Hver er að ruglast???

Klisja, ég veit, en hvað er málið með veðrið? Er að klára næturvakt og get varla beðið eftir að fara uppí rúm að kúra. Hélt á tímabili að húsið og við öll sem inní því voru, myndum fjúka út á Reykjanes! Hrikalegur vindur í nótt, jidúddamía. Það er einhver að ruglast á mánuðum hérna, það er eins og september sé kominn með öllu tilheyrandi skólastússi. Jahér.

Nýjir þættir með Jamie Oliver byrjuðu í gærkvöldi. Að sjálfsögðu sat ég límd við skjáinn, síflissandi og slefandi yfir þessu goði mínu. Fannst þátturinn helst til stuttur, en maður getur svo sem aldrei fengið nóg af elsku Jamie... slurp slurp...

Og talandi um Jamie þá eldaði ég voða fínan mat í gær. Beikonvafðar kjúklingabringur, vorlauk, sætar kartöflur og kastaníusveppi - steikt á pönnu með smá rósmarín, ferskt salat með rucola, kirsuberjatómötum, pistasíuhnetum, litlum bitum af piparosti, balsam og hindberjaediki, ristað tómat ciabatta smurt með ferskum hvítlauk og slettu af ólífuolíu og Maldon salti og punturinn yfir i-ið: piparostasósa með pipar, svörtum pipar og pipar... Jöhöhööömmí! Í eftirrétt var svo ferskur ananas sem ég lét marinerast í ferskri myntu og hlynsírópi, borði fram með mascarponekremi og jarðarberjacooleys úr ferskum jarðarberjum. Beat that!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úlalala uppskrifin hans Jamies.. Slefandi!!

árni (IP-tala skráð) 14.7.2006 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband