Fimbulfamb - ég er fambinn!

Ætli einhver hafi misst allt hárið við það að gera BA ritgerð? Amk erum við Dagný á góðri leið með það. Hún má nú kannski alveg við því, makkinn tararna, en ég er svoddan hæna... 

Fengum s.s. ritgerðina til baka í gær, gerðum ráð fyrir henni e. helgina, og þurfum að laga pínulítið og skila henni aftur inn áður en hún fer í prentun. Hún skal svo skilast inn næsta fimmtudag svo það þurfa að vera hraðar hendur. Dagný er flogin út í vindinn, eða meira svona í sólina, beyglan bara í Orlando. En ég svosem kvarta ekki, fæ glaðning þegar hún kemur aftur :) Sko fyrir utan það að hún sé komin aftur til að halda geðheilsunni minni gangandi. 

Spilafíkn minni verður svalað í kvöld (ekki það að ég hafi ekki verið að spila síðustu kvöld við Ellu fænku.. neeee) þegar ég rústa fólkinu í Fimbulfambi. Ég er ótrúlega góð í því, án djóks. Þetta spil er ein mesta snilld sem ég hef kynnst hin síðari ár. Hvað það er gaman að geta bullað og bullað - og fengið stig fyrir það. Ég er alveg viss um að bloggvinur minn hann Tommi rústi mér í þessu spili. Þvælan sem kemur uppúr manninum :)  Eiki telur að hann eigi eftir að vinna mig.. hohoho... bíðum nú bara. Þorir einhver að veðja?

Í fyrró ætla ég svo að fara ásamt Magga formanni og Kamillu hormanni á Samfórútunni norður á Akureyri. Þar verður margt um manninn og konuna og að sjálfsögðu þarf að sinna landsbyggðinni líka! Svo þarf ég að ræða við hana Kam um tuskur... annars er víst dýrið laust. Hnátan eitthvað hneyksluð á því að ég skuli vera að gefa snilldar húsráð í Fréttablaðinu í gær. Sussubía.

En.. ég legg gulrótarköku undir að ég rústi Fimbulfambinu í kvöld... any givers? 


Slowdance - ljóð

Var að fá sent í pósti ljóð eftir ungling sem er með krabbamein á háu stigi. Verð að deila því með ykkur, ansi góð áminning.

SLOW DANCE

Have you ever watched kids
On a merry-go-round?
Or listened to the rain
Slapping on the ground?
Ever followed a butterfly's erratic flight?
Or gazed at the sun into the fading night?
You better slow down.
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.

Do you run through each day
On the fly?
When you ask How are you?
Do you hear the reply?
When the day is done
Do you lie in your bed
With the next hundred chores
Running through your head?
You'd better slow down
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.


Ever told your child,
We'll do it tomorrow?
And in your haste,
Not see his sorrow?
Ever lost touch,
Let a good friendship die
Cause you never had time
To call and say,"Hi"
You'd better slow down.
Don't dance so fast.
Time is short.
The music won't last.
When you run so fast to get somewhere
You miss half the fun of getting there.
When you worry and hurry through your day,
It is like an unopened gift....

Thrown away.
Life is not a race.
Do take it slower
Hear the music
Before the song is over.
 


Píííííb.....

Sit á Hressó með Dagnýjunni minni... við erum óaðskiljanlegar eftir samvinnuna :) Við eigum að vera að semja ræðu sem skal flytjast á morgun - síðasta skóladag minn sem félagsráðgjafarnemi. Ræðan á að fjalla um stöðu félagsráðgjafar nú, hvernig við sjáum félagsráðgjöfina eftir 5 ár og n.k. SVÓT greining á stéttinni. Yfirleitt hefði ég rumpað þessu af, hrist þetta framúr vinstri erminni - en nú er ég blank. Eins og línurit sjúklings í Grey´s Anatomy... píííííb... 

Svo er bara ein lítil greinagerð um starfsnámið mitt eftir og þá er þetta búið. Þar sem það er svona ógurlega lítið eftir virðist öll orkan vera búin. Skóladagurinn virðist sem endalaus, ég geyspa eins og ég sé að láta lífið af næringarskorti, heilinn er í súrefnisdái og allt er einhvern veginn meira spennó en akkúrat allt sem tengist skólanum. Spés.

Svakalega var kjánalegt að horfa á Ástu Möller í fréttunum í gærkvöldi. Eymingja konan, þetta hefur verið skellur fyrir hana. Fólkið í Valhöll eflaust ekki ánægt með ummæli hennar. Sei sei.

Annars kíkti ég á fjölskylduhátíð Samfó á Selfossi í gær með henni Þóru minni, hátíðardaginn 1. maí. Múgur og margmenni, enda enginn annar en bloggvinur minn hann Tommi að útdeila pulsum með öllu nema rauðkáli. Við meikuðum þó ekki langa hríð í hríðinni... skunduðum á Sólheima, heilsuðum uppá vini okkar þar og drukkum lífrænt ræktað gos. Við Þóra kynntumst einmitt á Sólheimum þegar við vorum báðar að vinna þar. Staðurinn er yndislegur og mæli ég þokkalega með því að fólk skelli sér uppí sveit og skoði frábæra listsýningu hjá henni Jólu.

Sjettörinn... 10 dagar í kosningar og rúm vika í júró... titringur? Njaaa... ;) 


Svölustu gellurnar

Fáránlega heitar

Þokkalega eru þetta flottustu gellurnar sem mættu á hátíðarkvöldverðinn þegar Landsþing Samfylkingarinnar var haldið. Ótrúlega eggjandi og vel upplýstar ungar konur. Ætli þær séu á lausu? Ætli þær búi á Akureyri? Ætli þær... ætli þær... vá, það eru bara óteljandi spurningar sem mig langar að vita um þessar ungu og upprennandi konur. Veit einhver msn-ið hjá þeim? Bara spyr sko...  :)

 


To do list

Skrifa 96 bls BA ritgerð uppá 9,7 -- tékk

Fara rúnt á Selfoss með Þóru mína, hitta Samfó-fólk, borða kleinu, bruna á Sólheima, fá mér lífræna köku og lífrænt engifer-öl -- tékk

Skrifa eina greinagerð og eina ræðu svo ég klári skólann ekki á morgun heldur inn -- hálft tékk

Vera óendanlega blönk og hamingjusöm -- tékk

P.s. af hverju er alltaf rok í Reykjavík???


Tjékkinn

Verð bara að deila því með ykkur hvað okkur Dagnýju gengur vel með ritgerðina!!! Við erum svo svaðalegt team að það er ekki einu sinni skondið... strax eftir skóla komum við hingað á Amokka í Borgartúni. Þar höfuð við svo setið í marga klukkutíma (og fleiri klukkutímar eftir) við skrif, enda bætum við hvor aðra gríðarlega upp. Ji hvað ég er sátt. Það er svo pínku lítið eftir... 

Jæja.. á meðan ég er í ham - best að halda áfram.

P.s. búin að festa vinnuna á búsetudeild Akureyrarbæjar: verkefnisstjóri yfir heimaþjónustunni og heimsenda matnum :) JEIJ! 

P.s.s. Deili með ykkur líka tveimur afar snotrum myndum af okkur - við erum náttúrulega fallegar en við getum líka verið afar skondnar ;)

 

Fegurð á hæsta kaliberi
 
Yfir- og undirtútta

 


Örblogg - status quo

Er flúin hitabylgjuna í Sælunni og komin í rokið í henni Reykjavík. Ástæðan? Jú, skóli fram á fimmtudag og snurfusun á flottustu BA ritgerð sem um getur. Já, þetta er allt að koma. 

Núna eru 99% líkur á að ég sé búin að velja mér vinnustað. Það er bara svo tuddalega erfitt að velja á milli, en þetta er að hafast. Það eina sem ég vil gefa upp er að ég verð á Akureyri og mun að öllum líkindum reyna við að versla mér eins og eina íbúð næsta árið. Sjáum svo til hvort þetta endar eins og áramótaheitin - í ruglinu. Mig er farið að þyrsta í óstressað umhverfi þar sem ég þarf alls ekki að hugsa um eitt einasta verkefni. Hlakka mest til að geta farið að lesa allan bókabunkann sem bíður - eftir 4ra ára háskólanám. Fjúff....

Mig langar í hjól og línuskauta. Sumarið er held ég bara glatað án þess.

jæja... þriðji síðasti skóladagurinn minn á morgun :) Jeij! 


Maðurinn minn II

Af hverju er fólk að ráðast svona á krílið mitt? Ég bara næ þessu ekki... Woundering

Svo er það annað mál sem er slúður. Mér finnst nú afar gaman að skrafa um menn og málefni og fer jafnan mikinn við þá iðju. En hver er skilgreiningin á slúðri? Er maður að slúðra þegar maður segir að Gunna á neðri hæðinni sé ólétt eða að Benni á horninu hafi klest á antikbíl gamla mannsins sem er alltaf með brók á snúrunum? Eða er það þegar maður segir hluti sem maður er ekkert viss að séu endilega 100% sannir?

Mér finnst það að tala um náungann, eða fólk sem maður kannast við, ekki slúður - svo fremi sem maður veit um hvað maður er að tala. Þetta hljómar samt ekkert alltof vel... hmm... ég er frá litlum bæ. Þar er rabbað um náungann, enda þekkjast flestir í svona smáum bæ. Það er ekkert endilega af einskærri forvitni um hvort Gunna eigi þetta barn með þriðja manninum á jafnmörgum árum eða eitthvað slíkt. Frekar er þetta eitthvað sem bindur fólk böndum sem nauðsynleg eru í litlum samfélögum. Hvernig er þetta þá í stærri samfélögum? Æji vá... of miklar pælingar á föstudegi... 

Annars má fagna (nú eða ekki) því að í dag var ég að klára 4ra mánaða starfsþjálfun mína á FSA! Það þýðir að nú á ég bara 3 daga eftir í skólanum, pínupons í BA ritgerð og eina greinagerð um starfsþjálfunina og þá er ég... daddaradamm... Félagsráðgjafi. Þessi 4 ár hafa verið eins og vindurinn að líða. Eins starfsþjálfunin, mér fannst eiginlega bara súrt að vera kveðja staðinn og fólkið í dag. Hefði vel geta hugsað mér að vera lengur, enda meiriháttar vinnustaður.

Og talandi um vinnustaði. Það er allt að skýrast í mínum vinnumálum. Fékk svaka flott launatilboð sem ég hugsa að ég taki... þori varla að hringja á hinn staðinn og segjast ekki vilja starfið þar... eða ekki geta tekið því, kannski penna að orða það þannig. Frúin er svo á leið í umferðarógeðið á sunnudaginn þar sem ég verð fram yfir kosningar - svo fremi sem UJ ætli að hittast að kveldi 12. maí og fagna tímamótunum (Maggi, hvað segirðu við því?). Akureyrarferðir ykkar eru því ekki eins áhugaverðar á þessu tímabili þar sem aðaltúttan verður fjarri.

Ég legg svo til að fólk hætti að tala illa um Hugh Grant. Þetta er vænn maður og góður, þó hann hafi verið dálítill skíthæll í Bridget Jones... Whoppsa daisy! 


mbl.is Hugh Grant beðinn afsökunar á slúðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leynileg ást?

VogVog: Vinnufélagi þinn er leynilega skotinn í þér. Og það er ekki í fyrsta skipti sem þú átt aðdáenda. Farðu silkihönskum um þessa vitneskju, þroskuð ást er viðkvæm.

 

Úúúúú... spennó.... verst hvað sjúkrahúsið er roooosa stór vinnustaður! Fer í rannsóknarvinnu þessa tvo daga sem ég á eftir í vinnu þar :) 


Athyglisverð myndbönd

Afar áhugavert... tjétjétjékkit!

Hérna er eitt um tómat.     Hérna er bein útsending frá þroska cheddar osts. Ég veit, ógó spennó!

Hérna er eitt um jarðaber.   Þetta er svaka flott um epli.

Hérna eitt stutt um grasker.    Og um banana.

Og svo að lokum... tebolli.  


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband