31.1.2007 | 22:56
Þegar ég eignast barn...
Ég stenst ekki mátið að leyfa þessari mynd að njóta sín hérna. Þessi krúttusnúður er eitt mesta uppáhaldið mitt, og á ég þau mörg. Þessum finnst ég svo ofurskemmtileg að það er ekki einu sinni fyndið!
Bjarki Steinarr er nýlega orðinn hálfsárs en er samt alls ekkert smábarn, því hann hefur fanta góðan húmor á við fullorðinn einstakling. Þetta er sem sagt sonur hennar Erlu minnar. Þegar við vorum í stífri hópavinnu í skólanum í haust kom pjakkurinn oft með Erlu mömmu sinni og var eins og vindurinn á meðan við kjöftuðum úr okkur allt vit. Hann bara horfði á okkur, brosti og hló þegar við horfðum á hann. Að sjálfsögðu var oft erftit að vinna með svona augnakonfekt nálægt sér. En það sem besta er, drengnum finnst ég svo fyndin og skemmtileg! Það er nánast sama hvað ég geri, honum finnst það fyndið. Þetta á ekkert við um alla, kannski nokkuð marga, en ekki alla. Ég mátti alltaf halda á honum, klæða hann og gefa honum að borða - og Bjarki, ja hann bara brosti! Þegar ég eignast barn þá má það alveg vera svona, brosandi og ofurfallegt! Svakalega hlakka ég til að hitta hann (og auðvitað Erlu gúllu líka!)... Meina, getiði staðist þessa mynd? Ímyndið ykkur að hitta hann í eigin persónu og heyra hann hlægja... jahérnahér!
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Þetta er augljóslega mikill snillingur! Hann minnir mig svolítið á Emil í Kattholti!
Björn Benedikt Guðnason, 1.2.2007 kl. 00:09
Já, það er sko rétt hjá þér Fanney - þetta er auðvitað ómótsstæðilegur svipur sem er á barninu... alveg brillíant! Pottþétt prakkari!
Heppinn máttu þá vera að barnið sýni þér svona mikinn áhuga, en eins og þú segir, lætur hann ekki svona við alla.
Sóli, 1.2.2007 kl. 03:11
Jii hvað þetta var krúttlegt, en so true. Hann er gullmoli!
Guðný (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.