Pathetic?

22575759Ohhh.. hérna sit ég ein, úti á svölunum MÍNUM að drekka bjór sem ég kældi í ísskápnum MÍNUM. Haffi litli kom til að hjálpa mér að græja veggina MÍNA svo ég gæti byrjað að sparsla í þá. Bjórinn úr ísskápnum MÍNUM er bara alltof góður á svölunum MÍNUM svo ég nenni varla að bruna í teiti til MagguZ Anux áður en ég held á Græna hattinn að hitta Svabbaling.

Ætlaði aldeilis að versla mér bleikan lit á einn vegginn í dag. Eftir að gaurinn í Húsasmiðjunni sagði 4 sinnum við mig: nei, við getum ekki blandað þenna lit því hann blandast í stofn sem ekki er til á landinu þá hélt ég heim með lakkpensil, málningarteip og fallegar hillur. Þarf að hugsa þetta með bleika litinn. Býst við að ég haldi bara í Litaland og versli málninguna á sama stað og veggfóðrið.

Íbúðin MÍN er unaðsleg. Ekkert inní henni nema bleiki gítarinn, rauðvínsbeljustandurinn minn, tveir bakpokar, bjór, rauðvín, spiladósin mín sem spilar Vísur Vatnsenda-Rósu, nýju hillurnar, hamar og verkfærataska sem ég fékk lánaða þar sem ég á ekkert. Ekki einu sinni ryksugu. Skál fyrir mér! Og skál fyrir nágranna mínum sem er með opið net! :)

Mikið hlýt ég að vera skemmtileg lesning þessa dagana... hmm...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Það vantar bara mig!

Til hamingju með höllina og daginn.

Sjáumst um næstu helgi. 

Magnús Már Guðmundsson, 13.7.2007 kl. 23:37

2 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Ljúft líf...kíktu á síðuna mína þá ertu komin með músik á svalirnar

Einar Bragi Bragason., 14.7.2007 kl. 04:20

3 Smámynd: Rebbý

fátt eins yndislegt og fyrstu stundirnar í eigin húsnæði .... ohhhh snilldin ein.

Rebbý, 14.7.2007 kl. 13:04

4 identicon

Er kribbið að gera góða hluti?

metta (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 10:30

5 identicon

Innilega til hamingju með íbúðina, get ekki beðið eftir að sjá slotið;)

kveðja Guðný 

Guðný Marta (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 13:27

6 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

MagguZ: klárlega vantar þig.. sjáum til með næstu helgi... er líkast til að beila

Einar: lovlí mússík.. Ernan er með svo unaðslega rödd!

Rebbý: váts þokkalega! Ekki slæmt að horfa af svölunum og uppí Hlíðarfjall! Get varla beðið e. að snjórinn komi svo ég geti dáðst að útsýninu enn frekar!

Mettus: Da Crib is da plaze.... vantar bara þig til að hjálpa til við málun ;-)

Guðný: váts hvað ég hlakka til að fá ykkur í heimsókn!!! Klárlega vætvæn í boði - og snittur!!!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 16.7.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband