Mánudagur til mæðu?

56Þreyttur... ofurhelgi að baki með tilheyrandi vinnu (og pínu tjútti á lau). Bakaði jólakökuna ógurlegu í vinnunni um helgina (kryddskúffukaka), skreytti hátt og lágt og gleymdi mér í jólalögum. Ahhh... notó. Frábærir tónleikarnir sem ég fór á á laugardagskvöldið - John Lennon tónleikarnir. Maður kvöldsins er klárlega Bjössi Jör - kalt mat. Þegar hann tók síðasta lag tónleikanna, Strawberry fields, þá hélt ég að mér yrði allri lokið. Hakan hvíldi róleg í kjöltu minni, milli þess sem Ella frænka ýtti henni upp aftur og þurrkaði slefið. Kvenpeningur kvöldsins hefði nú alveg mátt missa sín (Eivör og Hildur Vala) en allir hinir voru unaðslegir. Nýja uppáhaldið mitt er Haukur, söngvari Dikta. Munúðarfull rödd sem maður getur gleymt sér í, og þessi augu! Jidúdda... hh

Skyndihugdettur eru æði. Var algjörlega ekki klædd til útiveru en fór samt sem áður í rauðvínsboð til Eika Keisara eftir tónleikana. Endaði sá hittingur á Café Cultura, sem er nýji uppáhaldsstaðurinn minn, þar sem við kjöftuðum og höfðum það næs. Hress mætti ég í vinnu daginn eftir, jólaþorpið í firðinum góða var skoðað og unaðslambalæri snætt á Strandveginum. Fór svo á næturvakt sem var svona líka hress. Það getur tekið á að koma öllum á lappir og út úr húsi á sama/svipuðum tíma.. fjúff... lak af mér á tímabili - en bara hressandi að byrja/enda daginn svona :)

Smá mánudagsmæða: ég skil ekki (amk) tvennt í fari flestra ökumanna.  Annað er stefnuljósanotkun, eða öllu heldur stefnuljósaleysi. Hvað er svona erfitt við það að gefa stefnuljós þegar þú ert að beygja? Passiði ykkur nú bara á því að sýna ekki tillitsemi í umferðinni. Það gæti eitthvað hrikalegt gerst. Hitt er sá (ó)siður að hleypa öðrum inní raðir. Umferðin á morgnanna er nú ekki sú hraðasta og það gæti tafið viðkomandi bíl um nokkrar sekúndur að hleypa öðrum framfyrir sig. Eða á Laugarveginum þegar fólk er ekki að hleypa bílum framfyrir sig eða að bakka úr stæða. Meina, fer maður einhvern tímann á Laugarveginn þegar maður er að flýta sér - svona yfir höfuð? Auðvitað veit ég að það eru til undantekningar og fólk misupplagt, en upp til hópa megum við skoða þetta í okkar fari. Sjálf hef ég gefið fólki misgóð augu og svipi, flautað og talað við sjálfa mig. En meirihluta tímans sem ég eyði í Kermit er ég fyrirmyndarökumaður - kalt mat!

Gleðilega vinnuviku! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

gleðilega vinnuviku

Ólafur fannberg, 4.12.2006 kl. 08:36

2 identicon

Ég fór líka á Lennon tónleikana á laugardaginn (kl. 4) og fyndið hvað ég er algjörlega ósammála þér! Mér fannst Björn Jörundur eyðileggja Imgine og ekki standa sig neitt sérstaklega vel. Mér fannst tónleikarnir frábærir í alla staði, fyrir utan hans innslag!! Hins vegar fannst mér Eivör frábær og finnst að hún hefði mátt syngja mun fleiri lög!! Ég er þó sammála þér um að Haukur var æðislegur og með yndislega rödd vá! En sinfó fær náttúrulega besta hrósið því hún var mögnuð!!

Mín skoðun, ekki skjóta mig

kv. Guðný 

Guðný (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 14:26

3 Smámynd: Bragi Einarsson

ég var á föstudag og þótto tónleikarnir æði, Sjonni Brink gjörsamlega saltaði hina og svo Brainpolis-gæinn

Varðandi ökumenn, þá hef ég þetta að segja:
Stefnulausir
= gefa ekki stefnuljós!
Miðjumenn = aka á miðjum vegi!
Fyrirrennarar = svína á mann á gatnamótum!

Hm, svolítil pólitík í þessu, er það ekki? 

Bragi Einarsson, 4.12.2006 kl. 17:07

4 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Guðný: heyrði líka það sama frá vini mínum sem fór á fyrri tónleikana á lau. Það er að sjálfsögðu mismunandi hvernig fólk fer með lög. Sjálf tek ég ekki mark á gagnrýni t.d. í blöðum, ég læt ekki segja mér hvað er skemmtilegt, flott eða ömurlegt. Svo verður líka að taka inní myndina hversu hár stallurinn er sem Bjössi er á hjá mér... hef ég einhvern tímann samþykkt að eitthvað sem Jamie eldar sé ekki kúl og girnó? ;)

Bragi: hahaha... snilld... pólitíkin er víða, sem og kleppur! :D Sjonni Brink var ekki á laugardagskvöldinu, Pétur Jesús tók lögin hans og fór hamförum...

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 4.12.2006 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband