Færsluflokkur: Tónlist

Enn eflist Magninn...

Vá! Vá! Vá! Vá!

Þvílík og önnur eins frammistaða hjá Hr. Magna. Ég fékk bara gæsahúð niðrá tásur við að hlusta á þetta hjá honum. Æðislegt líka fyrir hann að fá fjölskylduna til sín, hjálpar eflaust mikið. Í fyrsta skipti fannst mér Zayra ekki horbjóður, hún var bara hrikaleg í kvöld. Patrice verður að fara yfirgefa samkvæmið, en helst Jill frekjudós áður.

Ég hef verið algjör vinnupúki, búin að vera vinna eins og óð kona bara. Kíkti nú alveg á Innipúkann og uppskar með því gríðarlegan þreytudag í vinnunni. Hrikalega eru Jeff who góðir, nýja uppáhaldið mitt :)

Ég var að fatta það fyrir nokkrum dögum að eftir þetta skólaár er ég búin með gráðuna mína. Það er svolítið óhugnalegt, að vera bara að fara vinna sem félagsráðgjafi eftir 9 mánuði. Það er heil meðganga, sem samt er eitthvað svo stutt. Ég fæ líka krullur í magann við tilhugsunina um hvar ég eigi að sækja um vinnu að loknu námi. Heillast æ meira af Hafnarfirðinum sem og Kópavogi, en einhvern veginn er Eyrin mín góða ávallt skammt undan. Úff.. sífelldar ákvarðanir og ég er vog!


Mín kona!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi kona er mitt uppáhald í Rockstar... engin/nn getur sigrað þessa elsku!


Árlegir sumartónleikar?

Ég skellti mér á Sigurrósartónleikana í gærkvöldi, eins og 15 þúsund aðrir Íslendingar (og enn fleiri heima í stofu). Snilld út í eitt, hrikalega töff tónleikar og frábær stemning á svæðinu. Ekkert um dólgslæti heldur sat/stóð fólk dáleitt og hlustaði/horfði á þessa snillinga.

Klárlega styð ég þá tillögu að gera þetta að árlegum viðburði. Við sem fórum saman á tónleikana töluðum einmitt um það hvað það væri mikil snilld að hafa svona tónleika og er ég viss um að aðrir hafi einnig rætt það sín á milli.

Heyr heyr! Meira svona, takk! :D


mbl.is Vilja gera tónleika á Miklatúni að föstum lið í bæjarlífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu á Snæfellsnesi?

Ég skora þá á þig að fara á ÞESSA tónleika. Finnst súrt að komast ekki á þá, en guess what, ég er að vinna. Annars sagði Heiðrún frænka mér frá því að Sigurrós væri með tónleika á sunnudagskvöldið næsta hérna í Rvk.. á einhverju túni sem ég man ekki hvað heitir... frítt inn... spurning um að mæta með teppi og pikknikk-körfuna (fulla af bjór).

Shakira Shakira

Ohhh.. bara ef ég væri svona klár að dansa... slefslef..

 


Enginn efi

Kellan komin aftur í borgina eftir viðburðarríka brúðkaupshelgi. Eins og ég hef kannski komið inná áður þá finnst mér þessi tími (þ.e. að keyra á milli) mjög fínn. Ég fæ mjög oft spurninguna: ,,Hvernig nennirðu að keyra þarna á milli svona oft?". Auðvelt svar: þessi tími er milli mín og tónlistarinnar minnar. Hvergi syng ég eins vel sjáiði til... Ég syng hástöfum nánast alla leið (nema þegar ég er ískyggilega nálægt einhverjum bíl sem gæti séð mig vel) og hlusta á allt það sem ég vil. Þannig verður ferðin ein skemmtun - fyrir mig (og eflaust aðra ef þeir myndu heyra til mín!).

Í bílferðinni í gær hlustaði ég á geisladisk sem ég verlsaði mér þegar ég fór til Barcelona með Gísla frænda. Ég hef ekki hlustað á hann í nokkurn tíma þar sem lil sys var með hann í láni. Diskurinn er með No Doubt og er Greatest hits diskur. Snilld.is! Ef ég væri ekki svona sjúklega ánægð með að vera ég þá væri ég sko meira en til í að vera Gwen Stefani, hún er flott tútta. Lögin þeirra eru svo meiriháttar og koma manni í rétta skapið hverju sinni. Ef þið hafið ekki hlustað á slatta með No Doubt þá er sko kominn tími á það, þessi grúbba er vanmetin.


Á leiðinni á næturvakt

Var að skoða sjónvarpsdagskrána fyrir nóttina, mjög þunn og ömurleg. Reyndar var þar ein mynd sem gæti verið ágæt, FeardotCom sem byrjar á Stöð 2 kl. 2:35. Þangað til vona ég að fólk verði almennt hresst á MSN eða að ég finni mér eitthvað annað til dundurs... hömm...

Það er partý í íbúðinni við hliðiná mér. Húsráðandi í kvöld er 16 ára stúlka (reyndar er 20-25 ára bróðir hennar einnig heima). Núna er Bubbi dúndrandi á veggina hjá mér, sem er svosem ekkert slæmt sko. Betra en amerísku vælupjöllurnar, hvað þær heita nú allar. En ég fór að pæla. Nú var Villi Vill voða hitt hér á árum áður. Allir kunnu lögin hans og hann var að meika það. Í dag er aðallega eldra fólk sem hlustar á hann (og furðufuglar eins og ég) og einstaka sinnum heyrir maður lag með honum í útvarpinu. Ég fór að spá, ætli Bubbi verði þannig? Eða verður Bubbi meira svona eins og Öxar við ána, eitthvað sem allir kunna á hverjum tímapunkti.... Hugsum okkur að við séum stödd 30 ár fram í tímann. Hvaða hljómsveitir sem eru nú spilandi verða ennþá í spilun þá?


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband