Fullorðin? Ég?

Í fyrsta skipti á ævinni á ég plöntuáburð. Mér finnst það alveg heilt stórt fullorðinsskref. Það er ekki íbúð, hjólhýsi, hundur eða nýtt parket. Það er plöntuáburðurinn minn. Hann þarf ég að blanda skv. kúnstarinnar reglum og muna að vökva blómin mín á nánast hverjum degi. Mér finnst það nú bara ansi mikil skuldbinding get ég sagt ykkur. Bara næstum því eins og vera með barn, eitthvað sem maður þarf að muna eftir á HVERJUM degi! Sjáum til hvernig það gengur. Hingað til hefur það ekki gengið vel, enda finn ég ekki bleiku vökvunarkönnuna mína... maður týnir ekki skærbleikri vökvunarkönnu, það bara gerist ekki... hmm....

Út að borða annað kvöld (þriðjudag) á Vegamótum með vinnunni.. Hlakka þvílíkt til, enda er alveg pínu tjútt hjá okkur líka :) og þar sem ég var að vinna ALLA helgina á ég það sko skilið að fá mér amk einn Gin og tónik!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það á SKO eftir að vera gaman hjá okkur á morgun... ég mana í staup keppni... bara svona til að hafa þetta spennó :p
kv. Dagga hnotubergsgella

Dagga (IP-tala skráð) 27.6.2006 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband