Færsluflokkur: Bloggar
12.4.2007 | 16:31
Hjúkket!
Fattaði það kl. 16:00 að ég átti nánast eftir að pakka öllu, nema skólabókum, niður í töskuna. Sambýlingur minn kvað mig þurfa vera á flugvellinum hálftíma fyrir brottför sem er kl. 16:40 svo ég hentist eins og vindurinn og skutlaði einhverju niður í tösku. Aðeins eitt par af skóm, nokkrar brækur, eitt pils og nokkrar peysur. Restin af plássinu fór í bækur. Kem hingað niður á flugvöll og flugið ekki fyrren 16:55. Hjúkket.
Annars horfi ég hérna út á brautina og þar blasir flugvélin við mér. Hún heldur varla jafnvægi í rokinu sem nú geysar hér. Ég er ansi hrædd um að það verði bömpí ræt hjá mér. Ó jibbý.
Vissuði að kíví og ananas hafa bæði eitthvað efni í sér sem veldur því að matarlím virkar ekki þegar það er sett saman við ávextina? Kannski hef ég eitthvert ofnæmi fyrir þessu efni í ávöxtunum því mig klæjar líka í rifbeinið þegar ég borða ananas. Já, ekki er öll vitleysa eins. Svakalega hlýt ég að vera sérstök. Einhver til í sérstaka leikinn núna? :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2007 | 14:38
Ályktun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 22:38
Ávaxtakláði
Þegar ég borða kiwi klæjar mig alltaf í rifbeinunun, hægra megin. Hvað þýðir það?
Í nótt dreymdi mig svo að ég væri með heví sítt hár og að það væri alltaf að festast í gangstéttinni þegar ég labbaði. Hvað þýðir það?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
11.4.2007 | 21:45
Að læra af reynslunni
Getur það talist innan eðlilegra marka að sofna með höfuðverk og vakna með höfuðverk á hverjum degi í rúma viku? En að hafa ekki lyst á súkkulaði?
Lærdómur í hámarki, ó vei. Þrif í lágmarki, ó nei.
Í göngunni í kvöld gekk ég ekki á kantstein enda engin norðurljós í kvöld (og vonandi hef ég lært af reynslunni). Ég komst þó að því að rúmlega helmingur Oddfellowfélaga leggur bílnum sínum öfugt í stæði, þ.e. bakkar í stæðið. Öfugt segi ég því í mínum raunveruleika er það öfugt og ég er jú höfundur þessa bloggs og þar með ritstjóri. Ég komst líka að því að miðvikudagskvöld eru afar vinsæl saumaklúbbskvöld hérna á Akureyri. Gekk framhjá allnokkrum húsum þar sem konur sátu saman við skraf. Kannski voru bara afmæli í gangi eða eitthvað allt annað. Eru ekki allir hættir að gefa sér tíma í að vera í saumaklúbb? Ég sá líka inní eina stofu þar sem var fólk að spila Trivial. Þurfti að beita öllum aganum mínum (heilum 5%) í að banka ekki uppá og bjóðast til að fórna mér í eitt liðið. Það er nefnilega ekki tekið út með sældinni að vera spilafíkill og ganga framhjá teboði þar sem verið er að spila. Látiði mig þekkja það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.4.2007 | 19:08
Svo bregðast krosstré...
Áðan gerðist nokkuð sem hefur ekki gerst lengi í mínu lífi. Þetta var algjört kódakmóment get ég sagt ykkur. Þök lyftust af húsum og strompar hættu að reykja í smá stund. Börnin í garðinum urðu hljóðlát og hættu að hlaupa fram og aftur fyrir framan gluggann. Allt varð stopp. Ég borðaði:
Já. Ég hef ekki gert pakkamat svo árum skiptir held ég. Þegar ég fór í Bónus áðan datt mér í hug, sökum tímaskorts og endalausra verkefna sem bíða þegar vinnudegi lýkur, að næla mér í einn pakka af þessu ,,lostæti" og prófa. Hann flaut ofan í körfuna til appelsínusafans, kantalúpunnar og calming te-pakkans. Fjölbreytt fæði á mér þessa dagana. Innihald pakkans var svosem ætilegt, en ég ætla ekki að kaupa þetta aftur. Þá sýð ég nú bara sjálf pasta og mixa eitthvað útí það. Vá hvað ég er mikið snobb.
Er einhver áhugasamur um að pikka mig upp á Reykjarvíkurflugvöll annað kvöld kl. 17:40? Plís kontakt mí, meibí þrú mæ sellfón, bitte sjön líblíng. Já svo er ég komin með Skype. Addaði mér eða ég prumpa í koddana ykkar. Aight.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 22:43
Kraftganga með krafti
Stökk út í snarpa kraftgöngu þegar ég uppgötvaði að það var búið að loka ræktinni. Slík var einbeitingin að klára að afrita viðtölin. Ég þarf víst ekki að tvínóna við það hversu fagurt það er að þeysast um bæinn. Hvað um það. Stjörnubjartur himinn og fegurð út í gegn. Ég veit, væmið. En mitt í hrifningu minni yfir fegurð himinsins og norðurljósanna gekk ég rösklega á kantstein hjá Oddfellow húsinu. Ég datt og hruflaði hnéð. Það er þó í lagi með buxurnar, enda eðalbuxur úr H&M. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja sýna samúð mega kommenta.
Ég mæti sko ekki á næsta bingó hjá Oddfellow fólki. Annars er ég alltaf til í spilamennsku, Valla?
Og talandi um Völlu. Ég óska Völlu og Adda innilega til hamingju með daginn í dag. Og auðvitað líka henni TóTu túttu.
Lofa að blogga ekki meira á þessum degi. Þetta er komið gott.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.4.2007 | 17:34
Nýstárleg stjörnuspá
ókei.. bara varð að taka pínuogguponsupásu til að deila með ykkur stjörnuspánni minni í dag á mbl.is:
Vog: Þú ættir kannski að segja frá því sem þú vilt helst halda fyrir sjálfan þig. Rannsakaðu sjálfan þig. Þú getur séð inn í huga þinn jafn skýrt og ef hann birtist þér á hágæðaflatskjá.
Mjög gaman hvað stjörnuspáin er orðin nútímavædd - hágæðaflatskjár kominn inní dæmið. Annars veit ég ekkert hvaða hlutir þetta eru sem ég ætti að segja frá og hef alls engan tíma til að rannsaka sjálfa mig. Ég er mjög upptekin kona í annarri rannsókn, rannsókn sem ég þarf að klára ASAP og kynna niðurstöðurnar á föstudaginn í Reykjavík. Æði.
Jæja, deiling búin. Destressing Yogi te-ið líka. Dorada out.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2007 | 16:21
Ys og þys í Ólátagarði
Ohhh það er svo ömurlegt að hanga inni og þurfa virkilega að læra, óska þess heitar en chili con carne að sólarhringurinn hefði að minnsta kosti 40 klukkustundir og að útskrift væri ekki í bráð. Á meðan á þessu hugarástandi stendur er ömurlegast í heimi að kíkja HINGAÐ, hrein kvöld og pína. Sól og snilld, stórefa að færið sé annað en fullkomið.
En eins og alltaf í svartnætti þá er ljós punktur. Ljósi punkturinn minn er hamborgarhryggssneiðarnar sem mamma sendi mig með norður og besta sósa í heimi. Verður þetta snætt í kvöld með grænum, gulum og rauðu við áhorf fréttanna.
Tók til í skápunum og ísskápnum mínum. Henti út heilum haldapoka af óhollustu og útrunnu, aðallega óhollustu því ég var nýbúin að henda útrunnu dóti. Þrátt fyrir allar þessar óléttur í kringum mig þá SKAL ég ekki vera meðvirk og ganga alla 9 mánuðina með þeim - í holdarfari. Ég ætla að lifa á Yogi te-i, grænum skyr.is drykk og kaffi. Eða svona næstum því.
Svei mér ef ég er ekki farin að hlakka til að skokka út á Bjarg í kvöld og taka á því. Tilhlökkunin eftir að þvottavélin hefur lokið sér af er einnig í hámarki. Gríðarlega hlýtur mér að finnast lærdómurinn gefandi.
Jámm... það er alltaf nóg að gera á Eyrinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2007 | 16:10
Í þá gömlu góðu daga...
Muniði eftir laginu sem hljómaði: Í þá gömlu góðu daga, er hann Ómar hafði hár..? Ekki ég. Rámaði bara í þessa setningu þegar ég sá myndina sem er við greinina mína á pólitík.is í dag. Í þá gömlu "góðu" daga þegar ég hafði ekkert hár, eða svona næstum því.
Gaman frá því að segja að í nótt dreymdi mig að ég væri nýkomin með hárlengingar. Já, ekki laust við að mig langi í svoleiðis.
Annars á ég heima í SPSS þessa dagana. Ótrúleg þessi smáatriði sem þarf að fiffa til við það eitt að gera súlurit. Almáttugur, verð orðin spinnegal eftir þessa törn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)