. Og ó hvað Diggiloo diggiley þeirra Svía er yndislegt! Ég get ekki annað en fengið gæsahúð við að hlusta og horfa á þessar elskur. Pæliði í dansinum! Bobbysocks = geggjun, unaður. Abba er klassík þó svo að ég diggi lagið kannski ekki í tætlur eins og mörg önnur. Endalaust mikið af snilldarlögum.

StinnanFjallið lokað í dag vegna veðurs - afar afar sorgmædd yfir því. En ég er jafnframt afar afar hamingjusöm því bestasta sTinnan mín á afmæli í dag - KNÚS til hennar í tilefni dagsins. Góður afmælisdagur fyrir hana sTinnuna mína að júró sé í kvöld. Svo auðvitað konudagurinn á morgun. Býst nú ekki við hrúgu af gjöfum innum lúguna mína EN... Baddi frændi kom í gær og hafði meðferðis eina konudagsgjöf sem ég fékk þegar ég var hérna á Akureyrinni síðast. Pabbi gaf mér skauta í konudagsgjöf eitt árið, algjör snilld, og hafa þeir verið vel nýttir og verða nýttir í náinni framtíð. 

Ó vell... kannski kominn tími að afklæðast skíðafötunum og koma sér í eitthvað þægilegra. Njótiði dagsins og kvöldsins. Ef þið eruð á Akureyri í kvöld þá mæli ég eindregið með því að þið komið á Amour að hlusta á Hlyn spila.


Saga um skíðaskó

4566_3e91bdSkaust í Skíðaþjónustuna eftir vinnuna í dag. Skoðaði með stórum undirskálaaugum öll flottu skíðin og skíðaskóna, alla fylgihlutina og folann sem var að afgreiða. Sýndi honum loks skóinn minn og hann glotti.

Hann: ,,Nei, þetta er ekki hægt að gera við. Hver á þennan skó""

Ég: ,,ég á hann, nú?"

Hann: ,,þú? Þetta er junior skór, þú ættir nú að vera komin í fullorðinsskó. Ekki það að ég vilji móðga þig neitt sko"

Ég: ,,neinei, engin móðgun maður. Þetta er gamalt dót sem ég fékk í jólagjöf. Hefur dugað mér hingað til. Hvað segirðu, áttu einhverja sæta skó?"

Hann: ,,sæta? ja, ég veit það nú ekki. En skó á ég" Sýnir mér rekkann með skóm í minni stærð og tekur strax upp hvíta og fjólubláa skó. ,,Hvað segirðu um þessa? Flokkast þeir sem sætir?"

Ég verslaði auðvitað þessa skó þó svo að þeir væru ekki bleikir og fallegir eins og mig langaði í. Þeir eru svaðaleg þægilegir, notaðir, í mínu númeri, í flottum lit og kostuðu bara 3.900 krónur. Jasko. Sko mig. Ég spurði folann hvort hann gæti stillt bindingarnar í leiðinni, þar sem skórinn væri eflaust ekki í alveg sömu stærð. Jújú, lítið mál, svo ég náði í skíðin.

Hann: ,,jahérna. Það er nú alveg kominn tími á þig!" Hlær.

Ég: ,,ha? hvað meinarðu maður?"

Hann: ,,nei, ekki þannig sko, skíðin, þetta eru gömul skíði. Þau eru alltof stór fyrir þig, þetta er síðan það var í tísku. Núna flokkast þetta sem karlmannsskíði!"

    Skíðin mín eru 1,70 en ég er 1,63.

Ég: ,,jájá, eins og ég segi, gamall búnaður en hann virkar nú. Ég er enginn Kiddi Bubba!"

Hann: ,,ja, ef þetta virkar þá... já... látum okkur nú sjá..." Fer og lagar bindingarnar.

Þá er ég semsagt reddí fyrir helgina. Baddi frændi og konan hans koma á morgun og verður fjallið stundað grimmt. Svo er  Hlynur Ben að koma og trúbba á Amour á laugardagskvöldið svo það verður ansi hresst andrúmsloftið. 

Enda þetta á view-inu sem maður hefur þegar maður er kominn upp að Strýtu. Priceless! Útsýnið þegar upp Strompinn er komið er sko ennþá flottara.. þá sér maður yfir allan fjörðinn! Men, ó men!

 

akureyri-at-night-_from-ski-hill

 


Gæti ég fengið texta, takk?

Í upphafi mánaðarins var enn og aftur lagt fram frumvarp til laga um textun í sjónvarpi. Síðast "sofnaði það í nefnd" og er nú komið aftur í menntamálanefnd. Ég vona að Siggi Kári og félagar geri meira í málinu nú en síðast. Löngu síðan orðið tímabært, löngu síðan. Og ég meina löngu síðan.

Í gær horfði ég á fréttir. Það er ekki fréttnæmt. En eitt verð ég að benda á, enn einu sinni. Í fréttatímanum var frétt um heyrnarlausa. Fréttin var textuð svo heyrnarlausir gætu áttað sig á um hvað fréttin væri. HALLÓ?!?! Heldur fólk virkilega að heyrnarlausir sitji bara fyrir framan sjónvarpið, horfi á fréttirnar án texta og BÍÐI eftir því að það komi frétt um þá sem er textuð? Hvað eru það.. 3 fréttir á ári eða? Er þessi texti ekki til á textavélum sem fréttamennirnir lesa af? Ohh.. ég verð svo hneyksluð.

Ég verð að láta fylgja með töflu um textun í ríkissjónvarpi nokkurra Evrópulanda. Taflan er úr frumvarpinu og tölurnar eru frá árinu 2003 og hafa (vonandi) eitthvað hækkað, en ég bít ekki af mér rassinn hafi svo ekki farið.

Land:Textun á mánuði (ríkisstöðvar):
Albanía Enginn, aðeins textun fyrir erlent mál
Austurríki 170 tímar
Belgía 5 tímar
Danmörk 189 tímar
England 80% af öllu efni á BBC, ITV og C4
20% í stafrænum útsendingum 
Finnland 15% af öllu innlendu efni
Grikkland 14 tímar
Írland 23 tímar
Ísland 1 tími
Ítalía 80 tímar
Pólland 30 tímar
Spánn 446 tímar
Sviss 240 tímar
Þýskaland 387 tímar

EINN KLUKKUTÍMI Á MÁNUÐI???  

Hvaða ár er eiginlega? 

Díses kræst.is 


Bleikir skíðaskór?

SKI3000PinkÞegar ég kom uppí fjall í dag tók ég eftir að hællinn á skónum mínum var pínulítið brotinn. Bömmer! En þetta eru reyndar ævafornir skór sem ég fékk í jólagjöf frá foreldrunum hér um árið. Skv. alræmdum skíðafrömuði er líftíminn liðinn og þá fer hugurinn af stað. Ætli ég gæti fengið mér bleika skíðaskó? Þá kemur vinkona mín hún Google til sögunnar - líkt og endranær. Leitin skilaði mér slatta af barnaskóm uppí nr 21, ekki gott. EN - ég fékk jafnframt þessa mynd hérna. Ég veit ekki alveg hvernig ég kæmist heil frá ef ég mætti uppí Stromp með þessa skó á fótunum! 

430714PinkMWrapEkki nóg með það, heldur fann ég líka þennan dýrindis skeinispappír! Og í hvaða öðrum lit en einmitt bleikum? Ja, ég veit ekki um neinn sem vildi ekki nýta þennan gæðapappír á náðhúsinu. Það má reyndar nota þennan skeinispappír í ýmislegt annað, s.s. eitthvað fimleikadót. En það er klárlega ekki eins spennó og hitt.

En enga fann ég bleika skíðaskóna... Ég verð þó að kíkja uppí Skíðaþjónustu í vikunni og tékka hvort það leynast ekki gæðaskór á góðu verði fyrir drottningu eins og mig. 


RÖSKVA!!!!!!!!!!

JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!! LOKSINS LOKSINS LOKSINS!!!!!!!! JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!!!!!!

ÚRSLIT KOSNINGANNA Í HÍ LJÓS.... MÉR LÍÐUR EINS OG FEGURÐARDROTTNINGU, ÉG GRÆT AF GLEÐI.... RÖSKVAN MÍN VANN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

RÖSKVA 5 MENN - VAKA 4 MENN

H-LISTINN RIP

VIÐ UNNUM!!!! 

 

roskvumerki

 


Framheilabilun og siðferðiskennd

Í dag var ég á ansi áhugaverðum fyrirlestri sem sendur var út frá LSH. Um fyrirlesturinn sá María K. Jónsdóttir, yfirsálfræðingur á Landakoti, og var umfjöllunarefnið framheilaskaði. Síðan ég hóf starfsþjálfunina hérna á FSA hef ég lært alveg ótrúlega margt. Eitt af því er það að heilaskaðar eru ansi merkilegt fyrirbæri.

Phineas_Gage_CGIÉg man eftir því að hafa lært um Phineas Gage í sálfræði hér um árið. Gage þessi vann við járnbrautasmíði og varð fyrir því einn daginn að járnteinn (1 metri, 3.2 cm í þvermál og rúm 6 kg að þyngd) skaust uppí gegnum kinnina á honum og út um höfuðið (sjá mynd) af svo miklum krafti að teinninn lenti tæpa 30 metra frá Gage. Hann lést ekki og hlaut skaða í framheila þar sem teinninn hafði farið í gegn. Þeir sem þekktu Gage töluðum um að hann hefði breyst eftir meiðslin. Orðið að allt öðrum manni, með allt önnur persónueinkenni. 

Slíkt gerist oft þegar fólk fær framheilaskaða. Persónuleikaraskanir eru algengar og almenningur gerir sér ekki grein fyrir því að þetta sé afleiðing heilaskaðans. ,,Framheilinn gegnir mikilvægum hlutverkum í starfsemi heilans. Þar er meðal annars staðsett framkvæmdarstjórn heilans, skipulag, sjálfsstjórn, rökhugsun og vinnsluminni. Framheilinn er tengdur tilfinningalífi, frumkvæði og félagslegri aðlögunarhæfni." Þannig verður einstaklingur með framheilaskaða öðruvísi en fyrir skaðann. Hömlur hverfa og hann stjórnast af umhverfinu og aðstæðunum sem hann er í. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig áhrif þetta hefur á alla sem að einstaklingnum koma.

María kom inná tengsl milli framheilaskaða og siðferðiskenndar. Hún sagði að sjúklingar sem hefðu hlotið framheilaskaða hegðuðu sér líkt og þeir einstaklingar sem eru siðblindir. Þannig gætu þeir leyst siðferðisleg mál með flottri rökhugsun munnlega, en svo var hegðunin hjá þeim allt öðruvísi og í anda siðblindra. Það að sjá t.d. einhvern veikan, deyja eða meiða sig vakti ekki upp tilfinningar hjá þeim. Hún sýndi mynd af siðferðisklemmu, en því miður fann ég ekki myndina á netinu svo ég lýsi henni bara. Þú stendur uppi á göngubrú yfir jánrbrautateina og við hlið þér er afar stór og mikill maður. Þú sérð að lestin fer að keyra undir brúna en hún stefnir á 5 manna fjölskyldu. Eina leiðin til að bjarga fjölskyldunni er að kasta manninum fyrir lestina svo hann deyji og stöðvi þannig lestina og fjölskyldan bjargast. Siðblindir köstuðu manninum framaf án þess að hugsa um það. Það var það rökrétta í stöðunni. Framheilaskaðaðir köstuðu í nær öllum tilvikum manninum framaf en hugsuðu málið örlítið. Stýrihópur kastaði manninum ekki framaf nema í örfáum tilvikum eftir þá mjög mikla umhugsun. Þetta fannst mér athyglisvert. Einnig sýndi hún okkur mynd af heilanum þar sem búið var að kortlegga þau svæði heilans sem hefðu áhrif á siðferðiskenndina. Merkilegt?

Klárlega er ég ekki með menntun og/eða reynslu til að fjalla um þetta málefni af einhverri dýpt en mér fannst þetta afar spennandi fyrirlestur og ég lærði alveg heilmikið af honum. Ég las líka aðsendar greinar úr Mogganum síðan 1996 og 1999 þar sem var verið að fjalla um skilningsleysi almennings á heilasköðuðum einstaklingum. Félagssálfræðilegar afleiðingar heilaskaða eru oftast taldar með verstu afleiðingunum, bæði af aðstandendum sem og sjúklingunum sjálfum. Í kjölfar persónuleikaröskunar missi sjúklingur vini sína og jafnvel vinnuna og alla sem þar eru, hlutverkaruglingur verður á heimilinu og börn sjúklings verða stundum hrædd við foreldri sitt, sjúklingur getur lent í skilnaði og svo mætti endalaust tína til afleiðingar.

En allavegana, langaði bara að deila þessu með ykkur - með þeim fyrirvara að ég er einungis leikmaður í þessum efnum, ekki fræðimaður Smile


Á faraldslöpp

Ég er á Egilsstöðum. Tjáði mig um málefni heyrnarlausra og að endurskoða þyrfti Almannatryggingakerfi okkar landsmanna. Áfram Samfylkingin!

Heiðskýrt - jább. Stjörnubjart - jább. Norðurljós - jább. Hreindýraborgari - looking for it!

Fyrir liggur 3ja tíma ferðalag til baka. Sybbin í fyrró...


Ábyrgð stjórnmálamanna

Ég er algjörlega sammála því sem ISG sagði í ræðu sinni á aðalfundi Samfó í Reykjavík. Oft hef ég hneykslast á því hvernig stjórnmálamenn þurfa ekki að bera ábyrgð á sínum gjörðum. Erlendis koma fréttir um allskyns hneykslismál þarlendra stjórnmálamanna sem og uppsögn í kjölfarið. Hvað gerir íslenska stjórnmálamenn heilaga? Auðvitað geta kjósendur í næstu kosningum, eftir að slíkt mál kemur upp, "refsað" stjórnmálamanni eða flokki hans með því að kjósa hann ekki. En fólk gleymir fljótt og því fer sem fer. 

Hvaða rugl er það svo að segja að ISG hafi talað krónuna niður? Hvurslags vald eru þessir aðilar að færa konunni? Ég myndi jú fagna því ef hún hefði slíkt vald, að geta talað niður (nú eða upp) krónuna eða aðra hluti. Er þetta ekki týpískt dæmi fyrir hina alræmdu smjörklípuaðferð Hr. Davíðs? Ég tek undir með Félaga Magga þar sem hann segir Hr. Haarde og Hr. Matthiesen bera töluverða ábyrgð á því ástandi sem við búum nú við. Ég held að nokkur hluti þess fylgis sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur er fólk sem kýs flokkinn af vana. Ekki af því að það trúir hugsjónum Sjallanna eða finnst Björn Bjarna foli (nú eða Bjarni Ben...), heldur vegna þess að fólk gleymir og gerir hluti af vana.

En að léttara hjali. Dreif mig loksins út í hreyfingu, skemmtiskokk á sunnudegi. Hringurinn varð fremur lítill þetta sinn, enda svoleiðis svimandi hálka að það er ekki hundi út sigandi. Ég brá mér því í smá bíltúr með Kermit og við skoðuðum Eyrina fögru, enda margt breyst frá því ég bjó hér síðast. Heilt hverfi nálægt Kjarnaskógi er risið og er m.a.s. leikskóli mættur á svæðið. Það er afar spes að keyra um þetta hverfi, sumstaðar eru bara götur með ljósastaurum og tilheyrandi - en engum húsum. Nú svo er komið risa risa íþróttahús á Þórssvæðinu sem kallað er Boginn. Margt nýtt er í gangi og skipulagning hverfa á fullu spani útum allar tryssur. Akureyri ætlar sér að halda Landsmót UMFÍ árið 2009 en ennþá er ekki búið að afgreiða í bæjarstjórn hvar það eigi að eiga sér stað. Vandinn er snúinn, hvar á að byggja nýja aðstöðu? Á að byggja á Akureyrarvellinum gamla og gefa skít í kaupahéðna sem vilja þessa gourmet-lóð? Á að byggja að Hömrum og nota náttúruna þar fyrir enn fleiri mannvirki? Jasko, ég prísa mig sæla að þurfa ekki að taka ábyrgð á þessum ákvörðunum Wink


mbl.is Ingibjörg Sólrún segist ekki taka þátt í þagnarbandalagi um Evrópumál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sykurmolakórónan sigraði ekki!

 Kórónan góða
Þá get ég birt mynd af höfuðfatinu mínu sem, þrátt fyrir miklar væntingar, bar ekki sigur úr býtum í keppninni góðu. Nokkurra daga vinna lá að baki gerð höfuðfatsins, en það er lúmskt erfitt að líma þetta saman. Erfitt en gaman :) Anna Rósa var sigurvegari kvöldsins fyrir að finna einu notin sem hægt er að hafa af meintri brauðkörfu sem ku hafa verið jólagjöf frá KB Banka, Kaupþingi banka, Kappaflingfling etc. Ekki var verra að sjá hversu vel Anna Rósa klæddist við þetta höfuðfat, en daman var í smóking. Leikir kvöldisins heppnuðust vel, allir fengu eitt hlutverk á miða sem þeir áttu að leika í laumi, þ.e. enginn mátti vita hvert þeirra hlutverk var. Útúr þessu varð svo heilmikil skemmtun þegar miðarnir voru lesnir upp og fólk átti að giska hver átti hvern miða. T.d. talaði kærastinn hennar Svönu endalaust um hvað það hefði verið ömurlegt að Tóta hefði ekki komist í afmælið (það stóð á hans miða) en hann hefur hitt Tótu einu sinni og þekkir hana lítið sem ekkert. Við þetta varð Svana (bekkjarsys okkar Tótu úr MA) hneyksluð á þessari hegðun mannsins síns og lét vel valin orð falla, skildi ekkert í því hvað hann væri að röfla um þetta núna. Afar fyndið. Meðal annarra hlutverka má nefna:

  • þegar þú sérð fólk vera fá sér bjór/vín/kokteil áttu að segja hissa: bíddu, ert þú að fá þér annan? Varstu ekki á bíl? Kona eins samstarfsmanna Völlu fékk þetta, fáir vissu hver hún væri og því kom þetta afar skoplega út.
  • þú gerir í því að dásama útsýnið útum klósettgluggann í íbúðinni. Þegar þér er bent á að það sé nú enginn gluggi á klósettinu segirðu hissa: Ó!
  • Þú ert sífellt að finna undarlega lykt úr eldhúsinu og stanslausa prumpulykt. Reyndu að komast að því hver á þessa lykt. Þetta var miðinn minn. Fólk hefur eflaust haldið að ég hefði einhverjar vafasamar kenndir, síspyrjandi hvort það hafi verið að prumpa, hvort þetta sé ekki lyktin þeirra. Spés í hið minnsta
  • Þú bendir iðulega á það hvað  Addi (maðurinn hennar Völlu) sé líkur Guðmundi í Byrginu, með þennan hatt.
  • Þú ert alltaf að heyra einhver furðurleg hljóð af svölunum og spyrð fólk í kringum þig hvort það hafi heyrt þau líka. Þetta var hrikalega fyndið. Einn gaur var sífellt að spyrja hvort þau ættu kött sem þau geymdu á svölunum, hvort fólk hafi heyt í kettinum etc.

Ekki stóð Amour undir væntingum þetta skiptið, afar fámennt, nú en góðmennt. Eftir smá innlit á Vélsmiðjuna var stefnan tekin heim á Klettastíg. Ekki hitti ég stjörnumerkið sem ég ætlaði að hitta, en ég var svosem upptekin við annað. Kvöldið var þó afar, afar vel heppnað. Ég spjallaði heilmikið við uppáhaldskennarann minn úr MA, sem jafnframt er félagi í Samfó, og hann tjáði mér að ég væri eini nemandinn á öllum hans ferli sem hefði fengið að lesa upp nemendur. Ég sóttist stíft eftir því að fá að lesa upp, örugglega í heilt ár, þar til hann gafst upp og veitti mér pennann sem notaður var til að benda á nemendur svo þeir þögnuðu. Upplesturinn var heilög stund. Ahh.. sælla minninga.

Í dag týndi ég mér í smástund á Youtube, þvílíkur snilldarveruleiki sem þar er. Verð að benda ykkur á þessi tvö brot hérna, þau gleðja ekki bara augað, heldur eru þau líka fáránlega fyndin. Fyrri ræman er hinn munúðarfulli dans sem Napoleon Dynamite tók þegar félagi hans Pedro var í framboði. Það eykur á fyndni þessa myndbands að lagið er fyrsta lagið í Body Jam tímanum mínum og svei mér ef hreyfingarnar þar eru ekki í anda Naopleons. Seinni ræman er úr sænskum þætti í anda Tekinn með Audda Blö. Þar fær Jamie Oliver á baukinn. Há jú læk kokk, jes? Vesgú!


Sónar í fyrsta skipti

Ég fór í sónar í fyrsta skipti í gær í vinnunni. Þvílíkt og annað eins undur sem þetta er. Ég var svo gapandi hissa á öllu sem ég sá og þurfti að hemja mig gríðarlega svo ég hoppaði ekki upp klappandi lófum eins og smástelpa öskrandi á foreldrana: sjáiði! sjáiði! Þetta er barnið ykkar! Ótrúlegt hvað þetta er flott. Ótrúlegt að eftir 20 vikur sé allt bara komið, hjarta, nýru, magi og læti. Gærdagurinn var sem sagt ótrúlegur hjá mér með tilheyrandi upphrópunum inná milli skoðanna við kátínu læknanna. Fyrir þeim er þetta bara daglegt brauð.

Ó vell... á mánudagskvöldum hér á Akureyri er stuð. Þá er Samfylkingin alltaf með bæjarmálafund þar sem farið er yfir þau mál sem tekin verða fyrir á næsta bæjarráðsfundi og flokksmenn geta komið með sínar skoðanir á málunum. Ungir Jafnaðarmenn hittast jafnan fyrir þessa fundi og í gær var mjög hressandi fundur. Þann 1. febrúar n.k. erum við að fá góða gesti til okkar hingað í Demant norðursins. Þingmennirnir Katrín Júl og Ágúst Ólafur ætla að kíkja hingað og spjalla við okkur unga fólkið um okkar hjartans mál, hvort sem það eru skólagjöld, skerðing náms til stúdentsprófs, harðari refsingar við kynferðisbrotum eða eitthvað annað. Fundurinn er klárlega opinn öllum, líka ykkur í Reykjavík, og verður kl. 20:00 í Lárusarhúsi (Eiðsvallargötu 18). Pizza og meððí eins og í alvöru partýi! 

Vil svo benda á guðdómlega ályktun UJA - án gríns, þetta er svo mikil snilld! 

 

smoking_ban

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband