Kraftganga með krafti

Stökk út í snarpa kraftgöngu þegar ég uppgötvaði að það var búið að loka ræktinni. Slík var einbeitingin að klára að afrita viðtölin. Ég þarf víst ekki að tvínóna við það hversu fagurt það er að þeysast um bæinn. Hvað um það. Stjörnubjartur himinn og fegurð út í gegn. Ég veit, væmið. En mitt í hrifningu minni yfir fegurð himinsins og norðurljósanna gekk ég rösklega á kantstein hjá Oddfellow húsinu. Ég datt og hruflaði hnéð. Það er þó í lagi með buxurnar, enda eðalbuxur úr H&M. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeir sem vilja sýna samúð mega kommenta.

Ég mæti sko ekki á næsta bingó hjá Oddfellow fólki. Annars er ég alltaf til í spilamennsku, Valla?

Og talandi um Völlu. Ég óska Völlu og Adda innilega til hamingju með daginn í dag. Og auðvitað líka henni TóTu túttu.  

Lofa að blogga ekki meira á þessum degi. Þetta er komið gott. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff..... sendi samúðarknús í gegnum netið sæta mín :-*

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 10.4.2007 kl. 23:26

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Takk Þóran mín.. gott að vita af góðum vini hinum megin við flatskjáinn fagra

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 11.4.2007 kl. 00:04

3 identicon

æi ég hefði átt að koma með, til að forða þér frá þessum óskunda. En spil..já..hvað með að spila aðeins á helginni?

kv. Valla Ólafsfirðingur
ps. gáta, af hverju er ég ólafsfirðingur?

valla (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:00

4 identicon

Glæsilegt að vita að fjallið sé alltaf í vestur, nú kannski á maður auðveldara að átta sig á áttunum, hehe. Var einmitt nýbúin að blogga um þetta, var farin að kvíða svolíitið fyrir þessu....

Dagný frænka (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 14:23

5 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Valla, þú ert Ólafsfirðingur af því að ég er frá Ólafsvík og þú Skagafirði - Ólafs + fjörður = Ólafsfjörður - nú eða Skagavík. Em æ ræt?

Flænka, æ nó! Ótrúlega sniðugt! Þ.e.a.s. ef maður man að Fjallið er í vestur en ekki austur eins og ég hef haldið fram allnokkrum sinnum

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 11.4.2007 kl. 16:14

6 identicon

Snilld! hefði viljað vera fluga á oddfello! ;) hehehe..gott að vita að maður er ekki einn um að vera misheppnaður!  Velkomin í hópinn!

kv. Anna Rún

Anna Rún (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband