Færsluflokkur: Vefurinn
31.3.2007 | 17:18
Bush og Blair söngfélagar
Smá breik bara til þess að deila þessu myndbandi með ykkur. Þarna má sjá Bush og Blair syngja saman lagið Gay bar... bara fyndið.
Og svo mæli ég með að fólk líti amk daglega inná Samfó.is, þar er samansafn af skemmtilegu efni :)
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 03:02
RÖSKVA!!!!!!!!!!
JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!! LOKSINS LOKSINS LOKSINS!!!!!!!! JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!!!!!!
ÚRSLIT KOSNINGANNA Í HÍ LJÓS.... MÉR LÍÐUR EINS OG FEGURÐARDROTTNINGU, ÉG GRÆT AF GLEÐI.... RÖSKVAN MÍN VANN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
RÖSKVA 5 MENN - VAKA 4 MENN
H-LISTINN RIP
VIÐ UNNUM!!!!
6.2.2007 | 16:26
Viva la Kompás!
Þvílík snilld sem þátturinn Kompás er. Ég verð svo glöð í hjarta mínu að vita af svona frábæru fólki þarna úti. Þættirnir þar sem barnaníðingsmál voru til umfjöllunar finnst mér nauðsynlegt innleg í umræðuna og ég gæti ekki verið meira sammála Rúnu í Stígamótum um þetta eftirlitskerfi. Það sem Kompás hefur verið að gera gæti stórminnkað samskipti þessara manna við börn. Svo er bara spurningin, hver á að sinna þessu? Lögreglan? Já, lögreglan er sá aðili sem að mínu mati á að sjá um þetta eftirlit. Það er svo annað mál hvernig það ætti að fara fram og hve oft. Ég held þó að við slíkt eftirlit yrðu til nýjar leiðir níðingsmanna til að komast í samband við börnin, en þá erum við amk búin að útiloka eina. Margt smátt gerir eitt stórt.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.11.2006 | 13:30
Nóvember gegn nauðgunum!
Vinsamlega áframsendu þessa beiðni til vina þinna, félaga og ættingja um að fjölmenna á kröfufund fyrir framan héraðsdómsstólana á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjavík og Selfossi laugardaginn 25.nóvember n.k. kl. 16.00.
Krafan er:
Þyngri dóma fyrir nauðganir. - Nýtið refsirammann!
Refsirammi laganna kveður á um að dómar fyrir nauðgun séu frá einu ári upp í 16 ára fangelsi. Flestir sakfellingardómar fyrir nauðgun eru við lægri mörk refsirammans. Við viljum sjá réttlátari og sanngjarnari dóma.
Áskorun um slíkt verður afhent allsherjarnefnd Alþingis á þriðjudag.
með kærri kveðju,
Kristín Ingvadóttir
Anna Kristine Magnúsdóttir
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2006 | 10:10
Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík
Nú langar mig að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að fara niður í Þróttaraheimlið í Laugardalnum (fyrir neðan Laugardagshöllina) á morgun á tímabilinu 10:00 - 18:00. Þar fer fram prófkjör Samfylkingarinnar og því miður hef ég ekki kosningarétt þar. Utankjörfundur er til kl. 20 í kvöld í hýbýlum Samfó að Hallveigarstíg, fyrir aftan Grænan kost á Skólavörðustígnum. Auðvitað ætla ég ekkert að segja ykkur hvað þig eigið að kjósa, en mæli hinsvegar með að þið setjið Ágúst Ólaf í 4. sætið, enda fáránlega flottur kandídat þar á ferð. Meðal mála sem kappinn beitir sér fyrir er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotamálum, lögfesting Barnasáttmálans, löggjöf um heimilisofbeldi, sérdeild fyrir unga fanga og að rannsaka beri þunglyndi meðal eldri borgara.
Það er okkur nauðsynlegt, hvort sem við munum kjósa Samfylkinguna í vor eður ei, að fá svona mann aftur inná Alþingi. Ég get ekki ítrekað það nægilega mikið! En ég treysti ykkur til þess...
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.11.2006 | 16:27
Photoshop
Hugsiði ykkur tæknina.. Hérna má sjá sömu myndina, af mér og Döggu dúllu. Efri myndin er fyrir breytingar, neðri eftir breytingar í Photoshop. Jasko.. af þessu má dæma að hver sem er getur orðið fyrirsæta, gegn því skilyrði að Photoshop sé fyrir hendi.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
3.11.2006 | 20:33
Að ganga gegn nauðgun
er prýðileg skemmtun - og eiginlega nauðsyn!
Jafningafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum og annað kvöld (laugardagskvöld) kl. 24:00 verður gengið gegn nauðgunum niður Laugarveginn. Farið verður frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þar sem hinn unaðslegi trúbador Toggi mun spila fyrir mannskapinn. Ef veðrið leikur ekki við okkur endar gangan inní Hinu húsi. Koma svo! Mætum öll!!! Og breiðið út boðskapinn :)
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.9.2006 | 05:06
Geisp...
Núna eru aðeins 5 klukkustundir eftir af þessari fyrstu næturvakt minni þessa helgina. Tíminn hefur verið ansi fljótur að líða enda var ég agalega dugleg að lesa. Svo skellti ég í eina skúffuköku því hann Bjössi á afmæli í dag (9. sept) - til hamingju með afmælið kall! Þreytan er aðeins farin að gera vart við sig, sérstaklega í þessu illviðri sem nú geysar. Brjáluð rigning og rok = kúra undir sæng.
Ég var að skoða á netinu allskonar efni um sorg, sorgarferli, áföll og þannig og rakst á þennan vef Þetta er tenglasafn FVA (Fjölbr.skóla Vesturlands, Akranesi) og þarna má finna margt ansi fróðlegt og á breiðu sviði. Mæli með að þið kíkið á þetta.
Ef þú, lesandi kær, þekkir mig eitthvað þá langar mig að benda þér á þetta hérna. Gerði svona fyrir ári eða svo, fann það í kvöld og langaði til að athuga hvort vinir mínir sjái einhverja breytingu á mér :) Ótrúlegt hvað maður getur fundið sér til dundurs á veraldarvefnum!
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.8.2006 | 18:53
Kertafleyting - MÆTTU!
verður haldin
við Tjörnina í Reykjavík og
á Akureyri við tjörnina framan við Minjasafnið í Aðalstræti
miðvikudaginn 9. ágúst kl. 22:30
Kerti verða seld á staðnum og kosta 400 kr
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 18:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)