Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Hefur þú upplifað ást?

Allt í kringum mig er ástfangið fólk. Ekki bara fólk sem er ástfangið af hinu kyninu sko... Allstaðar er fólk sem er ástfangið af hinu eða þessu. Oft hef ég hitt fólk sem er ástfangið af Drottni. Allt í góðu með það, bara á meðan það er ekki að þröngva trúnni sinni inná mig. Ég hef ætíð gaman af því að hlusta á önnur sjónarmið, en ræður - nei takk. Stundum hitti ég fólk sem er ástfangið af gæludýrunum sínum. Það fólk get ég innilega ekki rætt við. Þolinmæði mín er ekki það þroskuð - ennþá. 

Ég er einstæð 6 barna dverghamstramamma í Kópavogi og þarf iðulega að hlusta á börnin mín stunda kynmök - stundum um miðjan dag þegar ég er að lesa Fréttablaðið! Ég hef nú haft það í mér að pikka aðeins í þau þegar þau stunda kynlífið sitt svona opinberlega því ójá, dverghamstrar gefa frá sér frygðarstunur í kynmökum. Þessar frygðarstunur trufla mig á daginn. Ójá.

En hefur þú upplifað ást? Hvað er ást? Stundum tel ég mig vera ástfangna. Oft er það ást á hlutum sem flestir telja frekar ómerkilega. Á vorin verð ég óttalega ástfangin af lyktinni í loftinu og er alveg með það á hreinu að í fyrra lífi var ég sko þokkalega hundur - fátt betra en að vera með andlitið útí bílglugga á ferð! Sumrin koma mér til þess að fá gæsahúð á ótrúlegustu stundum. Göngutúr getur gert ýmsilegt - þó enginn sé félagsskapurinn. Ég hef líka hitt fólk sem ég tel mig vera ástfangna af. Nokkrum sinnum síðustu ca 10 ár. Aldrei hefur neitt komið út úr því nema úrvals vinskapur - og er eitthvað betra en það? Ég á ennþá eftir að upplifa þann kærasta sem veitir mér meira en vinskap (plús aukahluti) sem vinir mínir (og fjölskylda) veita mér. Kannski kemur að því - einn daginn.

Þangað til - sniffa ég göð út í loftið og fæ gæsahúð af því að finna lyktina af blautu byrki og nýslegnu grasi. Þangað til - og aðeins þangað til - er ég bara ég og bara ég :) 

Í fréttum er það annars helst að Siggi vinur minn bauð mér út að borða á uppáhalds veitingastaðinn minn - Tapasbarinn. Nammi nammi... gæðastund með unaðslegum vini. Bara gaman og bara næs. 


Kertafleyting - MÆTTU!

verður haldin
við Tjörnina í Reykjavík og
á Akureyri við tjörnina framan við Minjasafnið í Aðalstræti
miðvikudaginn 9. ágúst kl. 22:30
Kerti verða seld á staðnum og kosta 400 kr


5 ára stúdent

Jæja, ég held að orkubyrgðir líkamans séu allar að koma til eftir helgina. Ég hélt ég væri of gömul í þetta en neinei... Það sem uppúr stendur er:

Láka-barmmerkin
  • 4ra daga djamm - úff
  • ógleymanlegar nostalgíu- sem og nýjar sögur
  • gisting á 5 stjörnu hóteli eina nótt (Takk Vallan mín! :-*)
  • gisting á heimavist hinar 3 næturnar
  • Alltof mörg Opal/Tópas/Gajol skot
  • Greifapizza mmm....
  • Karólína.. yeah!
  • Óvissuverðin á fimmtudaginn algjör snilld...
  • Flottasti búningurinn klárlega Lákamerkin og skeggin - 4. FG auðvitað
  • 16. júní = gæsahúð og gleðitár
  • Jónsi (fær þó mínusstig fyrir að kyssa konuna sína í miðju lagi!)
  • MacGretzky á Nætursölunni
  • Týndi veskinu mínu - fann það aftur
  • gekk um í hælaskóm í Kjarnaskógi og upp að Hömrum - maður er ekki á lausu fyrir ekki neitt!
  • Bíllinn með áfengiskerruna sem keyrði á eftir rútunum í óvissuferðinni, skníílld!
  • Allar heimsóknirnar sem ég ætlaði í, en fór ekki... ómögulegt að heimsækja aðra en MA-inga þessa helgi.. maður er ósamræðuhæfur um annað en MA-sögur
  • raddleysið eftir ballið á föstudeginum.. sem breyttist í hæsi en ég er öll að koma til
  • Kynnisferðin sem ég fékk frá 10. ára stúdent ... var sem sagt kynnt fyrir öllum 10. ára karlkyns stúdentum sem voru á lausu
  • Einar landó - jafnast ekkert á við hann
  • Allt þetta yndislega fólk sem ég þekki síðan úr Menntaskólanum á Akureyri! Takk fyrir frábæra skemmtun!
Fannsa að dimmitera

Stórkostleg bók!

Það er svo frábært þegar maður er að lesa bækur sem erfitt er að leggja frá sér. Ég er líka svo gráðug í bækur að ég á oftar en ekki í mestu erfiðleikum með að geyma þær eitthvað, les bara þar til það virkar ekki lengur að hrista höfuðið svo augun haldist opin. Ég var að klára stórkostlega bók sem ég hef ekki geta látið frá mér. Bókin er eftir Khaled Hosseini og heitir Flugdrekahlauparinn. Þessi bók hefur fengið frábæra dóma hvarvetna og er vel að þeim dómum komin, enda verið þýdd á yfir 30 tungumál.

Bókin fjallar um strák í Afganistan frá sjöunda áratugnum og fram til okkar dags. Það eru ótrúlegar lýsingarnar í bókinni og oft var ég ekki viss hvort ég væri að lesa ævisögu eða skáldsögu. Alltaf kom mér eitthvað á óvart í bókinni og sumar blaðsíðurnar las ég oftar en einu sinni. Ég get ekki mælt nógu mikið með þessari bók, þið verðið bara að uppgötva þetta sjálf.

Ég fann þetta viðtal við höfundinn og mæli með að þið kíkið á það. Þar segir m.a.:

  •  ,,Á undanförnum þrjátíu árum hefur saga Afganistans verið saga umbrota og átaka. Þessi saga er endurspegluð í bókinni Flugdrekahlauparinn eftir Khaled Hosseini í átakafrásögn af vináttu tveggja drengja þar sem aðgerðaleysi gagnvart yfirgangi hefur afdrifaríkar afleiðingar." 
  • ,,Vendipunktur í sögunni er þegar aðalpersónan Amir stendur hjá á meðan bullur ganga í skrokk á Hassan vini hans með svipuðum hætti og alþjóðasamfélagið hefur staðið hjá þegar mörg helstu grimmdarverk samtímans hafa verið framin."
  • ,, ...Í grein í dagblaðinu New York Times er því lýst hvernig þessi þáttur bókarinnar hafi minnt lesanda frá Suður-Afríku á það hvernig menn litu í hina áttina á meðan aðskilnaðarstefnan var þar við lýði og lesandi, sem upplifði ofsóknir nasista á hendur gyðingum, var minntur á það hvernig þær voru látnar viðgangast."

Núna er Hosseini að vinna að annarri sögu um Afganistan út frá sjónarhóli kvenna. Hrikalega hlakka ég mikið til að lesa hana. Í alvöru talað, lesiði þessa bók!

 


Gleðilega hátíð!

Þá er dagurinn runninn upp... Evróvisjón keppnin er í kvöld og eins og allir vita erum við ekki með - aftur. Kom mér engan veginn á óvart, en Silvía Nótt stóð sig bara vel miðað við öll púin sem hún fékk fyrir atriðið. Ekki besti flutningur ever, en hey, prik fyrir hana.

Annars er uppáhaldið mitt Grikkland... fjárfesti í disknum um daginn og hef verið að skoða þetta. Svíþjóð kemur líka sterkt inn hjá mér, þó svo að það sé eitthvað í fari Stormsins sem ég kann ekki við. Kannski voru það silfurlituðu buxurnar. En hún var amk í buxum, meira en 98% af kvenkynskeppendum voru með ber læri... ætli það fáist auka stig fyrir slíkt? Held samt ekki, þá hefðum við komist áfram.

Undankeppnin - hneyksli eins og vanalega. Spáði 10 löndum að komast áfram, hafði rétt fyrir mér varðandi 4. Segir voða lítið um spáhæfileika mína, þetta er alltof mikið Austantjaldspartý fyrir sum lönd. Mæli með að þið kíkið HINGAÐ og gleymið ykkur í skemmtuninni. Frábær spurningakeppni úr Evróvisjón efni... fékk 20 rétt af 20..  ;) En ekki hvað??

Svo er það bara Nasa í kvöld.. Páll Óskar býður til teitis og það klikkar aldrei. Ég á von á því að bestu lög keppninnar muni heyrast í alla nótt.. þar á meðal Sandra Kim og auðvitað folinn minn hann Sakis.. Shake it baby! Grrrrr.....

Sakis.. draumaprinsinn?
Sama hvernig fer, þá fæ ég að horfa á þennan mann í allt kvöld.. slefslef...
Góða skemmtun elskurnar!

Fegurðardramadrottningar

Skemmtileg frétt hérna á mbl.is um íranska konu, Tamar Goregian, sem neitar því að hafa verið kjörin Ungfrú Íran á dögunum. Konan, sem er verkfræðingur að mennt, er sögð hafa afsalað sér titlinum eftir hótanir frá írönskum öfgamönnum enda brjóta fegurðarsamkeppnir í bága við íslömsk gildi. Nú þarf aumingja konan að flytjast búferlum og halda heimilisfangi sínu leyndu svo hún verði barasta ekki drepin. Daman sem var í öðru sæti þarf einnig að gera slíkt hið sama. Skrýtið samt ef Tamar man ekki eftir því að hafa verið kosin Ungfrú Íran. Maður hefur nú alveg heyrt um allsvakalega "black-out" en þetta hlýtur að skora ansi hátt á skalanum.

 Og í annað þessu tengt, eða ekki. Fletti í gegnum Séð og heyrt í gær, enda átti ég að vera gera ritgerð. Stórskemmtilegar fréttir eru þar oft á boðstólum og þetta tölublað var engin undantekning. Þarna las ég um hin ótrúlegustu pör sem voru að finna ástina, nú eða pör þar sem "ástin hafði kulnað". Einnig las ég um dreng sem keypti skó í Kringlunni fyrir nýju kærustuna sína og er sagður hafa heillað hana alveg uppúr skónum. Þá var þarna klausa um Óla Geir, fyrrum Herra Ísland, en hann er víst í turtildúfuleik með 16 ára gellu - þau kynntust á Hverfisbarnum. Jæja, burtséð frá því þá er gaurinn kominn með lögfræðing og neitar að afhenda sprotann og titilinn! Já, þið lásuð rétt. Hann telur að brotið hafi verið á sér og að hann sé með réttu hinni eini sanni Herra Ísland. Góð fyrirmynd það, að halda klámkvöld, sjá um stórfurðulegan sjónvarpsþátt og ég veit ekki hvað og hvað. 

Annars er ég að hugsa um að setja inn (aftur) greinina mína sem birtist í Lesbók Moggans um daginn. Jamm, það er margt hægt að dunda sér við í próflestri Ullandi


mbl.is Harðneitar því að hafa verið kjörin Ungfrú Írak en afsalað sér titlinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband