Mataræði

Ég hef nú bloggað um það áður að ég fæ æði fyrir ákveðnum tegundum af mat. T.d. var grænn hlunkur eitt það besta núna í vor, fyrst þegar ég byrjaði á næturvöktum varð ég að fá ristað brauð og kanínukakó, svo fór ég að fá löngun í AB-mjólk með banönum, svo samloku með kæfu en núna held ég að ég sé búin að ná toppnum. Var svo gríðarlega upptekin við að stússast í skóladóti og laga bloggsíðu okkar útskriftarnemana að ég gleymdi að borða. Hrökk svo upp við gríðarlegt garnagaul uppúr sex og það eina sem komst að hjá mér var að ég þurfti að búa mér til hafragraut. Nota bene: ég hef aldrei borðar hafragraut! Í sumar hef ég þó eldað hafragraut allnokkrum sinnum á næturvöktum svo ég kunni handbrögðin. 

Núna er ég svo að gæða mér á rjúkandi hafragraut með kanilsykri.. mmm... Held það sé líka voða gott að brytja epli ofan í hafragrautinn. Hafiði fleiri hugmyndir fyrir mig?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir hefðbundinn hafragrautur ekki góður svo ég hef verið að þróa þetta. Það er gott að nota múslí í stað haframjöls. Út á þykir mér gott að setja rúsínur og líka banana. Það er líka gott að setja fersk ber, kókosflögur og hnetur svo þykir mér betra að hafa hreinan kanil en sleppa sykrinum :)

Eva (IP-tala skráð) 9.9.2006 kl. 13:33

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Mmmm.. þetta býður uppá möguleikann að hafa hafragraut í allar máltíðir!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 9.9.2006 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband