Nágrannavarsla

Þetta er alveg til fyrirmyndar. Er þetta ekki nágrannavarsla í sinni pjúrustu mynd?

Núna ætla ég að senda bæjarstjórn Akureyrarbæjar fyrirspurn í 13 liðum um íbúa fjölbýlishússins sem ég flyt inní á föstudaginn - á grundvelli upplýsingalaga. Ef einhver er með kjaft, þá set ég Önnu Pálu í málið - hún er ,,lögfræðingur hjá Persónuvernd".

Af hverju hefur þetta ekki verið gert oftar? Þegar fólk ákveður að flytja í eitthvert húsnæði, ættu nágrannar, í ákveðnum radíus út frá húsnæðinu, ekki að fá helstu upplýsingar um fólkið? Stjórnmálaskoðanir, drykkjusiði, fíkniefnanotkun, börn, fyrirhugaðar þunganir, skuldastöðu í banka og/eða í ríkissjóði og þar fram eftir götunum.

Húrra fyrir Upplýsingalögum - en róleg á móðursýkinni. Ætlum við nú að krefjast þess að geta valið okkur nágranna? Ætlum við að gera ráð fyrir því að nágrannar okkar eigi að vera af ákveðinni stærð, gerð og stöðu innan hverfisins?

Who died and made you a king???


mbl.is Óska eftir upplýsingum um heimili fyrir heimilislausa karlmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara skiljanlegt að fólki sé hugsi við að fá 8 til 10 fíkniefnaneytendur í harðri neyslu  í húsið hjá sér án þess að við það sé rætt? Húsin eru jú öll sambyggð á þessu svæði og með sameiginlegan garð og því í raun um eitt hús að ræða.  Í mínum huga er lykilorðið hér að þessi menn fá að vera í neyslu og ég held að það sé það sem íbúar eru ósáttastir við enda fylgir fólki í neyslu mikið ónæði eins og allir þekkja.

Sjálfur bý ég ekki nálægt en að sjá hvernig borgaryfirvöld hafa valtað yfir íbúa í þessu máli hálf ömurlegt, ekkert samráð, hroki og valdníðsla er það sem einkennt hefur framkomu yfirvaldsins.

Ólafur (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 10:41

2 identicon

Það kemur hvergi fram í fréttinni að það sé verið að biðja um upplýsingar um einstaklingana sem verða í þessu heimili.  Ég vil því benda þér á að lesa fréttina aftur yfir.

Ég bý á Njálsgötu nokkrum húsum frá þar sem þetta heimili á að koma og ég er nú ekki á móti þessu heimili sem slíku en það sem svíður mest er framganga borgarinnar í þessu máli öllu saman.  Ég skil vel að fólk vilji fá frekari upplýsingar um reksturinn á þessu heimili því þarna munu menn búa sem eru í neyslu og það eru barnafjölskyldur sem búa þarna.  Ég bíst nú passlega við að þú myndir sjálf vilja vita meira um svona heimili ef það myndi rísa við hliðina á þér og þú ættir börn. 

Þórir (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 11:27

3 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

Nú hef ég alltaf skilið þetta þannig að þeir sem að þarna munu búa, eru einstaklingar sem eru að reyna að koma lag á líf sitt og byrja uppá nýtt. Séu tilbúnir að sinna öllum skyldum samfélagsins og þar fram eftir götunum.

 en kannski er ég bara eitthvað að misskilja...

Valdís Anna Jónsdóttir, 10.7.2007 kl. 11:49

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að þeir menn sem komi til með að búa þarna þurfi ekki að hætta í sinni neyslu og að engin krafa verði gerð um það að þeir séu edrú til að geta búið þarna. Þess vegna skil ég óánæhju íbúanna mjög vel. Ég veit að mér stæði ekki á sama ef í næsta húsi við mig yrði rekið sambærilegt heimili. 

Fjóla Æ., 10.7.2007 kl. 12:41

5 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Ég veit ekki hvernig Reykjavíkurborg hefur borið sig að í þessum málum. En ég hef að sjálfsögðu rétt á því að tjá mig um það sem mér sýnist, ekki satt? Ég sé ekki hvers vegna þetta heimili á ekki að geta verið þarna. Á kannski bara að byggja heimili fyrir utan borgarmörkin? Og praktíkin í því er...?

Mér finnst það notaleg tilhugsun að fólk sem gengur þessar götur í lífinu eigi samanstað í borginni þar sem það vill vera. Það á ekki að skylda það að fara í meðferð. Það sem við teljum að sé einstaklingnum fyrir bestu getur verið algjörlega á mis við það sem honum sjálfum finnst.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 10.7.2007 kl. 15:50

6 Smámynd: Vilborg Ólafsdóttir

Þú ert með stórt og gott hjarta Fanney mín. Ég myndi leyfa rónunum að gista hjá mér ef ég ætti hús einhversstaðar. Frieden.

Vilborg Ólafsdóttir, 10.7.2007 kl. 16:31

7 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Maður er náttla með aukaherbergi hér nyrðra ;) spurning um að nýta það í þetta VillZ mín! Eða ég gæti tekið þig að mér!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 10.7.2007 kl. 16:39

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Góður punktur hjá þér

Einar Bragi Bragason., 10.7.2007 kl. 17:16

9 identicon

Fanney, ég held að þú hafir rétt á að tjá þig en áður ber þér skylda til þess að kynna þér allar hliðar málsins amk að því marki sem mögulegt er.

"Ég veit ekki hvernig Reykjavíkurborg hefur borið sig að í þessum málum."

 Það er akkúrat framganga borgaryfirvalda sem íbúar í nágrenninu er ósáttir við.

Ólafur (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 09:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband