Á leiðinni á næturvakt

Var að skoða sjónvarpsdagskrána fyrir nóttina, mjög þunn og ömurleg. Reyndar var þar ein mynd sem gæti verið ágæt, FeardotCom sem byrjar á Stöð 2 kl. 2:35. Þangað til vona ég að fólk verði almennt hresst á MSN eða að ég finni mér eitthvað annað til dundurs... hömm...

Það er partý í íbúðinni við hliðiná mér. Húsráðandi í kvöld er 16 ára stúlka (reyndar er 20-25 ára bróðir hennar einnig heima). Núna er Bubbi dúndrandi á veggina hjá mér, sem er svosem ekkert slæmt sko. Betra en amerísku vælupjöllurnar, hvað þær heita nú allar. En ég fór að pæla. Nú var Villi Vill voða hitt hér á árum áður. Allir kunnu lögin hans og hann var að meika það. Í dag er aðallega eldra fólk sem hlustar á hann (og furðufuglar eins og ég) og einstaka sinnum heyrir maður lag með honum í útvarpinu. Ég fór að spá, ætli Bubbi verði þannig? Eða verður Bubbi meira svona eins og Öxar við ána, eitthvað sem allir kunna á hverjum tímapunkti.... Hugsum okkur að við séum stödd 30 ár fram í tímann. Hvaða hljómsveitir sem eru nú spilandi verða ennþá í spilun þá?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband