Að kynnast fólki er góð skemmtun

Mér finnst ótrúlega gaman þegar ég hitti skemmtilegt fólk. Nánast allt fólk er skemmtilegt, á einhvern hátt amk. Maður er manns gaman, ekki satt? Svo er bara spurning hvað maður vill hafa mikið gaman. Ég er svakalega heppin því ég þekki hrikalega mikið af stórskemmtilegu fólki. Fjölskyldan mín og ættingjar eru skemmtilegt fólk, vinir mínir eru skemmtilegir, fólkið sem ég vinn með er skemmtilegt osfrv.

Þegar maður kynnist nýju fólki er maður yfirleitt ekki með persónuleikann sinn í botni, kannski bara svona 70%. Maður tékkar hvort húmorinn sé að skila sér og hvort það sé við hæfi að segja þetta og hitt. Öðru hvoru hittir maður þó fólk sem er þannig úr garði gert að persónuleiki manns fer ósjálfrátt í 100% upptjún og maður gleymir að vera aðeins til baka á meðan maður er að kynnast. Ég hef þó komist að því að þetta fólk, sem fær mann til að gleyma því að skrúfa fyrir smá af persónuleikanum, er iðulega skemmtilegasta fólkið - annars væri maður ekki svona "maður sjálfur" við fyrstu kynni.

Jæja nóg um það. Er svona að jafna mig eftir að hafa klúðrað súkkulaðikökunni í gær. Fáránlegt alveg. Lenti síðast í þessu þegar ég bjó með Jóni Eggerti og Svenna á Akureyrinni. Ætlaði svoleiðis að vera búin að gera skúffuköku aldarinnar þegar Svenni kæmi heim úr vinnunni. Svo ákvað Fannsa að fara í sturtu og gleymdi sér þar... rankaði við mér við reykskynjarann. Nota Bene: þetta er fyrir 6 árum gott fólk! En ljósi punkturinn er að það var vel hægt að borða kökuna sem ég gerði í gær, ekki kökuna fyrir 6 árum. Það tók mig marga daga að ná henni úr forminu...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara að láta vita að ég les bloggið þitt þó svo ég kommenti aldrei!!! Knús og saknaðarkveðja -stinnan

tinna (IP-tala skráð) 18.7.2006 kl. 16:13

2 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Þetta hefur verið þokkalega tímafrek kaka ;) (þessi fyrir 6 árum síðan)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 18.7.2006 kl. 17:40

3 identicon

hehehe.... þú ert alltaf jafn fyndin, og það er líka nauðsynlegt að kommenta..
gott hjá okkur að hafa Supernova partý
fíla það
og þig
og mig
og allt það..
en já.. góða nótt

dagga (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 03:37

4 identicon

hehe góð súkkulaðikökusaga :)

valla (IP-tala skráð) 19.7.2006 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband