Lambakarrý a lá Jamie Oliver

Frábært kvöld að líða undir lok. Fór með Sigga hennar Ídu í búð þar sem við ætluðum að elda saman lambakarrý frá upphafi. Eftir einstaklega skemmtilega verslunarferð byrjuðum við að elda herlegheitin en tókum stuttu útgáfuna af réttinum, rúmur klukkutími í eldun. Þessi uppskrift er svo mikil snilld, enda frá Meistara Jamie Oliver. Nóg af kryddi og ferskum kryddjurtum - jömmí! Höfðum með þessu naan brauð, hýðishrísgrjón og sýrðan rjóma með kóríander, myntu og gúrku. Maturinn heppnaðist líka svona snilldarvel, húrra húrra. Það er eitthvað svo unaðslegt að elda mat alveg frá upphafi, ekki með neinar tilbúnar sósur eða neitt.. finna svo öll kryddin og mismunandi bragðtegundir springa út í munninum. Ég hef þó brennt mig á því að ég þarf yfirleitt að tvöfalda öll þau krydd sem Jamie leggur til í sinni uppskrift, ekki von að ég sé á góðri leið með að pipra!

Framundan er hrikaleg vinnutörn.. 5 næturvaktir í röð í 14 daga vinnumaníu, ekkert hrikalega djúsí, en ég hlýt að meika það. Gulrótin mín að þessu sinni er hátíðin Á góðri stundu í Grundarfirði sem verður síðustu helgina í júlí. Þessar 2 vikur verða eflaust mjög fljótar að líða, enda bara vinna, sofa, borða, þvo þvott ...

Í dag er sambúð okkar Hnoðra búin að vara í heila viku. Hún hefur þó virst sem nokkur ár, svo vel finnst mér ég þekkja krúttið. Er bara farin að verða hálf leið yfir því að þurfa skila sílinu mínu eftir eina viku... búhúhúhú... er farin að venjast því að hann komi fram á kvöldin og byrji að hlaupa í hjólinu sínu. Bara sætur...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband