25.4.2007 | 20:10
Ömurleg prestastefna
Ég verð að segja eins og er að, ótrúlegt en satt, þá var ég tiltölulega spennt fyrir þessari prestastefnu sem nú fer fram á Húsavík. Ég á ágætan vin sem er prestur og þykir mér afar gaman að ræða við hann um hin ýmsustu mál, m.a. trúmál. Um daginn ræddum við einmitt þessa prestastefnu og þá tillögu 41 prests um að mega gefa samkynhneigða í hjónaband. Ég óskaði þess heitt að prestar í landinu kæmu nú til nútímans og samþykktu þetta. En nei. Mér liggur við að kalla þennan hóp, mínus þessa 22 sem greiddu tillögunni atkvæði, íhaldssnobbmafíu. Spurning um að láta bara vaða núna, eftir nokkurra ára umhugsun, og segja sig úr Þjóðkirkjunni?
Ég er reið. Mér finnst líka afar ósmekklegt af guðfræðingnum Jóni Vali að segja húrra við þessu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.4.2007 | 16:21
Maðurinn minn?
Þetta er lygi! Ég trúi þessu ekki. Ég held að þetta sé bara athyglissjúkur Breti sem vill fá sínar 15 mínútur af frægð.
Og hvað... sagði hann Hugh mínum bara í óspurðum fréttum að hann ætti börn? ,,Hey, by the way, I have two children you know"... Hvað er þetta maður?
Og bakaðar baunir já... hmm, var hann með sönnunargögn? Eða át hann þær? Eða ætlar hann að bjóða þær á uppboði á eBay?
Kannski er ég bara hlutlæg í þessu máli, enda maðurinn minn sem um ræðir - eða einn af honum. Var að komast að því um daginn að ég og SteinaKleina erum kviðsystur. Hún og Josh Groban voru víst eitthvað að dilla saman áður en við byrjuðum saman.
![]() |
Hugh Grant óskaði börnum ljósmyndara dauða úr krabbameini |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.4.2007 | 00:11
HAHA
Sá þetta á Mæspeis og mér finnst þetta fyndið. Testið þetta kæra fólk og hlægið með mér.
--Go to Google.com
--Click on Maps.
--Click on get Directions.
--From New York, New York
--To Paris, France.
--Read line # 24.
--If you laugh, then re-post this.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
24.4.2007 | 16:51
Furðulegur boðskapur
Vog: Þú hefur alls enga ástæðu til að þiggja furðulegt boð, nema þá að það er furðulegt. Og það er nóg. Þú hreinlega verður að þiggja boðið!
WTF???
Annars er ég að beita sjálfa mig gríðarlegum sjálfsaga þessar klukkustundirnar. Sit inní herbergi með galopinn gluggann (æji þið vitið, hann opnast svona alveg alveg, svo mikið að ég get farið útum hann), fuglasöngur og fjallið UNAÐSLEGT! Ótrúlegt að ég sé að standast freistinguna. En ég veit ég verð...
Örfáir dagar eftir sem stúdína, örfáir dagar í útskrift, örfáir dagar sem ég þarf að vera í Reykjavík og svo tekur sæla og eintóm sæla við. Eða svona...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 14:46
LMA
Sem gömul innanbúðartútta í LMA verð ég bara að auglýsa þetta... ef þið eruð á Akureyri þessa daga þá er kjörið að kíkja í príma leikhús hjá LMA fyrir einungis þúsund kédl. Tekið héðan.
Draumur á Jónsmessunótt
![]() |
![]() |
Leikfélag MA frumsýnir nú á sunnudag leikritið Draumur á Jónsmessunótt eftir William Shakespeare. Draumur á Jónsmessunótt er dramatískur gamanleikur, saminn einhvern tímann rétt fyrir lok 16. aldar, en verkið þykir sígilt og alltaf eiga erindi. Leikhópurinn hefur unnið hörðum höndum að sýningunni frá því fyrir jól, en leikstjóri er Guðjón Davíð Karlsson. Tónlist í sýningunni er í umsjá Axels Inga Árnasonar.
Draumur á Jónsmessunótt er settur upp í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri og að henni vinna alls yfir 30 nemendur skólans. Mikið hefur verið lagt í sýninguna til að hún verði sem glæsilegust og vonandi að sem flestir nemendur sjái sér fært að mæta og aðrir gestir geri sér líka ferð í Kvosina til að njóta hennar.
Frumsýningin er sunnudaginn 22. apríl klukkan 20.00.
Aðrar sýningar verða sem hér segir:
miðvikudaginn 25. og fimmtudaginn 26. apríl klukkan 20.00
fimmtudaginn 3. maí klukkan 20.00
föstudaginn 4. maí klukkan 19.00 og 21.15
laugardaginn 5. maí klukkan 17.00 og 20.00
Miðar kosta 1000 krónur fyrir skólanema en 1500 krónur fyrir aðra. Miða er hægt að panta í síma 661 8912
P.s. er nýhætt í hláturskasti yfir því hvað orðið tengill er líkt mannsnafninu Þengill... sýra? Njaaa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2007 | 13:00
Að vega og meta
Ég er ekki alveg búin að týna geðheilsunni minni... hún faldi sig bara í smá stund. En felustaðurinn var ekki meiri og flóknari en svo að ein lærdómskvöldstund á kaffihúsi með henni Völlu minni reddaði þessu eins og skot. Og verkefnið gekk líka svona glimrandi, bara allt að gerast á Eyrinni.
Hugsiði ykkur, á föstudaginn klára ég 16 vikna starsfsnámið mitt hérna á FSA. Þessi tími hefur verið óendanlega fljótur að líða. Mig langar alveg til þess að vera lengur, eða kannski ekki svona launalaus eins og síðustu mánuði. Hvað sumar- og framtíðarvinnu varðar þá er allt opið í þeim efnum. Það er svo erfitt, fyrir vog eins og mig, að taka svona ákvarðanir! En sjáum til í næstu viku... þá verð ég vonandi komin með nánari svör hvort ég fari að vinna hjá Akureyrarbæ eða hjá einkafyrirtæki :) Það eitt er víst að ég verð á Akureyri í sumar og næsta vetur og örugglega bara eitthvað lengur líka... nema vindar beri mig annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2007 | 19:59
Sungið og trallað... eða amk sungið
Geðheilsa mín, hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glatað?
Hvar er lífið mitt? Hvar eru allar mínar vonir, ó ó, félagslíf, hvar eru gleði mín og kátína, hvar er lífið mitt? óóó!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2007 | 16:46
Rauðar kinnar
Heyrðu þetta gekk prýðisvel fannst mér. Í miðju atvinnuviðtali roðnaði ég þó þvílíkt, veit ekkert af hverju, ég var reyndar vel klædd en... nú er bara að bíða og vonast eftir JÁKVÆÐU svari í næstu viku! Það er samt alveg pínu erfitt að hafa kannski val um tvær vinnur... þarf að fara hugsa þetta alvarlega þar sem þetta er ekki bara eitthvað sumarstarf.. Hmmm...
En ekki strax.. hrúga af verkefnum sem bíða mín.. döhh
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.4.2007 | 13:27
Daginn í dag, daginn í gær..
Í gær skiluðum við Dagný inn BA ritgerðinni okkar og eigum bara pínulítið eftir... þetta er allt að koma.
Í gær fór ég í atvinnuviðtal og sagði já við afar spennandi vinnu, en ætla að skrifa undir eftir helgi.
Í gær var hringt í mig frá fyrirtæki sem ég hélt ég myndi ekki fá hringingu frá, og ég boðuð í atvinnuviðtal eftir helgina.
Í dag vaknaði ég í fyrsta skipti í laaaaangan tíma úthvíld og EKKI með höfuðverk.
Í dag verð ég að læra, surprise surprise, en kvöldið verður vonandi skemmtilegra.
Í dag á hún elsku elsku elsku yndið mitt hún Þórey stórafmæli! Hún ætlar að hafa teiti ársins og ég veit að hún er ekkert agalega sátt við það að ég kemst ekki. Ég lofa bara að taka heljarinnar skemmtun með henni einhvern annan dag, kannski bara á Akureyri?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)