Færsluflokkur: Vísindi og fræði
15.1.2007 | 10:47
Hvað gera félagsráðgjafar?
Að gefnu tilefni ætla ég að birta þennan texta sem er af heimasíðu félagsráðgjafarskorar HÍ.
Hvað gera félagsráðgjafar?
Félagsráðgjafar starfa aðallega við meðferð og þjónustu í þágu skjólstæðinga einkum á sviði félags-og heilbrigðisþjónustu og í mennta- og dómskerfi. Enn fremur starfa félagsráðgjafar við stjórnunar- og skipulagsstörf í félags- og heilbrigðisþjónustu. Þeir starfa m.a. í ráðuneytum, sem félagsmálastjórar, framkvæmdastjórar svæðisstjórna og forstöðumenn í ýmsum stofnunum. Þá starfa félagsráðgjafar að rannsóknum. Auk þess starfa félagsráðgjafar ýmist launað eða í sjálfboðavinnu hjá hagsmunafélögum og frjálsum félagasamtökum. Markmið félagsráðgjafar er að hjálpa fólki til sjálfshjálpar þannig að sérhver einstaklingur geti sem best notið sín í eigin lífi og í samfélaginu.
Félagsráðgjöf er fag sem er örri þróun og á hverju ári stækkar starfsvettvangur félagsráðgjafa enda er eftirspurn mikil eftir starfskröftum þeirra.
Auk hinna hefðbundnu sviða innan félags-og heilbrigðisþjónustu starfa félagsráðgjafar í vaxandi mæli í þágu skólakerfisins og í tengslum við réttarkerfið (fangelsis-og dómsmál). Þau svið sem nú eru í hvað mestri þróun eru öldrunarþjónusta og rannsóknir tengdar því málefni. Þá eru fjölmenning og inflytjendamál og sjálfboðageirinn vaxandi málaflokkar auk ýmissa málefna sem tengjast æ fjölbreytilegra mannlífi og nýjum lífsháttum.Vinnuaðferðir og nálgun félagsráðgjafar:
Félagsráðgjafar vinna út frá heildarsýn, þeir tengja saman, samstilla og virkja þau samskiptakerfi sem einstaklingurinn tengist. Félagsráðgjafar vinna með einstaklinga, hópa, hjón, fjölskyldur og stærri heildir, s.s. vinnustaði, stofnanir og samfélög.
Félagsráðgjafar beita hefðbundnum sálfélagslegum meðferðarfræðum í einstaklings- hjóna- og fjölskyldumeðferð. Samfélags- og hópvinna eru aðferðir sem eiga sér aldagamla sögu innan félagsráðgjafar og eru í sífelldri þróun.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2006 | 13:44
Félagsráðgjöf meðal fatlaðra í Palestínu
Félagsráðgjöf meðal fatlaðra í Palestínu
Málstofa með Ziad Amro, félagsráðgjafa og forgöngumanni í málefnum blindra og fatlaðra, fyrrum framkvæmdastjóra og formanni Öryrkjabandalags Palestínu, verður í Odda stofu 106 þriðjudaginn 28. nóvember kl. 17.30.
Ziad Amro mun fjalla um starf félagsráðgjafa með fötluðum í Palestínu og starf hans sem formanns Öryrkjabandalagsins þar í landi. Hann er menntaður félagsráðgjafi frá Bandaríkjunum og hefur mikla þekkingu á málefnum fatlaðra.
Hér er um einstakt tækifæri að ræða til að kynnast starfi félagsráðgjafa við erfiðar kringumstæður. Félagsráðgjafarskor hvetur sem flesta að nýta sér þennan fyrirlestur um félagsráðgjöf og stöðu fötlunarmála í alheimsljósi.
Félagsráðgjafarskor HÍ
Rannsóknarsetur um barna- og fjölskylduvernd
22.11.2006 | 13:30
Nóvember gegn nauðgunum!
Vinsamlega áframsendu þessa beiðni til vina þinna, félaga og ættingja um að fjölmenna á kröfufund fyrir framan héraðsdómsstólana á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjavík og Selfossi laugardaginn 25.nóvember n.k. kl. 16.00.
Krafan er:
Þyngri dóma fyrir nauðganir. - Nýtið refsirammann!
Refsirammi laganna kveður á um að dómar fyrir nauðgun séu frá einu ári upp í 16 ára fangelsi. Flestir sakfellingardómar fyrir nauðgun eru við lægri mörk refsirammans. Við viljum sjá réttlátari og sanngjarnari dóma.
Áskorun um slíkt verður afhent allsherjarnefnd Alþingis á þriðjudag.
með kærri kveðju,
Kristín Ingvadóttir
Anna Kristine Magnúsdóttir
18.11.2006 | 15:22
Húrra fyrir Sparisjóðnum!
Sparisjóðurinn styrkir átta verkefni í geðheilbrigðismálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.11.2006 | 10:10
Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík
Nú langar mig að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að fara niður í Þróttaraheimlið í Laugardalnum (fyrir neðan Laugardagshöllina) á morgun á tímabilinu 10:00 - 18:00. Þar fer fram prófkjör Samfylkingarinnar og því miður hef ég ekki kosningarétt þar. Utankjörfundur er til kl. 20 í kvöld í hýbýlum Samfó að Hallveigarstíg, fyrir aftan Grænan kost á Skólavörðustígnum. Auðvitað ætla ég ekkert að segja ykkur hvað þig eigið að kjósa, en mæli hinsvegar með að þið setjið Ágúst Ólaf í 4. sætið, enda fáránlega flottur kandídat þar á ferð. Meðal mála sem kappinn beitir sér fyrir er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotamálum, lögfesting Barnasáttmálans, löggjöf um heimilisofbeldi, sérdeild fyrir unga fanga og að rannsaka beri þunglyndi meðal eldri borgara.
Það er okkur nauðsynlegt, hvort sem við munum kjósa Samfylkinguna í vor eður ei, að fá svona mann aftur inná Alþingi. Ég get ekki ítrekað það nægilega mikið! En ég treysti ykkur til þess...
5.11.2006 | 16:27
Photoshop
Hugsiði ykkur tæknina.. Hérna má sjá sömu myndina, af mér og Döggu dúllu. Efri myndin er fyrir breytingar, neðri eftir breytingar í Photoshop. Jasko.. af þessu má dæma að hver sem er getur orðið fyrirsæta, gegn því skilyrði að Photoshop sé fyrir hendi.
3.11.2006 | 20:33
Að ganga gegn nauðgun
er prýðileg skemmtun - og eiginlega nauðsyn!
Jafningafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum og annað kvöld (laugardagskvöld) kl. 24:00 verður gengið gegn nauðgunum niður Laugarveginn. Farið verður frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þar sem hinn unaðslegi trúbador Toggi mun spila fyrir mannskapinn. Ef veðrið leikur ekki við okkur endar gangan inní Hinu húsi. Koma svo! Mætum öll!!! Og breiðið út boðskapinn :)
30.10.2006 | 10:20
Nóvember gegn nauðgunum
Vei vei vei!
Fíla svona í tætlur.. brjálæðislega sniðugt!
Vá hvað ég vildi að ég væri starfsmaður í Hinu húsinu, váts váts...
Jafningjafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2006 | 09:16
Skrifaðu undir!
Í Færeyjum er löglegt að hóta, hæða og niðurlægja homma og lesbíur. Danskur háskólanemi hefur hafið alþjóðlega undirskriftasöfnun, til þess að fá þessu breytt.Í næsta mánuði mun lögþingið í Færeyjum greiða atkvæði um lög sem gera það ólöglegt og refsivert að níðast á samkynhneigðum þegnum eyríkisins. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta ári, og þá var það fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Margir hinna færeysku þingmanna þrumuðu þá, með Biblíuna í hendinni,
að karlmenn sem lægju með karlmönnum kæmust ekki í himnaríki. Fram að atkvæðagreiðslunni ætlar danski háskólaneminn Nynne Nörup að safna undirskriftum á netfanginu www.act-against-homophobia.underskrifter.dk. Undirskriftalistinn verður svo afhentur lögþinginu áður en atkvæðagreiðslan hefst.
Tekið af Vefritinu.
27.10.2006 | 00:00
Aldrei aftur í vondu skapi!
Sá þetta um daginn og verð að deila þessu með ykkur, bara verð. Þetta er sem sagt myndband sem fær hörðustu einstaklingana til að skríkja eins og smástelpur á fótboltaleik..
Annars fór ég, veika konan, í leikhús í kvöld. Fékk boðsmiða á Amadeus í Borgarleikhúsinu. Verkið var 3 klukkutímar með hléi - geisp. Meðalaldurinn á gestunum var ca 60 ár, en krakkinn sem sat við hliðiná okkur dró meðaltalið allsvakalega niður. Hann var með Hrís-poka allan tímann fyrir hlé, með tilheyrandi látum, svo var hann að slá saman höndum í gríð og erg. Sem betur fer sat Bjössi við hliðiná þessum krakka, ég hefði eflaust sagt eitthvað við orminn. Annars fær verkið í mesta lagi 2 stjörnur af 5 mögulegum, og báðar fyrir leik Hilmis Snæs og þess sem lék Mozart. Annað var prump - eða rassblautur skíthæll eins og Mozart orðaði það svo vel.
Nú mæli ég með því að þið rífið ykkur upp í fyrramálið og mætið á málstofu félagsráðgjafarskorar kl. 11, í stofu 102 í Lögbergi. Málstofustjórinn verður einkar fagur að þessu sinni - líkt og í fyrra reyndar. Svo bíður mín ferska loftið undir Jökli. Sæluhelgi framundan - fjarri löggum, sjúkrabílum, umferðarljósum, stöðvunarskyldum, hægri-rétti, umferðarteppu, hávaða, húsaflóði og þess háttar. Váts hvað það er langt síðan ég fór heim síðast!