Kvartaldarbarnið

Loksins kom að afmælisdeginum langþráða. Loksins er ég orðin 25 ára! Dagurinn var frábær í alla staði. Bekkurinn minn söng fyrir mig, mér var boðið í morgunkaffi, fékk nokkra tugi af sms-um með afmælisóskum og annað eins af símtölum, þrjú símtöl með afmælissöngnum og kossa og knús útum allan bæ. Hrikalega gaman. Mamma og lilsys komu í bæinn og færðu mér hrikalega töff bleikt blóm, gullfallegan hring frá Láru Gullsmiði á Skólavörðustígnum og bleiki Fat-boy stóllinn minn kemur í næstu viku!!! Eftir að hafa skoðað nokkrar dýrabúðir með lilsys á meðan mammslan var í skólanum fengum við okkur að borða á Shalimar í Austurstrætinu... jömmí. 

Þegar ég kom svo heim í gærkvöldi og ætlaði að fara að læra varð ég ekki svo kát. Tölvan mín er farin í verkfall og vill ekki kveikja á sér. Náði að ræsa hana smá upp en hún drap alltaf á sér aftur. Áðan náði ég svo að ræsa hana og brenna gögnin mín á geisladisk - in case! Elskulega yndislega tónskáldið mitt, hún Þóra vinkona mín, var (og er) svo hrikalega djúsílega falleg að lána mér fartölvuna sína þar til guðdómlega bróðir minn kemur með sína tölvu í borgina. Ég var farin að sjá fram á nokkra daga með handkrampa eftir að hafa glósað niður - fríhendis.

Ef ég er ekki búin að bjóða þér í afmælisveisluna okkar Magga næsta laugardag þá er ég ekki með gsm-númerið þitt síðan síminn minn drukknaði í bjór. Hafðu þá samband við mig í tölvupósti (fds@hi.is). 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn í gær

Kv Tommi

Tommi (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 11:54

2 identicon

innilega til hamingju með daginn rúsína:)

anna begga (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 20:52

3 identicon

Hvar og hvenær er mæting á laugardagskvöld?

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 14:31

4 identicon

hehehe bleikir sveppir :D !

Er akkúrat núna í bleikum kjól með hárskraut á leiðinni út til að fara í AFMÆLIÐ þitt!! Jeij!

Ingveldur (IP-tala skráð) 30.9.2006 kl. 21:52

5 identicon

Innilega til hamingju með daginn...fyrir nokkrum dögum. Komst því miður ekki í stórveisluna sjálfa en vona að mér verði boðið að ári liðnu...svona fyrst þetta verður jú árlegt! ;) Knús knús og hey! djös mega babe-a ljóskuskutla ertu eiginlega orðin....ógó mógó sæt!!!! Kv. Harpa

Harpa (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband