Færsluflokkur: Bloggar
11.7.2007 | 22:33
The Inappropriate Yoga Guy
Ég, MaggaStína og Valdís erum saman í einkaþjálfun á Bjargi. Við stöllur áttum einn daginn að fara í jógatíma hjá jógafolanum. Málið var að þetta var eitthvað lokað námskeið og einn af lokatímunum svo við vorum enn meiri álfar útúr hól en ella. Eníhú... þessi gaur er ekki eins og jógakennarinn ,,okkar". En fyndinn er hann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.7.2007 | 10:11
Hrafnagilslaug
Við Signý skelltum okkur í tönun í Hrafnagilslaug í gærdag - eftir að ég fann sundbolinn minn. Þvílík snilld þessi laug. Hef farið nokkrum sinnum í hana í sumar og það er alltaf jafn indælt. Legupottar eru yfirleitt vinsælasti staðurinn í sundlaugum enda fátt betra í sundi en að svamla í vatni og sóla sig. Legupotturinn í Hrafnagilslaug er frábær! Hann er ekki svona grunnur eins og margir þessir ,,diskar" sem eru svo vinsælir í nýju laugunum heldur getur maður bæði setið án þess að drukkna og legið án þess að krókna :) Svo er líka rennibraut með mörgum hringjum - á ennþá eftir að prufukeyra hana. Útsýnið er held ég eitt það fallegasta sem ég hef séð í sundlaug. Þegar legið er í legupottinum horfir maður á fjallgarða Eyjafjarðar, bændur að heyja og ef það er gola má finna bæði lykt af nýslegnu grasi (sem ég elska) og súrheyi (sem ég elska ekki). Ég skora á lesendur mína (sem greinilega eru eins margbreytilegir og fiskarnir í sjónum) að skutlast í Hrafnagilslaug næst þegar leið liggur hingað norður í sæluna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.7.2007 | 10:04
Nágrannavarsla
Þetta er alveg til fyrirmyndar. Er þetta ekki nágrannavarsla í sinni pjúrustu mynd?
Núna ætla ég að senda bæjarstjórn Akureyrarbæjar fyrirspurn í 13 liðum um íbúa fjölbýlishússins sem ég flyt inní á föstudaginn - á grundvelli upplýsingalaga. Ef einhver er með kjaft, þá set ég Önnu Pálu í málið - hún er ,,lögfræðingur hjá Persónuvernd".
Af hverju hefur þetta ekki verið gert oftar? Þegar fólk ákveður að flytja í eitthvert húsnæði, ættu nágrannar, í ákveðnum radíus út frá húsnæðinu, ekki að fá helstu upplýsingar um fólkið? Stjórnmálaskoðanir, drykkjusiði, fíkniefnanotkun, börn, fyrirhugaðar þunganir, skuldastöðu í banka og/eða í ríkissjóði og þar fram eftir götunum.
Húrra fyrir Upplýsingalögum - en róleg á móðursýkinni. Ætlum við nú að krefjast þess að geta valið okkur nágranna? Ætlum við að gera ráð fyrir því að nágrannar okkar eigi að vera af ákveðinni stærð, gerð og stöðu innan hverfisins?
Who died and made you a king???
![]() |
Óska eftir upplýsingum um heimili fyrir heimilislausa karlmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 11.7.2007 kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
9.7.2007 | 01:42
Koddahhh kúrahhh!!!
Jaaaaaáááá! Einmitt.... riiiiiiight.... aha..... aaaaalveg málið!!!
Stórskemmtileg helgi að baki. Grillerí hjá MögguStínu á föstudaginn, agalega gaman. Engin kaffipokaleikur í þetta sinnið - en þó gleði og almennur hressleiki. Held ég hafi aldrei hlegið eins mikið og á föstudaginn... my oh my. Höski bojj kom aftur í menninguna, illa lyktandi og loðinn, og við skoðuðum líf bæjarins. Ég held að hann hafi einmitt séð það sama og Ólöf vinkona þegar hún kom til mín: franskar eru matur. Ójá. Svo eru heimar netsins svo skemmtilegir - hitti Tomma bloggvin og samflokksmann fyrir utan Amour. Fékk að vita að hringferðin hans góða sem ég hef ekkert lítið hlegið að var bara ímyndun hans. Fannst það svolítið gott múv
Svo eru það bara nokkrir dagar í höllina :) Get varla beðið eftir að sparsla og mála! Búin að vera svakalega dúleg að skoða veggfóður og málningu í verslunum bæjarins og spá mikið og spekúlera í þessu öllu saman. Núna er svo komin útsala í IKEA svo ég hef verið ansi iðin við að skoða síðuna þeirra í kvöld - svona rétt að kíkja hvað sé í boði ;) Hitti svo Raggaling í dag sem tjáði mér að eitt listaverk fengi ég frá honum í útskriftar-afmælisgjöf :) Vei vei vei! Ég á svo mikið af veggjum að ég á nóg af plássi fyrr fögur verk!
Hey - og við fáum svo bara að sjá tólin hans Barts á næstunni! Mikið er ég nú spennt
You Are a Friendly Flirt! |
![]() And you hardly ever get caught, because your flirting seems so friendly. You've got a good thing going. Tons of friends, both guys and girls. And if you do decide to flirt, hardly anyone's the wiser. Pretty trick! |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.7.2007 | 14:31
oooooooog stjörnuspáin
Vog: Maður getur víst aldrei verið of ríkur eða of mjór. Hins vegar er hægt að vera of góður. Leyfðu fólki að biðja um það sam það þarf, áður en þú réttir þeim það.
Ég væri svo í ruglinu ef ég hefði ekki stjörnuspánna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.7.2007 | 11:44
My bumper sticker
Þóran mín er alltaf svo dúleg að gera einhver ,,próf" á netinu... sum eru sniðug :)
Your Bumper Sticker Should Be |
![]() Jesus is coming - everybody look busy |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.7.2007 | 01:23
Punktanæturblogg
- Kíkti á kaffihús með nokkrum vel völdum konum. Við stofnuðum Samkvæmisklúbbinn Flóka (vinnuheiti). Mikið er nú gaman að hlægja hátt og mikið yfir ómerkilegum hlutum... Tístum alveg slatta yfir fótboltastrákum á næsta borði - eflaust þjálfarar einhverra liða sem eru að keppa á N1 mótinu sem er í gangi. Wave-message er líka að gera sig.
- Hvanndalsbræður með tónleika í kvöld (fimmtudag) kl. 21 á Græna hattinum. Jei!
- Mæli svo með því að þið kíkið á Eyjuna.. og þá sérstaklega mæli ég með blogginu hennar Obbu. Ótrúlega ótrúlega klár og frábær ofurkona. Þá finnst mér líka pistillinn hans Þóris á Vefritinu algjör snilld.
Einu sinni var ég ung, stutthærð, saklaus og Ungfrú Röskva:

Núna er ég orðin fullorðin, með sítt hár, ennþá saklaus og engin ungfrú:
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
4.7.2007 | 21:12
Autograph
Ég skrifaði nafnið mitt 24 sinnum í dag á rúmri klukkustund. Stuð. En fyrir það (og slatta meira í poka) fær maður íbúð. Höllina fæ ég svo afhenta föstudaginn þrettánda - jei! Bara rúm vika þangað til, vika sem verður pottþétt fljót að líða :)
Á morgun lýkur 3ja vikna tíma mínum sem húspassari. Það hefur verið magnað að þurfa ekki að hýrast í &$%# holunni í Útsteini. Þar þarf ég þó að potast í 8 1/2 dag í viðbót - jibbíkæjei. Eftir þennan tíma hef ég náð að drepa tvö sumarblóm, lífga þau aftur við (yes, I know!!!), haldið lífi í heillri kanínu og trassað það að slá garðinn. Impressive! Gleymum því ekki að ég lét líka skoða bílinn minn sem hlýtur að teljast afrek. Núna þarf ég bara að drusla mér á bílaþvottaplan og svo á smurstöð.
Annars er ég svoldið leiðinleg þessa dagana svo ég set púnktinn hér. Vil þó óska Valla til hamingju með afmælið!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.7.2007 | 01:19
Aston Kutcher módel
Smá breyting á einum manni.. Aston Kutcher fyrir frægð, örlítið breyttur í dag. Punk´d vs. modeling?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.7.2007 | 17:54
Allt að gerast..
Já.. skaust bara til Reykjavíkur seinnipartinn á laugardag. Afar skemmtilegt þegar ég tek svona skyndiákvarðanir. Fór í hreint unaðslegt þrítugsafmæli hjá Hr. Lárusi þar sem þemað var Hetjur hvíta tjaldsins. Því miður frétti ég það þegar ég lenti í Reykjavík og var því bara með eitt átfitt. Þetta leystist þó svakalega vel því Höski ákvað að vera Stifler og þá kom klárlega ekkert annað til greina en að ég yrði Stifler´s mom! Jasko, sniðug erum við. Eftir stórskemmtilegt afmælisteiti lá leiðin auðvitað á Ölstofuna og fljótlega heim.
Um leið og glyrnurnar opnuðust á sunnudeginum var hún elsku besta Þóran mín mætt til að viðra mig í IKEA. Same old, same old. Við fengum okkur snæðing og spáðum í höldur, gardínur, mottur og potta. Ég er alveg að elska þennan tíma okkar. Báðar afar æstar útaf íbúðastússi og nennum báðar að pæla í fáránlegustu hlutum. Eftir unaðslega IKEA ferð gerðumst við villtar og fórum í BYKO þar sem fullorðna vinkonan mín hún Þóra keypti sér parket. Og sko ekkert plastparket heldur bara eðalparket. Sei sei. Ferðin var frábær, þó vissulega hefði ég getað varið enn meiri tíma með unaðskoddanum. Ég þurfti þó að fara heim í Kópavoginn og pakka niður einhverju af öllu þessu dóti sem ég á.
Núna er ég svo komin heim aftur, sem er afar afar ljúft. Við Höski brunuðum í gær og kallinn ætlar að halda sig hérna í sælunni í nokkra daga. Svo eru amma og afi að koma í heimsókn á morgun svo ég verð umvafin yndislegu fólki að vanda. Annars styttist svakalega í að ég fái íbúðina mína afhenta, vonandi bara strax í næstu viku!!! Get varla beðið eftir að flytja, sparsla, pússa, mála og græja. Reyndar ætla ég að sanka að mér heilum her af góðu fólki svo ég stússist ekki í þessu ein. Það gæti nefnilega orðið ansi skrautlegt! ;-)
Heill sé þér nýfæddi gutti Sveinsson! Loksins kom þessi kútur! Innilega til hamingju með hvert annað kæra fjölskylda!
Svo mörg voru þau orð... sólin kallar: Fanney, komdu út að tana þig stelpuskjáta!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)