Geisp...

Núna eru aðeins 5 klukkustundir eftir af þessari fyrstu næturvakt minni þessa helgina. Tíminn hefur verið ansi fljótur að líða enda var ég agalega dugleg að lesa. Svo skellti ég í eina skúffuköku því hann Bjössi á afmæli í dag (9. sept) - til hamingju með afmælið kall! Þreytan er aðeins farin að gera vart við sig, sérstaklega í þessu illviðri sem nú geysar. Brjáluð rigning og rok = kúra undir sæng.

Ég var að skoða á netinu allskonar efni um sorg, sorgarferli, áföll og þannig og rakst á þennan vef Þetta er tenglasafn FVA (Fjölbr.skóla Vesturlands, Akranesi) og þarna má finna margt ansi fróðlegt og á breiðu sviði. Mæli með að þið kíkið á þetta. 

Ef þú, lesandi kær, þekkir mig eitthvað þá langar mig að benda þér á þetta hérna. Gerði svona fyrir ári eða svo, fann það í kvöld og langaði til að athuga hvort vinir mínir sjái einhverja breytingu á mér :) Ótrúlegt hvað maður getur fundið sér til dundurs á veraldarvefnum!  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá frábær vefur FVA!!! kominn í favorites....

harpa (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 20:26

2 identicon

TAKK FYRIR MIG :D

Kakan var himnesk ;) gæddum okkur á henni eftir að hafa farið á heilsusýninguna :D

Bjössi Ben (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 21:45

3 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Gleður mig að þú naust kökunnar Bjössi :) Er einmitt mætt í vinnuna og sá að það er afgangur inní ísskáp. Gæði mér á því þegar líða tekur á nóttina ;)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 9.9.2006 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband