Maðurinn minn II

Af hverju er fólk að ráðast svona á krílið mitt? Ég bara næ þessu ekki... Woundering

Svo er það annað mál sem er slúður. Mér finnst nú afar gaman að skrafa um menn og málefni og fer jafnan mikinn við þá iðju. En hver er skilgreiningin á slúðri? Er maður að slúðra þegar maður segir að Gunna á neðri hæðinni sé ólétt eða að Benni á horninu hafi klest á antikbíl gamla mannsins sem er alltaf með brók á snúrunum? Eða er það þegar maður segir hluti sem maður er ekkert viss að séu endilega 100% sannir?

Mér finnst það að tala um náungann, eða fólk sem maður kannast við, ekki slúður - svo fremi sem maður veit um hvað maður er að tala. Þetta hljómar samt ekkert alltof vel... hmm... ég er frá litlum bæ. Þar er rabbað um náungann, enda þekkjast flestir í svona smáum bæ. Það er ekkert endilega af einskærri forvitni um hvort Gunna eigi þetta barn með þriðja manninum á jafnmörgum árum eða eitthvað slíkt. Frekar er þetta eitthvað sem bindur fólk böndum sem nauðsynleg eru í litlum samfélögum. Hvernig er þetta þá í stærri samfélögum? Æji vá... of miklar pælingar á föstudegi... 

Annars má fagna (nú eða ekki) því að í dag var ég að klára 4ra mánaða starfsþjálfun mína á FSA! Það þýðir að nú á ég bara 3 daga eftir í skólanum, pínupons í BA ritgerð og eina greinagerð um starfsþjálfunina og þá er ég... daddaradamm... Félagsráðgjafi. Þessi 4 ár hafa verið eins og vindurinn að líða. Eins starfsþjálfunin, mér fannst eiginlega bara súrt að vera kveðja staðinn og fólkið í dag. Hefði vel geta hugsað mér að vera lengur, enda meiriháttar vinnustaður.

Og talandi um vinnustaði. Það er allt að skýrast í mínum vinnumálum. Fékk svaka flott launatilboð sem ég hugsa að ég taki... þori varla að hringja á hinn staðinn og segjast ekki vilja starfið þar... eða ekki geta tekið því, kannski penna að orða það þannig. Frúin er svo á leið í umferðarógeðið á sunnudaginn þar sem ég verð fram yfir kosningar - svo fremi sem UJ ætli að hittast að kveldi 12. maí og fagna tímamótunum (Maggi, hvað segirðu við því?). Akureyrarferðir ykkar eru því ekki eins áhugaverðar á þessu tímabili þar sem aðaltúttan verður fjarri.

Ég legg svo til að fólk hætti að tala illa um Hugh Grant. Þetta er vænn maður og góður, þó hann hafi verið dálítill skíthæll í Bridget Jones... Whoppsa daisy! 


mbl.is Hugh Grant beðinn afsökunar á slúðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valgerður Halldórsdóttir

Það verður fengur af þér að fá þig í stéttina - til hamingju

Valgerður Halldórsdóttir, 27.4.2007 kl. 15:20

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Takk fyrir það Valgerður :) Ekki amarlegt að tilheyra sama "stofni" og þú

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 27.4.2007 kl. 15:49

3 Smámynd: Kolla

Innilega til hamingju með að vera alveg að verða búin með skólan :)

Kolla, 28.4.2007 kl. 09:09

4 Smámynd: Valdís Anna Jónsdóttir

Ég var steinsofandi í gær:(

ömó...

 vona að ég sjái þig samt fljótt:)

Valdís Anna Jónsdóttir, 28.4.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband