Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
10.11.2006 | 10:10
Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík
Nú langar mig að hvetja alla sem vettlingi geta valdið að fara niður í Þróttaraheimlið í Laugardalnum (fyrir neðan Laugardagshöllina) á morgun á tímabilinu 10:00 - 18:00. Þar fer fram prófkjör Samfylkingarinnar og því miður hef ég ekki kosningarétt þar. Utankjörfundur er til kl. 20 í kvöld í hýbýlum Samfó að Hallveigarstíg, fyrir aftan Grænan kost á Skólavörðustígnum. Auðvitað ætla ég ekkert að segja ykkur hvað þig eigið að kjósa, en mæli hinsvegar með að þið setjið Ágúst Ólaf í 4. sætið, enda fáránlega flottur kandídat þar á ferð. Meðal mála sem kappinn beitir sér fyrir er afnám fyrningarfrests í kynferðisbrotamálum, lögfesting Barnasáttmálans, löggjöf um heimilisofbeldi, sérdeild fyrir unga fanga og að rannsaka beri þunglyndi meðal eldri borgara.
Það er okkur nauðsynlegt, hvort sem við munum kjósa Samfylkinguna í vor eður ei, að fá svona mann aftur inná Alþingi. Ég get ekki ítrekað það nægilega mikið! En ég treysti ykkur til þess...
8.11.2006 | 10:06
NÁKVÆMLEGA!
Hef alltaf verið skeptísk á þetta... af hverju er það hættulegra að tala í síma á meðan maður keyrir heldur en borða ís, drekka Kristal eða skipta um útvarpsstöð? Sumir eru svo mikið að hlusta á útvarpið, fréttir eða annað, að þeir eru engan veginn að hugsa um aksturinn. Og hvað, eigum við þá að banna útvarpstæki í bílum? Banna það að fólk drekki vatn í bílnum sínum?
Eigum við ekki líka bara að BANNA ungu fólki að keyra á ákveðnum tímum sólarhrings? Bara loka þau inni svo þau keyri ekki á ljósastaur eða næsta bíl? Hvað eigum við þá að gera við eldra fólk sem þrjóskast við að fá sér gleraugu? Eða eldra fólkið sem keyrir svo hægt, því það treystir sér ekki þess að fara hægar, eigum við að skylda þau að aka hraðar "for the sake of" umferðaröryggi?
Kveðja, Hlunkurinn sem svaf yfir sig
Segja hættuna af símtölum í akstri vera ofmetna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.11.2006 | 20:33
Að ganga gegn nauðgun
er prýðileg skemmtun - og eiginlega nauðsyn!
Jafningafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum og annað kvöld (laugardagskvöld) kl. 24:00 verður gengið gegn nauðgunum niður Laugarveginn. Farið verður frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þar sem hinn unaðslegi trúbador Toggi mun spila fyrir mannskapinn. Ef veðrið leikur ekki við okkur endar gangan inní Hinu húsi. Koma svo! Mætum öll!!! Og breiðið út boðskapinn :)
30.10.2006 | 10:20
Nóvember gegn nauðgunum
Vei vei vei!
Fíla svona í tætlur.. brjálæðislega sniðugt!
Vá hvað ég vildi að ég væri starfsmaður í Hinu húsinu, váts váts...
Jafningjafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.10.2006 | 09:16
Skrifaðu undir!
Í Færeyjum er löglegt að hóta, hæða og niðurlægja homma og lesbíur. Danskur háskólanemi hefur hafið alþjóðlega undirskriftasöfnun, til þess að fá þessu breytt.Í næsta mánuði mun lögþingið í Færeyjum greiða atkvæði um lög sem gera það ólöglegt og refsivert að níðast á samkynhneigðum þegnum eyríkisins. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta ári, og þá var það fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Margir hinna færeysku þingmanna þrumuðu þá, með Biblíuna í hendinni,
að karlmenn sem lægju með karlmönnum kæmust ekki í himnaríki. Fram að atkvæðagreiðslunni ætlar danski háskólaneminn Nynne Nörup að safna undirskriftum á netfanginu www.act-against-homophobia.underskrifter.dk. Undirskriftalistinn verður svo afhentur lögþinginu áður en atkvæðagreiðslan hefst.
Tekið af Vefritinu.
29.10.2006 | 12:46
Síðasti í sælu
Í dag er víst síðasti í sælu, ég þarf að bruna aftur til borgarinnar eftir kvöldmat í kvöld. Alveg væri ég til í að vera hérna lengur, bömmer að vera bara ekki í fjarnámi. En það er víst ekki möguleiki í mínu námi, 80% mætingarskylda var það heillin. Blahh..
Fékk gourmet lambalæri í gærkvöldi, með grænum baunum, rauðkáli og tilheyrandi. Klikkar aldrei, a.m.k. aldrei hjá mömmu. Við lilsys höfðum svo gert eftirrétt fyrr um daginn, lagskiptan, sem samanstóð af 3 gerðum af búðingi, ávöxtum, súkkulaði og jarðarberjamauki. Í kvöld er það svo kjötsúpa og pönnukökur hjá ömmu og afa í sveitinni. Ég er bara farin að kvíða því að fara á vigtina á þriðjudaginn
Í gærdag var hér múgur og margmenni, en við buðum til kaffiveislu þar sem frelsarinn var kominn (þ.e. ég). Systkini mömmu og pabba komu og ömmur mínar báðar. Mjög þægilegt að halda bara svona kaffiboð, í stað þess að vera á þeysingi alla helgina til að hitta sem flesta. Þarna sló ég margar margar flugur í einu höggi.
Veðrið er svo geggjað hérna, sól og alveg logn og mjög mjög ferskt loftið. Ætla að taka mér göngu á eftir og ná í Kermit, en hann er hjá Þórey því við vinkonurnar hittumst þar í gærkvöldi og gerðum okkur glatt kvöld :) Svo þarf ég líka að kjósa í prófkjöri Samfó hér á bæ og kannski ég smelli mér í búðina í leiðinni. Ég er pínu svekkt að geta ekki kosið í Kraganum. Svakalega myndi ég kjósa Jens í 4. sætið, snillingur þar á ferð, segi og skrifa það. Þá myndi ég líka kjósa Kötu Júl í 2. sætið, hiklaust, og Þórunni í 1. sætið. En hérna í NV-kjördæmi stend ég alveg á gati... svona nokkurn veginn.
24.10.2006 | 14:12
Bláu börnin í Chernobyl
Á síðustu vikum hef ég verið að uppgötva undur og stórmerki á Vísi.is - veftíví. Hef ég horft á allmarga Kompás-þætti, sem by the way eru tær snilld. Núna áðan fannst mér titill eins þáttar vera athyglisverður - Bláu börnin. Ég náði að horfa á allan þáttinn, ýmist með hroll upp allt bakið eða með tárin í augunum. Ég mæli svo eindregið með því að þið gefið ykkur tíma í að horfa á þetta, ef þið hafið ekki gert það núþegar. Þáttinn má finna HÉRNA.
Hugsiði ykkur. Chernobyl er rétt hjá Kiev, höfuðborg Úkraínu. Borgin var yfirgefin árið 1986, þegar slysið varð, en ennþá eru nokkrar sálir sem búa þarna. Enn þann dag í dag eru afleiðingar sprengingarinnar að koma í ljós og munu halda áfram að koma í ljós næstu áratugina. Börn sem fæðast á þessum svæðum eiga sér mörg hver enga framtíð sökum sjúkdóma og þroskahömlunar. Heil kynslóð nánast strokuð út. Hugsiði ykkur!
Annars má finna upplýsingar um slysið og áhrif geilsunarinnar á heimasíðu Geilsavarna ríkisins.
23.10.2006 | 01:48
Miss Piggy á leið til landsins!!!
Jæja, þá er fallegi bleiki gítarinn minn (Miss Piggy) LOKSINS farinn frá Bandaríkjunum eftir að hafa stoppað í Kaliforníu. Það hlýtur að fara styttast í þessa elsku. Ég fékk þá hugdettu um daginn að sauma bara utan um hann gítartösku... ég veit nú ekki alveg hvernig það á eftir að takast, í þau fáu skipti sem ég hef reynt að sauma þá endar það ekki vel.
Annars er það að frétta að ég er á minni þriðju næturvakt í nótt og svo skóli í fyrramálið. Ætti að fara beint á starfsdag kl. 10 - 14:30 en efast um að ég meiki það, verð einhvern tímann að sofa. Fór í dag að fylgjast með lil sys keppa í blaki í Mosó. Fór í vor sem forráðamaður í blakferð norður til Akureyrar. Þegar ég kom inní salinn helltust yfir mig minningar frá þeim tíma, ó þessi hávaði! Stelpur á aldrinum 10-14 ára útum allt og strákar á sama aldri = öskur, pískur, hlátur og tilheyrandi hljóðmengun. Samt agalega fyndið, ég var eflaust ekkert skárri.. huhumm... :)
Nú fer alveg að koma að degi sem mér finnst fáránlega skemmtilegur - Þjóðarspegillinn er n.k. föstudag. Öll mín háskólaár hef ég sótt þessa ráðstefnu um nýjustu rannsóknirnar í íslenska félagsvísindageiranum. Það hefur líka alltaf verið jafn erfitt að velja hvaða fyrirlestra ég ætla að sækja því stundum eru nokkrir á sama tíma. Toppurinn er svo auðvitað að fjárfesta í doðrantinum með öllum rannsóknunum - namminamm! Sómar sér vel í hillu og endalaust hægt að fletta í þessu og nýta sem heimildir. Eftir að hafa skoðað smá dagskránna í ár stendur þetta hæst:
- kl. 9:00 - 11:00: verð að öllum líkindum í skólanum eða í kynnisferð á BUGL
- kl. 11:00 - 13:00: Jón Gunnar Bernburg - Spurningalistakannanir og smættun félagslegra fyrirbæra. Glætan að ég missi af honum, aldrei. Svo er það auðvitað félagsráðgjöfin, maður verður nú að láta sjá sig þar.. Freydís Freysteinsdóttir - Barnarverndartilkynningar er varða ofbeldi milli foreldra, Sigrún Júlíusdóttir - Fjölskyldubreytingar, lífsgildi og viðhorf ungs fólks,
Steinunn Hrafnsdóttir - Af hverju vinnur fólk sjálfboðastörf?, Guðný Björk Eydal (annar BA-leiðbeinandinn minn og Dagnýjar) - Feður og fjölskyldustefna og Sigurveig H. Sigurðardóttir - Viðhorf til aldraðra. Langar líka svakalega að sjá Stefán Ólafsson - Skattar og tekjuskipting á Íslandi og Harpa Njáls - Velferðarstefna - Markmið og leiðir til farsældar, en það er akkúrat á sama tíma.. :/ - kl. 13:00 - 15:00: Fötlunarfræðin heillar hérna, Snæfríður Þóra Egilsson - Þátttaka í ljósi kennisetninga um heilbrigði og fötlun, Hanna Björg Sigurjónsdóttir - Valdaeflandi samskipti fagfólks og seinfærra foreldra: Hvað hjálpar og hvað hindrar?, Kristín Björnsdóttir - Öll í sama liði og Rannveig Traustadóttir - Fatlaðir háskólastúdentar. Reyndar er ein málstofa í sálfræðinni sem ég væri alveg til í, Elín Díanna Gunnarsdóttir - Sjálfsvirðing og líðan unglinga.
- kl. 15:00 - 17:00: Stjórnmálafræðin er mér enn í fersku minni, þökk sé Meistara Gunnari Helga. Mig langar að sjá: Guðmundur Heiðar Frímannsson - Íbúalýðræði og Gunnar Helgi Kristinsson - Ráðherraáhætta. Einnig er hinn BA-leiðbeinandi minn og Dagnýjar með mjög svo áhugaverða málstofu: Helgi Gunnlaugsson - Afbrotafræði íslenskra glæpasagna.
20.10.2006 | 10:49
Þjóðarmorð í Rúanda
Eftirlifandi útrýmingarherferðar Hútúa ræðir reynslu sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.10.2006 | 11:58
Mismæli í lögum
Ég er orðin það fullorðin að ég er farin að hlusta á Reykjavík síðdegis á leiðinni heim seinnipart dags og finnst einstaklega gaman að hlusta á fréttirnar á Rás 2. Á þessum stöðvum er mikið um íslensk lög í spilun og meðal annars nýtt lag frá tvífara mínum Elleni Kristjáns. Ég veit nú ekki hvað lagið heitir en ég syng hástöfum með og hef sungið, þar til í morgun: þú er mér opin bók að norðan. Í morgun heyrði ég rétta textann: þú er mér opin bók án orða. Meikar sens...
Rösquiz á Stúdentakjallaranum í kvöld kl. 20. Við Tinna sjáum um kvissið að þessu sinni og þemað er KYNTRÖLL. Mæli með að fólk mæti.