Næturvaktir - so long!!

Jibbíkóla... 2 og hálfur tími eftir af þessari síðustu næturvakt minni í sumar. Það er ekki laust við að ég sé ofurkát með það, 17 næturvaktir á tæpum 2 mánuðum eru ekki minn tebolli, held ég hafi náð að koma því til skila í fyrri færslum. Ólíkt öðrum vöktum þá er ég ekki vitund þreytt, enda búin að vera á skrilljón í alla nótt. Búin að grunna og forvinna bæði málverkin, bæði litla hennar Hjördísar og stóra stóra hennar Þóreyjar. Þau urðu aðeins öðruvísi en ég hafði hugsað mér í upphafi, en ég held að þau muni koma bara ansi vel út. Sjáum til...

Rosalega væri ég til í að vakna alltaf kl. sex á morgnana og fara í sund. Það er ólýsanlegt hvernig veðrið er búið að vera í morgun, alveg frá því kl. fimm. Sólin að teygja sig í alla króka og kima, lognið algjört og hitinn að stíga. Ég er m.a.s. búin að hafa opið út á svalir í alla nótt! Mig langar mest til þess að sleppa því að sofa í dag og kíkja eitthvert út - í sund, göngutúr í sveitinni eða á línuskauta.

Dr. Mister og Mr. Handsome er nýja uppáhalds bandið mitt. Er algjörlega að fíla tónlistina þeirra og get vart beðið eftir plötunni þeirra sem kemur í búðir 20. júlí. Fann þá á MySpace og er búin að vera aaaaansi dúleg að hlusta í nótt...

Ég er búin að ákveða að kíkja út á fimmtudagskvöldið. Dagný flugfreyjutútta ætlar að koma með mér, enda tími til kominn. Aumingjans kellingin er grasekkja um þessar mundir og því tilvalið að nota tímann í vitleysu... :)

Jæja.. þarf ég ekki að fara vekja fólkið hérna og kveikja undir hafragrautnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Kíki oft hér inn hjá þér ;) Hressilegt blogg! Hef samkvalist með þér vegna næturvaktana og samgleðst nú þar sem þú ert að losna úr prísundinn.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.7.2006 kl. 10:14

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hey takk fyrir að koma út úr skápnum! Alltaf hressandi að fá að vita hver einn af þessum 1000 gestum sem koma vikulega er... :)

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 17.7.2006 kl. 13:21

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Gott að vera komin út úr skápnum hahahaha eða þannig ;) og takk fyrir að kíkja í heimsókn til mín.

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 17.7.2006 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband