17.5.2007 | 22:18
Hjálpum Tsjernobyl!
Fékk þetta fallega plagat sent í pósti áðan og varð bara að deila því með ykkur. Þeir sem standa að þessum tónleikum eru nemendur í 10. bekk í Langholtsskóla. Frábært framtak! Ef ég væri ekki nýkomin í sæluna hingað á Akureyri þá færi ég pottþétt.. viljið þið bitte schön fara fyrir mig!
Þetta er word skrá svo þið verðið að opna til að kíkja.. svona eins og á jólunum :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.5.2007 | 13:11
Akureyrin
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2007 | 02:59
Greys Anatomy
horfði svo á The Secret - ansi nett ræma sem ég hvet ykkur til að tékka á.
Annars hef ég ekkert thing fyrir læknum eins og svo margar stúlkukindur virðast hafa. En það er eitthvað við McDreamy... Eitthvað óútskýranlegt...
Frábært að heyra lag með Lay Low í Greys Anatomy... yndisleg tónlist í frábærum þætti! Go Lay Low!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 04:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 15:33
Reið
Búin að skrifa ógó langa færslu þar sem ég tjáði mig bæði um kosningar og júróvísjón með tilheyrandi hlekkjum og myndum. Ýtti svo óvart á vitlausan takka á músinni og allt hvarf. Það hefði kannski verið frekar fúlt jú og ég geta skrifað færsluna aftur - sem ég og gerði. Þá klikkaði ég aftur svo nú segi ég stopp.
Viðbrögð mín við bæði Alþingis- og júrókosningum eru fínt túlkuð í þessu myndabandi sem ég sá í færslu hjá Steingrími Sævar. Tjékkit. Meika ekki að skrifa ALLT aftur... hnuss...
Kveðjur kærar,
Fanney Dóra félagsráðgjafi sem bryjar að vinna á Akureyri á föstudaginn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.5.2007 | 17:12
X-S
Er að hnoða í svaka færslu... bara alltof mikið annað að gera.
Á meðan er málið að skoða www.kjósa.is og fara svo að kjósa.is enda fáránlega nauðsynlegt að kjósa breytingar!
,,Segðu mömmu þinni að kjósa ekki Samfylkinguna Jens"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 01:37
Styttist í júró...
Eftir að hafa lokið (já alveg lokið) við BA ritgerðina (og átt besta vin í heimi sem prentaði hana út í 4 eintökum fyrir mig, eða samtals 427 bls) er ég farin að finna fyrir gamalkunnum fiðringi. Það er greinilegt að júróvísjón er á næsta leyti. Ég hef ekkert horft á sjónvarp eða hlustað á útvarp síðustu daga og hef því verið í nokkurri fjarlægð við allar auglýsingarnar sem þar geysa um. Í dag hlustuðum við Dagný þó á slatta af gömlum júrólögum og vorum á blússandi siglingu í fíniseringu ritgerðar þegar allt í einu ég uppgötvaði að hann var kominn. Yndislega góði júrófiðringurinn. Ég fann ansi sniðugt vídjó á jútjúb áðan þar sem farið er yfir þau lög sem eru að fara keppa í undankeppninni í kvöld. Flott upprifjun á lögunum, alveg nokkur sem ég gæti hugsað mér að taka sporið við.
Annars talaði ég við finnska vinkonu mína í dag, en hún býr í Helsinki og fær því júrótruflunina beint í æð. Borgin er víst undirlögð af allskyns fígúrum, fígúrum já, og hún er hætt að kippa sér upp við það þegar hún rekst á dragdrottningar. Pjallan tararna kjaftaði sig inn á sjóvið í kvöld og ætlar að hringja í mig þegar "Eiki the red" tekur lagið. Vá hvað ég væri til í að vera þarna!
Annað spennó í gangi, en það eru komandi kosningar. Ég kaus fyrir nokkrum vikum og atkvæðið mitt er (vonandi) komið á réttan stað núna. Nýjasta skoðanakönnunin sýnir fall ríkisstjórnarinnar sem er vel, en vekur líka upp þá spurning: hverjir myndu mynda ríkisstjórn ef úrslitin væru svona? Sumar útfærslur finnst mér alls ekki fýsilegar. Eitt er víst, ég verð afar spennt á laugardagskvöldið!
Leyfi þessu frábæra myndbandi að fljóta með, ef einhverjir skyldu hafa áhuga á að tékka á því. Koma svo, það er bara júróvísjón einu sinni á ári! :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 00:43
Fréttir?
Ég beit það í mig að ætla ekki að taka þetta próf... en féll á bitinu og tók það áðan. Niðurstöðurnar koma ekkert á óvart... nema þessi 60% sem Íslandshreyfing fær frá mér... iss!
Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 37.5%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 40%
Stuðningur við Samfylkinguna: 75%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 37.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 47%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 60%
Skoðanir þínar eru í mestu samræmi við skoðanir Samfylkingarinnar!
Ohh.. verð svo bara að tjá mig um það hversu leiðinlegur mér finnst Björn Bjarna... það er eitthvað við hann. Eða kannski er það einmitt málið, það er einmitt EKKERT við hann!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
7.5.2007 | 21:00
La Vita e Bella!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)