Málleysi

Sáuð þið Ísland í dag í gærkvöldi? Þar var tekið viðtal við sjómann sem heiðraður var á Sjómannadaginn í Reykjavík. Hann hefur verið á sjó í tugi ára og er heyrnarlaus. Mér finnst frábært að Ísland í dag hafi séð sóma sinn í því að taka viðtal við manninn, heyr heyr. Annað sem ég er gríðarlega hneyksluð á er framkoma fréttakonunnar við manninn. Hún byrjaði viðtalið á að segja: ,,nú ert þú bæði heyrnarlaus og mállaus..." !!! Halló? Er ekki fokkin 2006? Hvað gefur þessari fréttakonu rétt til þess að dæma það hvort táknmálið sem hann notar sé mál eða ekki? Með því að segja þetta var hún gjörsamlega að gefa skít í hans móðurmál, táknmálið. Það er líka alltof algengt, þrátt fyrir að árið sé 2006, að almenningur haldi að heyrnarlausir geti ekki talað. Auðvitað geta heyrnarlausir alveg talað.. alveg eins og Grænlendingar, Akureyringar, Vestmannaeyjingar, Slóvenar og Íslendingar. Það eru bara fordómar að halda öðru fram.

Jæja, það má vel vera að ég sé að gera úlfalda úr mýflugu yfir þessu. Mér finnst það bara þess vert að tala um þetta þar sem þetta kom fram í fjölmiðlum. Fjölmiðlar hafa gríðarleg áhrif á þankagang almennings í landinu. Fólk sem vinnur í fjölmiðlum verður að vera meðvitað um það hvernig það talar, ekki bara hvað málfar varðar. Heyrnarlausir eru ekkert heimskir, það eina sem greinir þá frá okkur er ekki það að þeir séu mállausir heldur að þeir heyra ekki - heyrnarlausir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

talaðu við liðið í Ísland í dag..

Valla (IP-tala skráð) 14.6.2006 kl. 13:24

2 Smámynd: Fanney Dóra Sigurjónsdóttir

Kannski ég ætti bara að gera það.... senda þeim pent línu!

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, 14.6.2006 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband