Komin með íbúð!

Jámm.. kellan er að fara búa á Stúdentagörðunum á Akureyri.. allt í reynslubankann sjáiði til :)
Annars er góð helgi framundan... Brandur frændi að koma í heimsókn frá Svíþjóð með vini sína með sér, þeir sem til hans þekkja vita hvað helgin hefur í för með sér - eintóm skemmtun! :D

Bömmer vikunnar: verða bensínlaus á leiðinni í vinnunna á mánudegi, þora ekki að biðja um bensín í brúsa né setja bensínið á bílinn.
Leti vikunnar: nenna ekki að taka bensínbrúsann úr bílnum --> vond lykt. Nenna ekki að taka bensín.
Ofurbömmer vikunnar: verða bensínlaus á gatnamótunum Hringbraut-umferðarmiðstöðin, í hádeginu á föstudegi. Guð sé lof að ég var löt og nennti ekki með brúsann úr bílnum.
Hrós vikunnar: Höski, a) fyrir að vera ofurkall, b) fyrir að vera skemmtilegur, c) fyrir að hafa loksins komið útúr skápnum sem lesandi þessarar síðu og d) fyrir gjöfina sem hann ætlar að versla handa mér í Las Vegas.
Last vikunnar: Frjálslyndi flokkurinn, af því bara.
Afrek vikunnar: einkunnirnar mínar! :D
"hefði-átt-að-gera" vikunnar: taka til og þrífa, læra meira, taka bensín
Móment vikunnar: bíóferð á Saw III... búhúhúhúhú...
Fegurð vikunnar: Snæfríður Íslandssól, sú fagra fartölva
Ljótleiki vikunnar: götur borgarinnar, ógó drullugar og svartar... jakk
Lag vikunnar: Always look at the bright side of life...

Góða helgi! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Góða helgi sömuleiðis.

Hlakka til að kíkja til þín í höfuðstað Norðurlands. 

Magnús Már Guðmundsson, 8.12.2006 kl. 15:24

2 identicon


Eftir að hafa átt við annars ágætt samtal um kosti og galla íbúða/herbergja í höfuðstað norðurlands verð ég að taka fram yfirsjón vikunnar:  Það gleymdist hjá mér að spyrja mikilvægustu spurningarinnar varðandi íbúðina: ER pláss fyrir ferðalanga að gista? 

Ekki dugir annað en að bjóða upp á heimilislegar móttökur fyrst maður neyðist að berjast norður yfir heiði.

hoski (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 16:27

3 identicon


PéEss:  Gjöfin frá Vegas verður eitthvað í stíl El Túttó!

hoski (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 16:29

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ég myndi gista úti á svölum til þess eins að lána þér rúmið mitt norðan heiða, minn kæri framkvæmdarstjóri. Hvað gerir maður ekki fyrir undirmenn sína, ha? Ég skal meira að segja elda eitthvað sniðugt, ef sá gállinn verður á okkur!

Úúúúú... ég er bara farin að hlakka til að fá gjöfina - og þú ekki ennþá farinn út! Ekki gleyma veðmálinu góða, væni!

Maggi: klárlega kemurðu! UJ verða að taka aðra heimsókn til UJA, hrikalegt að hafa misst af þeirri fyrri. Kannski ég fái að smygla mér með - sem fyrrum stjórnarmeðlimur í UJ og (vonandi) virkur limur í UJA!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 8.12.2006 kl. 16:39

5 Smámynd: Eva Kamilla Einarsdóttir

Til hamingju með íbúðina Fanney, ég tak undir með Magga, það verður gaman að koma í heimsókn til þín Norður.

Höskuldur: síðasta línan í kommentinu þínu býður upp á endalausa brandara

Eva Kamilla Einarsdóttir, 8.12.2006 kl. 18:53

6 identicon


Ég staldraði lengi við og íhugaði hvort ég ætti að setja inn stórt H eður ei... Ég er ekki þekktur fyrir að fara yfir strikið, enda hóvær með eindæmum og ákvað því að láta það littla flakka með.  En jú, býður upp á margt skemmtilegt

hoski (IP-tala skráð) 8.12.2006 kl. 19:25

7 Smámynd: Agnar Freyr Helgason

Ertu að flytja til Akureyrar?!?!?!!?!?!?

Alveg er maður úti að aka stundum, veit ekkert hvað er að gerast!

Agnar Freyr Helgason, 9.12.2006 kl. 11:30

8 identicon

Mér finnst bensínlykt góð, sem og verkstæðalykt og sérstaklega lyktin á tréverkstæðum þar sem er verið að saga hrávið...,mmmmmm LOVE IT

Annars búa tengdó á Akureyri og amma á Húsavík svo við Tóti eigum alltaf fullt erindi norður, mér líst vel á að hafa þig þar til að gera eitthvað saman þegar við kíkjum norður (verður einmitt oftar vonandi eftir að hafa eignast stærri bíl nýverið).

Er t.d. alltaf á Akureyri yfir gamlárið...

Steina 

Steina (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 11:46

9 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hahahahaha... norður yfir heiði...

Steina, frábært að þú unir þér vel fyrir norðan - núna verður tíminn bara ENN betri!

Aggi, þú er svo 2005!

Kam: ég get varla beðið eftir slúðri kvöldsins í kvöld!!! :D

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 9.12.2006 kl. 15:00

10 Smámynd: Ólafur fannberg

til hamingju með íbúðina

Ólafur fannberg, 9.12.2006 kl. 18:32

11 identicon

Vó hvað er að gerast með nýja útlitið á blogginu!! hélt ég væri að villast allt grænt í þokkabót, hvað á það að þýða?

kv. Guðný 

Guðný (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 19:54

12 identicon

æðipæði, aftur til hamingju með íbúðina :) hlakka til að fá þig norður. Það verður matarklúbbur og bjórklúbbur og kraftgönguklúbbur og allt heila klabbið, ikke?

valla (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband