Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Brandari standari

 

peeing

 

Meig nánast niðurúr þegar ég las þennan brandara á bloggsíður saumaklúbbsins míns. Ég sé þetta svo visualt fyrir mér... Adam í góðu glensi að spræna.. múhahahahaha

Þegar Guð hafði skapað Adam og Evu sagði hann: "Nú á ég tvær gjafir eftir handa ykkur, kúnstina að pissa standandi og..".."Hana vil ég fá!" hrópaði Adam. Eva kinkaði kolli játandi og Adam fékk gjöfina... Adam skríkti af kæti, hljóp um allan lystigarðinn, pissaði á trén upp og niður, þaut niður á strönd og pissaði allskyns munstur í sandinn... Guð og Eva fylgdust kímin með hamingju Adams og Eva spurði "hver er hin gjöfin?" Guð svaraði: "Heilinn, Eva... heilinn.."


Miss Piggy á leið til landsins!!!

W01PK1Jæja, þá er fallegi bleiki gítarinn minn (Miss Piggy) LOKSINS farinn frá Bandaríkjunum eftir að hafa stoppað í Kaliforníu. Það hlýtur að fara styttast í þessa elsku. Ég fékk þá hugdettu um daginn að sauma bara utan um hann gítartösku... ég veit nú ekki alveg hvernig það á eftir að takast, í þau fáu skipti sem ég hef reynt að sauma þá endar það ekki vel.

Annars er það að frétta að ég er á minni þriðju næturvakt í nótt og svo skóli í fyrramálið. Ætti að fara beint á starfsdag kl. 10 - 14:30 en efast um að ég meiki það, verð einhvern tímann að sofa. Fór í dag að fylgjast með lil sys keppa í blaki í Mosó. Fór í vor sem forráðamaður í blakferð norður til Akureyrar. Þegar ég kom inní salinn helltust yfir mig minningar frá þeim tíma, ó þessi hávaði! Stelpur á aldrinum 10-14 ára útum allt og strákar á sama aldri = öskur, pískur, hlátur og tilheyrandi hljóðmengun. Samt agalega fyndið, ég var eflaust ekkert skárri.. huhumm... :)

Nú fer alveg að koma að degi sem mér finnst fáránlega skemmtilegur - Þjóðarspegillinn er n.k. föstudag. Öll mín háskólaár hef ég sótt þessa ráðstefnu um nýjustu rannsóknirnar í íslenska félagsvísindageiranum. Það hefur líka alltaf verið jafn erfitt að velja hvaða fyrirlestra ég ætla að sækja því stundum eru nokkrir á sama tíma. Toppurinn er svo auðvitað að fjárfesta í doðrantinum með öllum rannsóknunum - namminamm! Sómar sér vel í hillu og endalaust hægt að fletta í þessu og nýta sem heimildir. Eftir að hafa skoðað smá dagskránna í ár stendur þetta hæst:

  • kl. 9:00 - 11:00: verð að öllum líkindum í skólanum eða í kynnisferð á BUGL
  • kl. 11:00 - 13:00: Jón Gunnar Bernburg - Spurningalistakannanir og smættun félagslegra fyrirbæra. Glætan að ég missi af honum, aldrei. Svo er það auðvitað félagsráðgjöfin, maður verður nú að láta sjá sig þar.. Freydís Freysteinsdóttir - Barnarverndartilkynningar er varða ofbeldi milli foreldra, Sigrún Júlíusdóttir - Fjölskyldubreytingar, lífsgildi og viðhorf ungs fólks,
    Steinunn Hrafnsdóttir - Af hverju vinnur fólk sjálfboðastörf?, Guðný Björk Eydal (annar BA-leiðbeinandinn minn og Dagnýjar) - Feður  og fjölskyldustefna og Sigurveig H. Sigurðardóttir - Viðhorf til aldraðra. Langar líka svakalega að sjá Stefán Ólafsson - Skattar og tekjuskipting á Íslandi og Harpa Njáls - Velferðarstefna - Markmið og leiðir til farsældar, en það er akkúrat á sama tíma.. :/
  • kl. 13:00 - 15:00: Fötlunarfræðin heillar hérna, Snæfríður Þóra Egilsson - Þátttaka í ljósi kennisetninga um heilbrigði og fötlun, Hanna Björg Sigurjónsdóttir - Valdaeflandi samskipti fagfólks og seinfærra foreldra: Hvað hjálpar og hvað hindrar?, Kristín Björnsdóttir - Öll í sama liði og Rannveig Traustadóttir - Fatlaðir háskólastúdentar. Reyndar er ein málstofa í sálfræðinni sem ég væri alveg til í, Elín Díanna Gunnarsdóttir - Sjálfsvirðing og líðan unglinga.
  • kl. 15:00 - 17:00: Stjórnmálafræðin er mér enn í fersku minni, þökk sé Meistara Gunnari Helga. Mig langar að sjá: Guðmundur Heiðar Frímannsson - Íbúalýðræði og Gunnar Helgi Kristinsson - Ráðherraáhætta. Einnig er hinn BA-leiðbeinandi minn og Dagnýjar með mjög svo áhugaverða málstofu: Helgi Gunnlaugsson - Afbrotafræði íslenskra glæpasagna.
Eins og sjá má verður stíf dagskrá og varla tími fyrir pissupásu... vonandi verður svo ekkert plan um helgina. Þá verður sko brunað heim í Ólafsvík, mig sárvantar að komast þangað og hlaða batteríin. Borgin er ekki minn tebolli, það verður bara ekki af því skafið.

Bónus-ruglumsull

Ég er komin með sambýlismann sem er feitari en ég og jafnvel bleikari. Sá er ekki samkynhneigður né Íri, heldur er folinn hingað nýkominn frá Danmörku og mun ganga undir nafninu Feiti Strákur. Hann unir sér vel í íbúðinni sinni, en einsamall kom hann eigi heldur fylgdi barnið hans með sem ég hef ákveðið að kalla því fagra nafni Pulla. Góðmennt í Kópavoginum get ég sagt ykkur.

 

bonus-bydur-betur

 

Ég, bláfátæki stúdentinn, ákvað í dag að nýta mér afsláttinn í Bónus Smáratorgi. 30% afsláttur af ÖLLUM vörum vegna breytinga. Var nú ansi hófsöm í þessum innkaupum og bara með litla handkörfu. Slatti epli, slatti lífræn AB-mjólk, kjúklingabaunir, bankabygg og bananar. Rúmlega helmingur vörunúmera var uppurinn í búðinni, fólkið með glampa í augum og munaðarlausar innkaupakörfur um alla verslun með miðum sem á stóð: ég var yfirgefin, vinsamlegast verslaðu úr mér! Kom mér vel fyrir í röð sem leit ágætlega út í fyrstu en svo sá ég heilu vagnana troðna fyrir framan mig. Eldri, mjög eldri kona fyrir framan mig vildi endilega að ég geymdi handkörfuna mína í stóru körfunni sinni, enda var hún með ca 15 hluti í henni. Eftir ca 10 mínútur í bið þar sem röðin haggaðist EKKERT fórum við að spjalla. Íslendingar spjalla ekki við náungann í búðinni, það er bara svoleiðis. En þetta voru náttúrulega spes aðstæður þar sem við vorum í rauninni föst í þessari röð í laaaaangan tíma í viðbót. Gerðum grín að þessu og höfðum gaman. Gamall maður var fyrir aftan okkur með 3 ljósaperur. Ég endaði á því, þegar konan með 4 vagnana hafði borgað 69.864 fyrir sitt dót (sem var m.a. 26 pakkar af kexi, heill kassi af tannkremi, kassi af kakómalti, 3 kippur Kók light....) fór ég fremst og spurði hvort ég mætti troða 3 ljósaperum fram fyrir. Konan sem ég spurði (sem by the way var með fuhuhuhuuullan vagn) var nú ekki á því en ég þrábað hana og hún féll fyrir mér, auðvitað. Maðurinn endaði á því að þakka mér fyrir samveruna, enda höfðum við deild um klukkustund saman í röðinni. Nú ég og ömmubarn konunnar fyrir framan mig sáum á tímabili um það að rétta fólki gosflöskur, enda komst það ekki að fyrir vögnunum. Við buðum líka ýmsan varning með gosinu, s.s. barnamat í dós, ABT-mjólk, svört dömubindi, kubbakerti, hamra og hvaðeina sem skilið var eftir í hillunum. Á meðan á biðinni stóð gengu slúðurblöð um röðina til þess að stytta okkur stundir og boðið var uppá vínber og piparkökur. Helvíti hressandi alveg. Nú eftir klukkutíma og fjörutíu mínútur var loks komið að mér. Ég hrósaði unga drengnum á kassanum svo hrikalega að hann varð eins og Feiti Strákur á litinn og sagðist eflaust dreyma pííp-hljóð og gula bónuspoka í alla nótt. Blessunin. En þetta var ferð til fjár, fullur poki af góðgæti á 1200 kjedl. Ekki neitt. 


Ég mæli með...

medmaeli2.0
Meðmælunum 12. október næstkomandi!
Þá munu stúdentar og aðrir flykkjast á Austurvöll til þess að mæla með aukinni háskólamenntun fyrir þjóðfélagið og þannig sýna fram á mikilvægi þess að reka öflugan þjóðarháskóla sem er opinn fyrir alla þá sem til hans sækja.
Mæting við Aðalbyggingu kl. 15:00 eða á Austurvelli hálftíma síðar.
Vei vei vei vei vei! :) 

Ammlismyndir

Hr. Magnús færði mér afrit af myndum kvöldsins. Hérna má sjá nokkrar hressar :)

Unnur, Sindri og mamma Hanna, Jón og Gísli

 Sigga Lára og Halldór Félagsráðgjafar

Anna Rún, FDS og mamma UJ-arar

FD og Ágúst Ammlisbörnin

Arna og Erna Familían

Höski og FD Don Torfi, MMG og Ásinn

Ammlisbörnin Ágúst, FD og Jón Skjöldura


Dagur heyrnarlausra er á morgun!

Á morgun, föstudaginn 22. september, er Dagur heyrnarlausra. Af þessu tilefni verður efnt til málþings í Salnum, Kópavogi frá kl. 13:00 til 17:00 og ég skora á ykkur að mæta. Þokkalega ætla ég að mæta!

Verð líka að benda ykkur á mjög svo áhugavert opið bréf til Jóns Ásgeirs, þó ekki frá Róbergi Marshall.  

Svo er ég komin með hugmyndir að afmælisgjöf: armband með áletruninni "Táknmál" á íslensku táknmáli. Mæli með því að þið fjárfestið í þessu - fyrir ykkur sjálf! Ótrúlega töff.is!  


Geisp...

Núna eru aðeins 5 klukkustundir eftir af þessari fyrstu næturvakt minni þessa helgina. Tíminn hefur verið ansi fljótur að líða enda var ég agalega dugleg að lesa. Svo skellti ég í eina skúffuköku því hann Bjössi á afmæli í dag (9. sept) - til hamingju með afmælið kall! Þreytan er aðeins farin að gera vart við sig, sérstaklega í þessu illviðri sem nú geysar. Brjáluð rigning og rok = kúra undir sæng.

Ég var að skoða á netinu allskonar efni um sorg, sorgarferli, áföll og þannig og rakst á þennan vef Þetta er tenglasafn FVA (Fjölbr.skóla Vesturlands, Akranesi) og þarna má finna margt ansi fróðlegt og á breiðu sviði. Mæli með að þið kíkið á þetta. 

Ef þú, lesandi kær, þekkir mig eitthvað þá langar mig að benda þér á þetta hérna. Gerði svona fyrir ári eða svo, fann það í kvöld og langaði til að athuga hvort vinir mínir sjái einhverja breytingu á mér :) Ótrúlegt hvað maður getur fundið sér til dundurs á veraldarvefnum!  


Að læra um dauðann í 3 vikur

Þá er ég byrjuð í skólanum aftur - loksins. Síðasta árið mitt sem félagsráðgjafarnemi. Ótrúlegt að þetta sé að hafast. Ég lagði tímanlega af stað í morgun svo ég hefði góðan tíma til að finna stofuna sem við áttum að vera í. Aldrei hef ég stigið inní Læknagarð svo það leit út fyrir að vera smá challenge. En húsvörðurinn hefur greinilega fundið "nýju-nema-lykt" af mér og benti mér á stofuna. Þar sem ég er svo góð stúlka fór ég út aftur og beindi samnemendum mínum rétta leið. 

Á þessum 20 mínútum sem ég sat fyrir utan og beið eftir samnemendum mínum, spjallaði og blés hita í hendurnar, gengu margir læknanemar inn í bygginguna. Allt gott og blessað með það. Við stóðum nokkrar þarna fyrir utan og einhvern veginn hljóðnuðu samtölin þegar hver folinn á fætur öðrum kom askvaðandi að okkur og inn í Læknagarð. Ekki var útsýnið verra þegar inn var komið - "Men in uniformes" útum allar trissur.

Fyrsta námskeiðið sem við tökum fjallar um kreppukenningar, áfallavinnu og sorgarviðbrögð. Ergo sum: við erum að fara tala um dauðann í 3 vikur. Konan sem kennir okkur er gúrú á þessu sviði og hefur kennt þetta í möööörg ár. Hún er einnig virk í rannsóknum á þessu sviði og hefur unnið við þetta í tugi ára. Frábært að hafa svoleiðis kennara, sem í þokkabót er félagsráðgjafi :) Fór með Guðnýju skutlu-gúllu í Bóksöluna í dag og eyddi (höhömm.. "varði") rúmum tíu þúsundköllum í bækur sem ég ætla byrja að lesa. En þær eru allar djúsí svo það verður (vonandi) ekkert mál. Fékk nett í magann þegar skorarformaðurinn sagði að ef hún gæti þá myndi hún banna 4. árs nemum að vinna með skólanum því það væri svo mikið vinnuálag í námskeiðunum, enda öll á Mastersstigi. Hmmm.. ætla að sjá hvernig þetta fer. Verð bara að vera dugleg að skipuleggja mig - og það er alltaf hressandi. Tæknilega séð er ég þannig komin í Mastersnám núna.. athyglisvert, ekki satt? :)

 


Myndir frá Osló..

Rakst á nokkrar myndir hjá HerraGarðari síðan í Osló... fallegt fólk, fallegt fólk!

 

HerraGarðar og Túttan fersk í stórborginni.
 
 
Christina frá LNU (Noregi), Martin frá DUF (Danmörku) og Túttan frá LÆF (Íslandi, www.youth.is)
 
 
Norsk frænka Geirs H. Haarde, gaurinn á næsta borði og Túttan.
 
 

 

 Svei mér þá ef ég virðist ekki edrú við hliðiná þessari...

  

Við tókum nokkur trúnó, mamma hennar er félagsráðgjafi.

 

Og finally, crew-ið á leið niðrí bæ eftir Tópas frænda.


Smá ferðasaga...

Jæja. Þá er túttan komin heim frá Osló. Stórskemmtileg og fræðandi ferð. Fundurinn tókst með eindæmum vel, við náðum að ræða allt það sem við ætluðum að ræða og allir mjög happí með það. Á fimmtudagskvöldið fórum við út á borða á stað sem heitir Mecca en ég mæli eindregið með honum. Sjúklega góður matur þarna og mjög kósý og krúttlegur staður. Eftir dinnerinn fórum við að pöbb og sötruðum bjór (í eintölu) þannig að Garðar kom og náði í kellinguna. Bjargvætturinn. Hann fór með mig til vinkonu sinnar þar sem var pínu partý. Ég var með 1 l flösku af Tópas sem kláraðist á mettíma - og sló í gegn. Nokkrum bjórum og trúnaðarskeiðum síðar fórum við út úr íbúðinni. Hittum fyrir Þjóðverja sem bauð hópnum í rauðvínsglas á næsta bar og tók hverja einustu okkar í einn dans. Kallinn var sirka 70 ára og heljarinnar dansari, glimrandi gaman alveg. Snilldarkvöld í það heila.

Helgin var mjög fín, aflsappandi og næs. Skemmtileg tilviljun átti sér stað þegar ég var á Oslo cetralstation að kaupa farmiða í almenningssamgöngurnar. Þá sá ég fyrir karlmann sem ég kannaðist ískyggilega mikið við. Var þar ekki hann Jakob Einar í öllu sínu veldi, en Jakob er kærastinn hennar Sollu Möggu - sem aftur er systir hennar Tinnu Mjallar - sem aftur er ein mín besta vinkona. Folinn var á leið til Lillehammer að heimsækja vin sinn og bauðst til að lána túttunni íbúðina sína! Algjör gimsteinn. Ég bjó því í Stundentby í Kringsjá alla helgina, algjörlega meiriháttar. Hef ekki labbað svona mikið síðan ég var í Barcelona hér um árið. Í gær fór ég m.a.s. uppí Holmenkollen turninn þar sem ég sá yfir alla Osló og firðina í kring. Stórkostlegt útsýni, en fæturnar á mér titruðu svo þegar ég kom niður - af þreytu og hræðslu enda voru stigarnir upp skuggalegir. Jæja, ef þið viljið meiri details þá er það bara face to face.. þetta er komið fínt.

Þarf að halda áfram í vinnu þar sem skólinn minn byrjar ekki strax. Það er svosem fínt. Í dag verð ég þó bara að vinna í rúma 2 tíma því ég fæ að vera kokkur í kvöld. Árdís frænka mín og Einar maðurinn hennar eru hérna á Íslandi í heimsókn, en þau búa í Svíþjóð. Þau eru auðvitað í golfi með Ellu frænku og Jóni og er ég svo heppin að fá budget og frjálst val hvað dinner í kvöld varðar. Unaður.is út í gegn. Hugsa að ég hafi eitthvað nett í forrétt, hafi svo beikonvafinn skötusel á grillpinna í aðalrétt, með hvítlaukssósu og djúsí kartöflusalati.. frönsk súttlaðikaka í eftirrétt með smá twist.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband