Færsluflokkur: Bloggar
24.9.2008 | 23:17
Frábært verk!!!
Ekkert er talað um verkið sem um ræðir en það heitir Viðtalið og er eftir Lailu Margréti Arnþórsdóttur og Margréti Pétursdóttur. Ég fór einmitt á þetta verk í Hafnarfjarðarleikhúsinu árið 2006 og á ekki til nægilega góð orð til að lofsama þessa sýningu. Frábært leikrit, frábærir leikarar og frábær boðskapur sem á vel við hæfi í dag. Sýningin hafði mjög mikil áhrif á mig, og alla sem ég þekki og fóru á verkið, og ég skora á þá sem kunna að ramba hingað inn að fara á þetta verk. Í alvöru, þið verðið ekki svikin!
Svo er nú ekki amalegt að Alþjóðadagur heyrnarlausra sé á afmælisdaginn minn
Döff-sýning í Þjóðleikhúsinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2008 | 18:13
Reykvísk börn?
Silfursjóður fyrir handboltann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.8.2007 | 14:03
goodbye, julie, goodbye...
Loksins komst ég hingað inn... stjórnborðið búið að vera að stríða mér í tvær vikur. Það finnst mér ekki gaman svo ég stofnaði nýtt blogg enda lengi hugsað um að skipta um vettvang. Þessir moggaröflarar eru ekki alveg nógu eggjandi hópur fyrir mig... Ef þú vilt lesa bloggið mitt geturðu sent mér meil (fanney@akureyri.is) eða talað við mig á msn...
Jasko.. þetta er fínt. Bless.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.7.2007 | 11:42
Að leggja land undir fót
Ég er mjög upptekin við að mála íbúðina mína. Á bara eftir umferð númer tvö á svefnherbergið mitt og mála ofninn í litla herberginu :) Allt að koma. Það verður þó að bíða fram í næstu viku þar sem við lilsys ætlum að leggja land undir fót eftir vinnu í dag. Stefnan er tekin á Snæfellsnesið með smá stoppi í Borgarfirði í eina nótt. Á góðri stundu í Grundarfirði er nú um helgina og hlakka ég mikið mikið mikið til!! Frábær helgi þar sem ég hitti marga marga ættingja og vini! Jei! Á mánudaginn er svo plönuð IKEA ferð með elsku Þóru minni og get ég varla beðið. Sem sagt... búið að vera frábært hjá mér hérna og næstu dagar framundan lofa afar góðu!
Góða helgi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.7.2007 | 18:02
Vörutorgið
Ég fór í ræktina í gær (sem er kannski ekki í frásögur færandi - og þó...) og byrjaði auðvitað á því að hita upp á hlaupabrettinu. Græjan atarna er með sjónvarpsskjá sem er vel, nema þegar maður fer í ræktina strax eftir vinnu er sjónvarpsdagskráin kannski ekki uppá marga fiska. Í gær var Vörutorgið á dagskrá. Ég ætla nú ekki að fara tjá mig um VT per se... heldur pottasett sem var verið að pranga inná fólk. Nú hef ég ekki hugmynd um hvernig þetta pottasett er eða hver þessi framleiðandi er en setningin sem stendur eftir eftir áhorfið er snilld. Þegar búið var að tyggja kosti pottasettsins ofan í mig kom afar fallegt skot af settinu með verðinu við hlið. Þar fyrir neðan stóð svo: Sniðugt í eldhúsið!
En ekki hvað? Tilvalið á salernið? Nei, ætli það sé ekki við hæfi að segja: Geymist best í geymslunni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.7.2007 | 10:30
Vilborgarammli!
What You Really Think Of Your Friends |
Mamma is your soulmate. You truly love Valdísin. You consider Vilborg your true friend. You know that Þóra is always thinking of you. You'll remember Þóra for the rest of your life. You secretly think MaggaStína is creative, charming, and a bit too dramatic at times. You secretly think that Lilsys is colorful, impulsive, and a total risk taker. You secretly think that Höski is loyal and trustworthy to you. And that Höski changes lovers faster than underwear. You secretly think Gísli is shy and nonconfrontational. And that Gísli has a hidden internet romance. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.7.2007 | 00:31
Góður dagur...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
13.7.2007 | 22:31
Pathetic?
Ohhh.. hérna sit ég ein, úti á svölunum MÍNUM að drekka bjór sem ég kældi í ísskápnum MÍNUM. Haffi litli kom til að hjálpa mér að græja veggina MÍNA svo ég gæti byrjað að sparsla í þá. Bjórinn úr ísskápnum MÍNUM er bara alltof góður á svölunum MÍNUM svo ég nenni varla að bruna í teiti til MagguZ Anux áður en ég held á Græna hattinn að hitta Svabbaling.
Ætlaði aldeilis að versla mér bleikan lit á einn vegginn í dag. Eftir að gaurinn í Húsasmiðjunni sagði 4 sinnum við mig: nei, við getum ekki blandað þenna lit því hann blandast í stofn sem ekki er til á landinu þá hélt ég heim með lakkpensil, málningarteip og fallegar hillur. Þarf að hugsa þetta með bleika litinn. Býst við að ég haldi bara í Litaland og versli málninguna á sama stað og veggfóðrið.
Íbúðin MÍN er unaðsleg. Ekkert inní henni nema bleiki gítarinn, rauðvínsbeljustandurinn minn, tveir bakpokar, bjór, rauðvín, spiladósin mín sem spilar Vísur Vatnsenda-Rósu, nýju hillurnar, hamar og verkfærataska sem ég fékk lánaða þar sem ég á ekkert. Ekki einu sinni ryksugu. Skál fyrir mér! Og skál fyrir nágranna mínum sem er með opið net! :)
Mikið hlýt ég að vera skemmtileg lesning þessa dagana... hmm...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.7.2007 | 19:58
Klukk!
Ég var víst klukkuð... ég elska leiki og spil svo ég beila ekki á þessu. Hérna koma 8 staðreyndir sem þið (flest) vissuð ekki um mig.
- Ég ætlaði að hætta í félagsráðgjafarnáminu eftir fyrsta árið og fara í kokkinn. Var búin að gera fullt af ráðstöfunum þegar ég ákvað að sleppa því. Af hverju? Jaaa... fékk útúr prófunum og ákvað að klára þetta bara :) Sé sko alls ekki eftir því!
- Ég á ísskáp sem er mun hærri en ég (180 cm) og það eina sem er inní honum núna eru 2 kassar af bjór. Ég á líka 250 lítra frystikistu og það eina sem er ofan í henni er eitt ísblóm.
- Ég átti einu sinni heima á Tenerife í 3 mánuði. Fór þangað og talaði ekki stakt orð í spænsku, kom heim altalandi. Bjórinn sem við drukkum heitir Dorada og er framleiddur á Kanaríeyjum. Þaðan kemur gælunafnið mitt Dorada sjáiði til ;) Þar kynntist ég líka vinkonu minni Gesche sem er þýsk og hatar Þjóðverja.
- Mér finnst Brad Pitt ekkert sætur eða eggjandi. Í alvörunni!
- Ég er aftur á móti algjör sökker fyrir Hugh Grant. Get horft endalaust oft á margar af myndunum sem hann hefur leikið í - sérstaklega Notting Hill. Mér er alveg sama þó svo að slúðurdálkar segja hann hafa sofið hjá vændiskonu. Hún er bara að græja pening útúr þessu, beyglan.
- Ég er algjör daðurdrottning. Ber þann titil vel - þangað til ég daðra við stráka sem ég er skotin í. Þá breytist ég í leiðinlega stelpu sem segir lítið annað en já og nei - eða svona næstum því. Allavegana er ég hrikalega léleg að nýta þessa tækni mér til framdráttar í þeim málum. Pent orðað.
- hmmm
- hmmm
Finn ekki tvö í viðbót... hugsa bara um hvað ég eigi eftir að hafa það náðugt í íbúðinni. Komin með lyklavöld - loksins! :) Fór í Húsasmiðjuna e. ræktina og ætlaði sko að versla mér bleika málningu. Allir 4 litirnir sem ég valdi voru ekki til. Eða réttara sagt, það er ekki hægt að blanda þá því það þarf einhvern sérstakan stofn sem ekki er til og verður ekki til og hefur ekki verið til. Arg. Ég er þó komin með sparsldúnk, spaða og sandpappír :) Mikið þarf lítið til að gleðja hjarta mitt þessa dagana...
Svabbi og félagar á norðurleið - spila á Græna hattinum í kvöld. Túttan hlakkar mikið til, enda langt síðan ég hef heyrt í þeim félögum "læf". Diskurinn þeirra hefur verið mér gott haldreipi síðustu vikur. Ekki er svo verra að fá að upplifa mínu fyrstu nótt í íbúðinni með eðalgrúppu eins og Hrauni!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.7.2007 | 01:12
Harry Potter
Í kvöld var Harry Potter og Fönixreglan frumsýnd í bíóhúsum. Jei! Algjört möstsí. Rakst á þetta líka sniðuga jútjúb myndband áðan og varð gjörsamlega ær af hlátri. Hljóðið verður klárlega að vera á þar sem þetta er söngur - keðjusöngur :) Enjoy, muggets!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)