Eymingja maðurinn

Ef þetta á ekki eftir að verða djók ársins (og næstu ára) hjá blessuðum manninum... Öll þorrablót á næstunni, öll jólaboð, allar afmælisveislur, allir saumaklúbbar, allir karlaklúbbar... allstaðar á setning eftir að hljóma: skaut sig í fótinn... Alveg jafn oft (eða það er nú kannski ýkt) og orðhendingin: tæknileg mistök. Svei mér ef Spaugstofan á ekki eftir að taka þetta upp í þættinum líka. Eymingja maðurinn... eins gott að hann hafi húmor fyrir sjálfum sér, ég segi nú ekki annað.

Annars er ofurtúttan á leið til DK í fyrró (nótt) með ekki lakara föruneyti en HerraGarðari og Ólöfu fríðu... stuð.dk segi ég.

Fékk mína fyrstu einkunn í dag, fyrir fyrsta kúrsinn sem ég tók í september. Hafði gleymt ritgerðarefninu og hvað ég skrifaði í lestrarskýrsluna, langur tími liðinn. Get stolt sagt að ég er sko engan veginn, bara alls ekki óánægð með þessa fyrstu einkunn á lokaárinu mínu. Fór m.a.s. út að borða í hádeginu með henni Dagnýju minni í tilefni þessa. Já og verslaði bara heilmikið í Kringlunni líka.. búin að versla/gera jólagjafir fyrir 9 manns!  Stóðst ekki mátið að versla það sem ég sá í dag fyrir tútturnar heima... stundum detta hlutir bara í fangið á manni sem aðrir VERÐA að eignast :)


mbl.is Skaut sjálfan sig í fótinn með naglabyssu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Már Guðmundsson

Já, þetta er hresst. Vona samt að maðurinn sé ekki kvalinn.

Góða ferð - bið að heilsa DK, Gaddaranum og Ólöfu.

Magnús Már Guðmundsson, 23.11.2006 kl. 19:26

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hafðu þökk fyrir Meistari Magnús.. 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 23.11.2006 kl. 19:44

3 identicon

Guð já ég er sko hammó með þessa einkunn og ég tala nú ekki um dinnerinn okkar áðan.. hvað er rómantískara en hádegisverður í frið og ró í IKEA :) gerum þetta oftar :)

Dagný (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 19:52

4 identicon

ohh þú ert svo ógisslega dugleg. ég er alveg að kúka á mig í þessu jólagjafastússi!

Vallan (IP-tala skráð) 23.11.2006 kl. 21:56

5 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Hehehe.. já, dúleg.. hmm.. meira svona: hey, best ég taki smá pásu frá lestri og kíki í Kringluna/Smáralind/Laugarveg/verslun :)

Dagný: grænmetisbuffið í IKEA smakkast óviðjafnanlega með svona góðum félagsskap! ;) 

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 23.11.2006 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband