Færsluflokkur: Vísindi og fræði
11.7.2007 | 22:33
The Inappropriate Yoga Guy
Ég, MaggaStína og Valdís erum saman í einkaþjálfun á Bjargi. Við stöllur áttum einn daginn að fara í jógatíma hjá jógafolanum. Málið var að þetta var eitthvað lokað námskeið og einn af lokatímunum svo við vorum enn meiri álfar útúr hól en ella. Eníhú... þessi gaur er ekki eins og jógakennarinn ,,okkar". En fyndinn er hann!
6.6.2007 | 12:06
Evrópuhlaup fatlaðra
Í dag, á Ráðhústorgi kl. 17.00, munum við taka á móti Evrópuhlaupi fatlaðra. Um ræðir, tæplega 80 þroskahefta einstaklinga sem eru að hlaupa um Ísland, Danmörku, Noreg, Færeyjar og Svíþjóð.
Viljum við hvetja alla til þess að koma á Ráðhústorgið í dag og fagna þeim.
Þau munu hlaupa frá Umferðarmiðstöðinni, göngugötuna, að Ráðhústorgi og með þeim í för verða félagar úr Íþróttafélaginu Eik.
Ferðalag Evrópuhlaupsins um Ísland er svohljóðandi:
5. júní Seyðisfjörður Húsavík
6. júní Húsavík - Akureyri
7. júní Akureyri Reykjavík
8. júní Reykjavík Selfoss
9. júní Selfoss Gullfoss Geysir - Selfoss.
10. júní Selfoss Vík
11. júní Vík Höfn
12. júní Höfn Egilstaðir
13. júní Egilstaðir Seyðisfjörður
24.5.2007 | 15:54
Ég og heilinn minn
Most right-brained people like you are flexible in many realms of their lives. Whether picking up on the nuances of musical concerto, appreciating the subtle details in a work of art, or seeing the world from a different perspective, right-brained people are creative, imaginative, and attuned to their surroundings.
People probably see your thinking process as boundless, and that might translate to your physical surroundings as well. Some people think of you as messier than others. It's not that you're disorganized, it's just that you might use different systems to organize (by theme, by subject, by color). Straight alphabetization and rigidly ordered folders are not typical of right-brained behavior.
You are also more intuitive than many. When it comes to reading literature, you probably prefer creative writing or fiction over nonfiction. And when it comes to doing math, you might find you enjoy geometry more than other forms like algebra.
Þetta passar nú alveg ágætlega við mig. Ég er samt ekki sammála síðustu efnisgreininni, hún er eiginlega alveg út í hött.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2007 | 14:38
Ályktun
8.3.2007 | 11:24
Fátækt í allsnægtarsamfélagi?
Fátækt í allsnægtarsamfélagi?
Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um fátækt fimmtudaginn 15. mars 2007 að Grand Hótel.
Dagskrá:
8:00-8:30 Skráning.
8:30-8:45 Snorri Örn Árnason. Fátækt á Íslandi? Snorri kynnir niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Snorri Örn er sérfræðingur á greiningarsviði Capacent Gallup.
8.45-9:05 Harpa Njáls. Fátækt kvenna og barna. Harpa fjallar um hvernig fátækt leiðir til andlegs álags, heilsubrests og óhamingju. Harpa er í doktorsnámi við Félagsvísindadeild HÍ.
9:05-9:25 Guðný Hildur Magnúsdóttir. Karlar í vanda. Guðný fjallar um lagskiptingu í samfélaginu en karlar eru í meirihluta bæði í efsta og neðsta lagi þess. Guðný er félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar.
9:25-9:45 Stefán Hrafn Jónsson. Fátæk börn og heilsusamlegir lífshættir. Stefán fjallar um heilsu og heilsusamlega lífshætti barna eftir fjárhagsstöðu fjölskyldu þeirra. Stefán Hrafn starfar á Lýðheilsustöð.
9:45-10:05 Jón Gunnar Bernburg. Fátækt vanlíðan og frávikshegðun íslenskra unglinga. Jón Gunnar kynnir nýjar niðurstöður úr unglingakönnun sem framkvæmd var árið 2006. Jón Gunnar er lektor við Félagsvísindadeild HÍ.
Fundarstjóri: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir dósent við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.
Þátttökugjald er 1.500 kr. Innifalið er morgunverðarhlaðborð.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í tölvupósti til: rosa@hugheimar.is
Svakalega langar mig á þetta málþing! Vill einhver fórna sér og fara fyrir mig, taka niður fullt af punktum og láta mig svo fá þá? Ég verð nefnilega á Parma á Ítalíu alla næstu viku :-)
7.3.2007 | 10:45
Kynferðisbrot gegn börnum
Kynferðisbrot gegn börnum Er samfélagið lamað?
Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði boða til opins fundar á Súfistanum miðvikudagskvöldið 7. mars næstkomandi kl. 20:00.
Rætt verður um refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum og fyrirbyggjandi úrræði.
Frummælendur verða:
Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar.
Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Katrín Júlíusdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Svala Ólafsdóttir prófessor í refsirétti við Háskólann í Reykjavík.
Að erindum frummælenda loknum verða pallborðsumræður og opnað fyrir spurningar úr sal.
20.2.2007 | 00:04
Sweet pea
9.2.2007 | 03:02
RÖSKVA!!!!!!!!!!
JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!! LOKSINS LOKSINS LOKSINS!!!!!!!! JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!!!!!!
ÚRSLIT KOSNINGANNA Í HÍ LJÓS.... MÉR LÍÐUR EINS OG FEGURÐARDROTTNINGU, ÉG GRÆT AF GLEÐI.... RÖSKVAN MÍN VANN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
RÖSKVA 5 MENN - VAKA 4 MENN
H-LISTINN RIP
VIÐ UNNUM!!!!
9.2.2007 | 00:04
Framheilabilun og siðferðiskennd
Í dag var ég á ansi áhugaverðum fyrirlestri sem sendur var út frá LSH. Um fyrirlesturinn sá María K. Jónsdóttir, yfirsálfræðingur á Landakoti, og var umfjöllunarefnið framheilaskaði. Síðan ég hóf starfsþjálfunina hérna á FSA hef ég lært alveg ótrúlega margt. Eitt af því er það að heilaskaðar eru ansi merkilegt fyrirbæri.
Ég man eftir því að hafa lært um Phineas Gage í sálfræði hér um árið. Gage þessi vann við járnbrautasmíði og varð fyrir því einn daginn að járnteinn (1 metri, 3.2 cm í þvermál og rúm 6 kg að þyngd) skaust uppí gegnum kinnina á honum og út um höfuðið (sjá mynd) af svo miklum krafti að teinninn lenti tæpa 30 metra frá Gage. Hann lést ekki og hlaut skaða í framheila þar sem teinninn hafði farið í gegn. Þeir sem þekktu Gage töluðum um að hann hefði breyst eftir meiðslin. Orðið að allt öðrum manni, með allt önnur persónueinkenni.
Slíkt gerist oft þegar fólk fær framheilaskaða. Persónuleikaraskanir eru algengar og almenningur gerir sér ekki grein fyrir því að þetta sé afleiðing heilaskaðans. ,,Framheilinn gegnir mikilvægum hlutverkum í starfsemi heilans. Þar er meðal annars staðsett framkvæmdarstjórn heilans, skipulag, sjálfsstjórn, rökhugsun og vinnsluminni. Framheilinn er tengdur tilfinningalífi, frumkvæði og félagslegri aðlögunarhæfni." Þannig verður einstaklingur með framheilaskaða öðruvísi en fyrir skaðann. Hömlur hverfa og hann stjórnast af umhverfinu og aðstæðunum sem hann er í. Þið getið rétt ímyndað ykkur hvernig áhrif þetta hefur á alla sem að einstaklingnum koma.
María kom inná tengsl milli framheilaskaða og siðferðiskenndar. Hún sagði að sjúklingar sem hefðu hlotið framheilaskaða hegðuðu sér líkt og þeir einstaklingar sem eru siðblindir. Þannig gætu þeir leyst siðferðisleg mál með flottri rökhugsun munnlega, en svo var hegðunin hjá þeim allt öðruvísi og í anda siðblindra. Það að sjá t.d. einhvern veikan, deyja eða meiða sig vakti ekki upp tilfinningar hjá þeim. Hún sýndi mynd af siðferðisklemmu, en því miður fann ég ekki myndina á netinu svo ég lýsi henni bara. Þú stendur uppi á göngubrú yfir jánrbrautateina og við hlið þér er afar stór og mikill maður. Þú sérð að lestin fer að keyra undir brúna en hún stefnir á 5 manna fjölskyldu. Eina leiðin til að bjarga fjölskyldunni er að kasta manninum fyrir lestina svo hann deyji og stöðvi þannig lestina og fjölskyldan bjargast. Siðblindir köstuðu manninum framaf án þess að hugsa um það. Það var það rökrétta í stöðunni. Framheilaskaðaðir köstuðu í nær öllum tilvikum manninum framaf en hugsuðu málið örlítið. Stýrihópur kastaði manninum ekki framaf nema í örfáum tilvikum eftir þá mjög mikla umhugsun. Þetta fannst mér athyglisvert. Einnig sýndi hún okkur mynd af heilanum þar sem búið var að kortlegga þau svæði heilans sem hefðu áhrif á siðferðiskenndina. Merkilegt?
Klárlega er ég ekki með menntun og/eða reynslu til að fjalla um þetta málefni af einhverri dýpt en mér fannst þetta afar spennandi fyrirlestur og ég lærði alveg heilmikið af honum. Ég las líka aðsendar greinar úr Mogganum síðan 1996 og 1999 þar sem var verið að fjalla um skilningsleysi almennings á heilasköðuðum einstaklingum. Félagssálfræðilegar afleiðingar heilaskaða eru oftast taldar með verstu afleiðingunum, bæði af aðstandendum sem og sjúklingunum sjálfum. Í kjölfar persónuleikaröskunar missi sjúklingur vini sína og jafnvel vinnuna og alla sem þar eru, hlutverkaruglingur verður á heimilinu og börn sjúklings verða stundum hrædd við foreldri sitt, sjúklingur getur lent í skilnaði og svo mætti endalaust tína til afleiðingar.
En allavegana, langaði bara að deila þessu með ykkur - með þeim fyrirvara að ég er einungis leikmaður í þessum efnum, ekki fræðimaður
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2007 | 08:08
Sónar í fyrsta skipti
Ég fór í sónar í fyrsta skipti í gær í vinnunni. Þvílíkt og annað eins undur sem þetta er. Ég var svo gapandi hissa á öllu sem ég sá og þurfti að hemja mig gríðarlega svo ég hoppaði ekki upp klappandi lófum eins og smástelpa öskrandi á foreldrana: sjáiði! sjáiði! Þetta er barnið ykkar! Ótrúlegt hvað þetta er flott. Ótrúlegt að eftir 20 vikur sé allt bara komið, hjarta, nýru, magi og læti. Gærdagurinn var sem sagt ótrúlegur hjá mér með tilheyrandi upphrópunum inná milli skoðanna við kátínu læknanna. Fyrir þeim er þetta bara daglegt brauð.
Ó vell... á mánudagskvöldum hér á Akureyri er stuð. Þá er Samfylkingin alltaf með bæjarmálafund þar sem farið er yfir þau mál sem tekin verða fyrir á næsta bæjarráðsfundi og flokksmenn geta komið með sínar skoðanir á málunum. Ungir Jafnaðarmenn hittast jafnan fyrir þessa fundi og í gær var mjög hressandi fundur. Þann 1. febrúar n.k. erum við að fá góða gesti til okkar hingað í Demant norðursins. Þingmennirnir Katrín Júl og Ágúst Ólafur ætla að kíkja hingað og spjalla við okkur unga fólkið um okkar hjartans mál, hvort sem það eru skólagjöld, skerðing náms til stúdentsprófs, harðari refsingar við kynferðisbrotum eða eitthvað annað. Fundurinn er klárlega opinn öllum, líka ykkur í Reykjavík, og verður kl. 20:00 í Lárusarhúsi (Eiðsvallargötu 18). Pizza og meððí eins og í alvöru partýi!
Vil svo benda á guðdómlega ályktun UJA - án gríns, þetta er svo mikil snilld!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)