Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
20.2.2007 | 15:50
WTF???
Vitiði.. án djóks... það ótrúlegasta hefur gerst! Ég er orðlaus. Ég næ engan veginn að grípa þessa hugmynd, að maðurinn hafi virkilega sprengt sig Í LÍKFYLGD! Fyrir utan þann sem var verið að kveðja létust 7. Þar með missti þessi vina- og aðstandendahópur 8 manns og enn fleiri liggja slasaðir. Þetta er í Bagdad. Hvernig ætli áfallahjálp sé háttað þar? Ætli það sé mikill skilningur á svona áföllum í þessu landi?
Vitiði, ég fæ alveg í magann..
Sjálfsmorðsárás á líkfylgd í Bagdad | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.2.2007 | 03:02
RÖSKVA!!!!!!!!!!
JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!! LOKSINS LOKSINS LOKSINS!!!!!!!! JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ JÁ!!!!!!!!!!!
ÚRSLIT KOSNINGANNA Í HÍ LJÓS.... MÉR LÍÐUR EINS OG FEGURÐARDROTTNINGU, ÉG GRÆT AF GLEÐI.... RÖSKVAN MÍN VANN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
RÖSKVA 5 MENN - VAKA 4 MENN
H-LISTINN RIP
VIÐ UNNUM!!!!
22.11.2006 | 13:30
Nóvember gegn nauðgunum!
Vinsamlega áframsendu þessa beiðni til vina þinna, félaga og ættingja um að fjölmenna á kröfufund fyrir framan héraðsdómsstólana á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjavík og Selfossi laugardaginn 25.nóvember n.k. kl. 16.00.
Krafan er:
Þyngri dóma fyrir nauðganir. - Nýtið refsirammann!
Refsirammi laganna kveður á um að dómar fyrir nauðgun séu frá einu ári upp í 16 ára fangelsi. Flestir sakfellingardómar fyrir nauðgun eru við lægri mörk refsirammans. Við viljum sjá réttlátari og sanngjarnari dóma.
Áskorun um slíkt verður afhent allsherjarnefnd Alþingis á þriðjudag.
með kærri kveðju,
Kristín Ingvadóttir
Anna Kristine Magnúsdóttir
10.11.2006 | 10:10
Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík
Nú langar mig að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að fara niður í Þróttaraheimlið í Laugardalnum (fyrir neðan Laugardagshöllina) á morgun á tímabilinu 10:00 - 18:00. Þar fer fram prófkjör Samfylkingarinnar og því miður hef ég ekki kosningarétt þar. Utankjörfundur er til kl. 20 í kvöld í hýbýlum Samfó að Hallveigarstíg, fyrir aftan Grænan kost á Skólavörðustígnum. Auðvitað ætla ég ekkert að segja ykkur hvað þig eigið að kjósa, en mæli hinsvegar með að þið setjið Ágúst Ólaf í 4. sætið, enda fáránlega flottur kandídat þar á ferð. Meðal mála sem kappinn beitir sér fyrir er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotamálum, lögfesting Barnasáttmálans, löggjöf um heimilisofbeldi, sérdeild fyrir unga fanga og að rannsaka beri þunglyndi meðal eldri borgara.
Það er okkur nauðsynlegt, hvort sem við munum kjósa Samfylkinguna í vor eður ei, að fá svona mann aftur inná Alþingi. Ég get ekki ítrekað það nægilega mikið! En ég treysti ykkur til þess...
5.11.2006 | 16:27
Photoshop
Hugsiði ykkur tæknina.. Hérna má sjá sömu myndina, af mér og Döggu dúllu. Efri myndin er fyrir breytingar, neðri eftir breytingar í Photoshop. Jasko.. af þessu má dæma að hver sem er getur orðið fyrirsæta, gegn því skilyrði að Photoshop sé fyrir hendi.
3.11.2006 | 20:33
Að ganga gegn nauðgun
er prýðileg skemmtun - og eiginlega nauðsyn!
Jafningafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum og annað kvöld (laugardagskvöld) kl. 24:00 verður gengið gegn nauðgunum niður Laugarveginn. Farið verður frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þar sem hinn unaðslegi trúbador Toggi mun spila fyrir mannskapinn. Ef veðrið leikur ekki við okkur endar gangan inní Hinu húsi. Koma svo! Mætum öll!!! Og breiðið út boðskapinn :)
30.10.2006 | 10:20
Nóvember gegn nauðgunum
Vei vei vei!
Fíla svona í tætlur.. brjálæðislega sniðugt!
Vá hvað ég vildi að ég væri starfsmaður í Hinu húsinu, váts váts...
Jafningjafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.10.2006 | 10:49
Þjóðarmorð í Rúanda
Eftirlifandi útrýmingarherferðar Hútúa ræðir reynslu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.9.2006 | 20:05
9-11
Fékk þetta sent í pósti áðan... athyglisvert?
1. Í New York City eru 11 bókstafir
2. Í Afghanistan eru 11 bókstafir
3. Í nafni Ramsin Yuseb (Hryðjuverkamaðurinn sem hótaði að eyðileggja Twin Tower árið 1993) eru 11 bókstafir.
4. Nafnið George W Bush er 11 bókstafir
Þetta gæti allt verið hrein tilviljun, en nú verður þetta áhugavert:
1. New York er 11. fylkið
2. Í flugi 11 voru 92 farþegar (9 + 2 = 11)
3. Í flugi númer 77 sem einnig flaug á tvíburaturnana voru 65 farþegar (6 + 5 11)
4. Árasinn átti sér stað 11. september, sem er einnig þekkt sem 9/11 (9 + 1 + 1 =11)
5. Dagsetningin er eins og neyðarnúmerið í Bandaríkjunum 911 (9 + 1 + 1 = 11)
Ennþá hreinar tilviljanir?? Haltu lestrinum áfram.....
1. Heildarfjöldi fórnarlambanna sem voru í flugvélunum sem notaðar voru í árásunum var 254 (2 + 5 + 4 = 11)
2. 11. september er 254. dagurinn á árinu (2 + 5 + 4 = 11)
3. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 3.11.2004 (3 + 1 + 1 + 2 + 0 + 0 + 4 = 11)
4. Hryðjuverkaárásin í Madríd átti sér stað 911 dögum eftir árásina á Twin Towers.
... og nú kemur það sem er ennþá merkilegra:
Á eftir fána Bandaríkjanna (Stars and stripes) þá er Örninn þekktasta merki landsins
* Í eftirfarandi versi úr Kóraninum, hinni helgu ritningu Íslam, stendur:
"For it is written that a son of Arabia would awaken a fearsome Eagle.
The wrath of the Eagle would be felt throughout the lands of Allah and
while some of the people trembled in despair still more rejoiced:
For the wrath of the Eagle cleansed the lands of Allah and there was peace."
Þetta er vers númer 9.11 í Kóraninum.
Heldur þú ennþá að um hreinar tilviljanir sé að ræða? Prófaður þá eftirfarandi:
* Farðu í Microsoft Word og gerðu þetta:
1. Skrifaðu með hástöfum: Q33 NY. Flugnúmerið á fyrstu vélinni sem var flogið á tvíburaturnana.
2. Litaðu Q33 NY
3. Breyttu stafastærðinni í 48
4. Breyttu leturgerðinni í WINGDINGS (eða WINGDINGS 1)
22.8.2006 | 11:51