Lífið er æði!

Hrikalega er ég ánægð með mína konu í Rockstar, hún er ekkert smá flott. Mér fannst Magni líka mjög flottur sem og Dilana.. þau standa uppúr. Ég get ekki sagt það nógu oft, en ég skil bara engan veginn hvað Zayra er að gera þarna! Er ekki einhver idol-keppni þarna í Latin-America sem hún getur tekið þátt í? Jahér..

Mér finnst ótrúlega gaman að gefa gjafir.. stundum eru þær eitthvað sem ég finn í einhverri búð og hluturinn beinlínis öskrar á mig að ég verði að gefa þessum eða hinum hann. Stundum bý ég til eitthvað sniðugt og gef einhverjum. Að sama skapi finnst mér líka ótrúlega gaman að fá gjafir. Í gær var ég svo gríðarlega heppin að fá 2 gjafir! :D Tónskáldið gaf mér blómvönd sem hún hafði fengið kvöldinu áður þegar verk eftir hana var frumflutt. Þar sem henni finnst ekkert svaka gaman að hafa blóm, en ég dýrka þau, gaf hún mér vöndinn.. ótrúlega flott bleik blóm sem standa nú tignarleg í vasa rétt hjá hömstrunum - svo allir geti notið þeirra (blómanna sko). Svo fékk ég matargest í gærkvöldi og hann kom færandi hendi með besta geisladisk EVER! Hann hafði sett saman fullt af lögum úr ölllum áttum og diskurinn beinlínis verður að heita Fanney Dóra því hann á svo vel við mig. Ótrúlegt alveg hreint hvernig hann hitti á að velja þessi lög. Núna þegar ég fer út úr íbúðinni minni á daginn segi ég ekki líkt og vanalega: sími, veski, lyklar? heldur segi ég: sími, veski, lyklar, diskur? Því þessi diskur er spilaður í tölvunni minni hér heima sem og í bílnum.

Kokkarnir kalla... tek aukavaktir þar meðfram vinnunni í Hnotubergi. Það er frábært, ég er bara farin að sakna þess að vera ekki þarna :D Cheeses, here comes Fannsa!  Nú svo er stórhelgi framundan hjá mér. Á góðri stundu í Grundó er um helgina og ætla ég sko ekki að láta mig vanta. Fullt af fólki sem ég þekki ætlar að fara svo þetta verður skemmtilegt djamm, öðruvísi en vanalega. Er ekki ennþó búin að fullmóta græna búninginn minn (en ég er í græna hverfinu) sem ég ætla í í skrúðgönguna, en það kemur :D

Knúúúús... Lífið er æði, ekki satt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Já Storm var ekkert smá FLOTT!!!! Ég var líka alveg með það á tæru að hún fengi endurflutninginn. Góða sekmmtun Fanney ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 29.7.2006 kl. 21:01

2 identicon

Hahahah ég er að fíla Zairu ekkert smá vel. Bíð alltaf spennt eftir því hvað hún gerir næst... en hún á engan vegin heima í þessum þætti að því leitinu til er ég sammála. En hún kryddar þáttinn gjörsamlega....



Erla (IP-tala skráð) 29.7.2006 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband