Í heljargreipum bókarinnar

Það er orðið allsvakalegt ef maður les bók þegar maður kemur dauðþreyttur heim af næturvakt eða af djamminu. Ég hristi hausinn reglulega ef ég er orðin of þreytt til að lesa - það skilar sér í því að ég get lesið ca 2 bls í viðbót. Ég nýti hvert tækifæri til að lesa þessa geysispennó sögu sem ég er í núna. Bíð eftir því að komast heim úr vinnu til þess að lesa. Og bókin? Skuggi vindsins eftir Carlos Ruiz Zafón.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

Já... ég þarf að fara að lesa þessa, keypti hana í Bretlandi á dögunum og hef ekki ennþá byrjað.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 22.7.2006 kl. 12:57

2 Smámynd: Ester Júlía

Ég er byrjuð á þessari bók, var reyndar komin soldið langt í henni, þegar mér áskotnaðist önnur bók sem ég var svo spennt fyrir að lesa. Svo fékk ég sendingu úr bókaklúbb og sökkti mér ofan í þær bækur:) ..en Skuggi vindsins er góð, verð að halda áfram lestrinum, var eiginlega búin að gleyma því að ég væri að lesa hana :) kveðja Ester

Ester Júlía, 22.7.2006 kl. 20:20

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég keypti hana í vor en gleymdi henni svo. Hún virkaði ekkert svo spennandi. Kannski maður lesi hana bara samt.

Villi Asgeirsson, 24.7.2006 kl. 06:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband