Færsluflokkur: Vísindi og fræði
24.10.2006 | 14:12
Bláu börnin í Chernobyl
Á síðustu vikum hef ég verið að uppgötva undur og stórmerki á Vísi.is - veftíví. Hef ég horft á allmarga Kompás-þætti, sem by the way eru tær snilld. Núna áðan fannst mér titill eins þáttar vera athyglisverður - Bláu börnin. Ég náði að horfa á allan þáttinn, ýmist með hroll upp allt bakið eða með tárin í augunum. Ég mæli svo eindregið með því að þið gefið ykkur tíma í að horfa á þetta, ef þið hafið ekki gert það núþegar. Þáttinn má finna HÉRNA.
Hugsiði ykkur. Chernobyl er rétt hjá Kiev, höfuðborg Úkraínu. Borgin var yfirgefin árið 1986, þegar slysið varð, en ennþá eru nokkrar sálir sem búa þarna. Enn þann dag í dag eru afleiðingar sprengingarinnar að koma í ljós og munu halda áfram að koma í ljós næstu áratugina. Börn sem fæðast á þessum svæðum eiga sér mörg hver enga framtíð sökum sjúkdóma og þroskahömlunar. Heil kynslóð nánast strokuð út. Hugsiði ykkur!
Annars má finna upplýsingar um slysið og áhrif geilsunarinnar á heimasíðu Geilsavarna ríkisins.
23.10.2006 | 01:48
Miss Piggy á leið til landsins!!!
Jæja, þá er fallegi bleiki gítarinn minn (Miss Piggy) LOKSINS farinn frá Bandaríkjunum eftir að hafa stoppað í Kaliforníu. Það hlýtur að fara styttast í þessa elsku. Ég fékk þá hugdettu um daginn að sauma bara utan um hann gítartösku... ég veit nú ekki alveg hvernig það á eftir að takast, í þau fáu skipti sem ég hef reynt að sauma þá endar það ekki vel.
Annars er það að frétta að ég er á minni þriðju næturvakt í nótt og svo skóli í fyrramálið. Ætti að fara beint á starfsdag kl. 10 - 14:30 en efast um að ég meiki það, verð einhvern tímann að sofa. Fór í dag að fylgjast með lil sys keppa í blaki í Mosó. Fór í vor sem forráðamaður í blakferð norður til Akureyrar. Þegar ég kom inní salinn helltust yfir mig minningar frá þeim tíma, ó þessi hávaði! Stelpur á aldrinum 10-14 ára útum allt og strákar á sama aldri = öskur, pískur, hlátur og tilheyrandi hljóðmengun. Samt agalega fyndið, ég var eflaust ekkert skárri.. huhumm... :)
Nú fer alveg að koma að degi sem mér finnst fáránlega skemmtilegur - Þjóðarspegillinn er n.k. föstudag. Öll mín háskólaár hef ég sótt þessa ráðstefnu um nýjustu rannsóknirnar í íslenska félagsvísindageiranum. Það hefur líka alltaf verið jafn erfitt að velja hvaða fyrirlestra ég ætla að sækja því stundum eru nokkrir á sama tíma. Toppurinn er svo auðvitað að fjárfesta í doðrantinum með öllum rannsóknunum - namminamm! Sómar sér vel í hillu og endalaust hægt að fletta í þessu og nýta sem heimildir. Eftir að hafa skoðað smá dagskránna í ár stendur þetta hæst:
- kl. 9:00 - 11:00: verð að öllum líkindum í skólanum eða í kynnisferð á BUGL
- kl. 11:00 - 13:00: Jón Gunnar Bernburg - Spurningalistakannanir og smættun félagslegra fyrirbæra. Glætan að ég missi af honum, aldrei. Svo er það auðvitað félagsráðgjöfin, maður verður nú að láta sjá sig þar.. Freydís Freysteinsdóttir - Barnarverndartilkynningar er varða ofbeldi milli foreldra, Sigrún Júlíusdóttir - Fjölskyldubreytingar, lífsgildi og viðhorf ungs fólks,
Steinunn Hrafnsdóttir - Af hverju vinnur fólk sjálfboðastörf?, Guðný Björk Eydal (annar BA-leiðbeinandinn minn og Dagnýjar) - Feður og fjölskyldustefna og Sigurveig H. Sigurðardóttir - Viðhorf til aldraðra. Langar líka svakalega að sjá Stefán Ólafsson - Skattar og tekjuskipting á Íslandi og Harpa Njáls - Velferðarstefna - Markmið og leiðir til farsældar, en það er akkúrat á sama tíma.. :/ - kl. 13:00 - 15:00: Fötlunarfræðin heillar hérna, Snæfríður Þóra Egilsson - Þátttaka í ljósi kennisetninga um heilbrigði og fötlun, Hanna Björg Sigurjónsdóttir - Valdaeflandi samskipti fagfólks og seinfærra foreldra: Hvað hjálpar og hvað hindrar?, Kristín Björnsdóttir - Öll í sama liði og Rannveig Traustadóttir - Fatlaðir háskólastúdentar. Reyndar er ein málstofa í sálfræðinni sem ég væri alveg til í, Elín Díanna Gunnarsdóttir - Sjálfsvirðing og líðan unglinga.
- kl. 15:00 - 17:00: Stjórnmálafræðin er mér enn í fersku minni, þökk sé Meistara Gunnari Helga. Mig langar að sjá: Guðmundur Heiðar Frímannsson - Íbúalýðræði og Gunnar Helgi Kristinsson - Ráðherraáhætta. Einnig er hinn BA-leiðbeinandi minn og Dagnýjar með mjög svo áhugaverða málstofu: Helgi Gunnlaugsson - Afbrotafræði íslenskra glæpasagna.
20.10.2006 | 10:49
Þjóðarmorð í Rúanda
Eftirlifandi útrýmingarherferðar Hútúa ræðir reynslu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2006 | 17:24
Heyr heyr!
Loksins loksins heyrir maður frá framtíðarstéttarfélaginu. Páll Ólafsson er nýr formaður og er sá maður einstaklega vel starfinu vaxinn. Ég hef alltof oft "kvartað" um það á hinum ýmsum samkundum þar sem félagsráðgjafa er að finna, hvað mér finnst vanta okkar álit í fjölmiðlana. Bæði er ég þá að tala um að stéttin sem slík þarf að vera mun iðnari við að skrifa blaðagreinar um málefni líðandi stundar enda erum við þvílíkur brunnur upplýsinga að hálfa væri nóg. Þá er ég einnig að tala um að fjölmiðlar ættu að vera iðnari við það að taka viðtöl við félagsráðgjafa þegar velferðarmál eru í brennidepli. Sársjaldan sér maður viðtöl við félagsráðgjafa og það þykir mér miður.
Í samræðum mínum um þetta málefni við starfandi félagsráðgjafa fæ ég oft þau svör að enginn tími sé til þess að setjast niður og rita greinar í blöðin eða tjá sig um málin. Í flestum tilfelllum blæs ég á svoleiðis prump-afsakanir. Vissulega gilda þær í einstaka tilvikum, en ég vil meina að þegar fólk veit mikið um efnið, líkt og félagsráðgjafi sem starfar við ákveðin mál, þá tekur það enga stund að koma skoðun sinni á framfæri. Klárlega er þetta líka pólitískt vandamál, enda er það margsannað að félagsráðgjafar hafa alltof, alltof, alltof mörg mál á sinni könnu. Um það gæti ég skrifað heila bók held ég svo ég læt hér við sitja.
Ég vona að þessi ályktun frá Stéttafélagi íslenskra félagsráðgjafa sé einungis upphafið að aukinni þátttöku félagsráðgjafa í samfélagslegum umræðum um íslenskt samfélag. Fjögurra ára háskólamenntun, svo ég tali ekki um alla meistaragráðurnar sem búa í greininni, gefur okkur víðfeðma þekkingu á okkar málaflokkum. Ofan á það kemur svo starfsreynslan og hafsjór upplýsinga sem gætu nýst við að leysa ógrynni vandamála sem við stöndum frammi fyrir.
Palli og co - heyr heyr heyr!!!
Ráðning sviðsstjóra Velferðarsviðs óásættanleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2006 | 20:05
9-11
Fékk þetta sent í pósti áðan... athyglisvert?
1. Í New York City eru 11 bókstafir
2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir
3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 1993) eru 11 bókstafir.
4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir
Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert:
1. New York er 11. fylkið
2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11)
3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 11)
4. Árasinn átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11)
5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11)
Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram.....
1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254 (2 + 5 + 4 = 11)
2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11)
3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)
4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers.
... og nú kemur það sem er ennþá merkilegra:
Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins
* Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur:
"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle.
The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and
while some of the people trembled in despair still more rejoiced:
For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."
Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum.
Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða? Prófaður þá eftirfarandi:
* Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta:
1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana.
2. Litaðu Q33 NY
3. Breyttu stafastærðinni í 48
4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1)
4.9.2006 | 23:49
Að læra um dauðann í 3 vikur
Þá er ég byrjuð í skólanum aftur - loksins. Síðasta árið mitt sem félagsráðgjafarnemi. Ótrúlegt að þetta sé að hafast. Ég lagði tímanlega af stað í morgun svo ég hefði góðan tíma til að finna stofuna sem við áttum að vera í. Aldrei hef ég stigið inní Læknagarð svo það leit út fyrir að vera smá challenge. En húsvörðurinn hefur greinilega fundið "nýju-nema-lykt" af mér og benti mér á stofuna. Þar sem ég er svo góð stúlka fór ég út aftur og beindi samnemendum mínum rétta leið.
Á þessum 20 mínútum sem ég sat fyrir utan og beið eftir samnemendum mínum, spjallaði og blés hita í hendurnar, gengu margir læknanemar inn í bygginguna. Allt gott og blessað með það. Við stóðum nokkrar þarna fyrir utan og einhvern veginn hljóðnuðu samtölin þegar hver folinn á fætur öðrum kom askvaðandi að okkur og inn í Læknagarð. Ekki var útsýnið verra þegar inn var komið - "Men in uniformes" útum allar trissur.
Fyrsta námskeiðið sem við tökum fjallar um kreppukenningar, áfallavinnu og sorgarviðbrögð. Ergo sum: við erum að fara tala um dauðann í 3 vikur. Konan sem kennir okkur er gúrú á þessu sviði og hefur kennt þetta í möööörg ár. Hún er einnig virk í rannsóknum á þessu sviði og hefur unnið við þetta í tugi ára. Frábært að hafa svoleiðis kennara, sem í þokkabót er félagsráðgjafi :) Fór með Guðnýju skutlu-gúllu í Bóksöluna í dag og eyddi (höhömm.. "varði") rúmum tíu þúsundköllum í bækur sem ég ætla byrja að lesa. En þær eru allar djúsí svo það verður (vonandi) ekkert mál. Fékk nett í magann þegar skorarformaðurinn sagði að ef hún gæti þá myndi hún banna 4. árs nemum að vinna með skólanum því það væri svo mikið vinnuálag í námskeiðunum, enda öll á Mastersstigi. Hmmm.. ætla að sjá hvernig þetta fer. Verð bara að vera dugleg að skipuleggja mig - og það er alltaf hressandi. Tæknilega séð er ég þannig komin í Mastersnám núna.. athyglisvert, ekki satt? :)
9.8.2006 | 18:53
Kertafleyting - MÆTTU!
verður haldin
við Tjörnina í Reykjavík og
á Akureyri við tjörnina framan við Minjasafnið í Aðalstræti
miðvikudaginn 9. ágúst kl. 22:30
Kerti verða seld á staðnum og kosta 400 kr
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)