Færsluflokkur: Tónlist

Kvikmynd um ævi mína

Ohhh.. í "próftíð" er aldrei eins skemmtilegt að gera allskonar vitleysuleiki og próf á netinu... Hérna sjáiði soundtrackið úr kvikmyndinni um hana Fanney Dóru (party shuffle í iTunes og lögum svo raðað eftir röð). Allir útí Skífu að sjoppa eina! :)

Hvernig yrði soundtrackið að mynd sem byggð væri á ævi þinni?

 

Opening credits:
I don´t wanna miss að thing - Aerosmith (þessi setning gæti klárlega verið mottóið mitt)

Waking up:
Undurfagra úkúlelemær - Baggalútur

First day at school:
Allt fyrir mig - Baggalútur

Falling in love:
Ég elska þig enn - Pálmi snillingur Gunnarsson (hahaha, eins gott það kom ekki Baggalútur aftur!)

Fight song:
Í næturhúmi - Margrét Eir

Breaking up:
Ease your mind - Svavar Knútur

Prom:
I still haven´t found what I´m looking for - U2

Life:
Orð - Í svörtum fötum

Mental breakdown:
Vetrarnótt - Bjöggi Halldórs

Driving:
Sexy beast - Toggi

Flashback:
Where the wild roses grow - Nick Cave & The Bad Seeds

Getting back togeather:
Birthday boy - Toggi (awww, uppáhaldið mitt núna, hentugt!)

Wedding:
9 Crimes - Damien Rice (haha, dramalag.com!!)

Birth of a child:
Þá kemur þú - NýDönsk og Sinfó (en ekki hvað?)

Final battle:
Lonely road of faith - Kid Rock

Deathscene:
Apnea - Kasabian

Funeral song:
Circle of life - Elton John

End credits:
All these things that I´ve done - The Killers (viðeigandi, já!)

 

Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst þetta ansi fýsilegur gripur að eiga!  

 


Nóvember gegn nauðgunum!

Kæri viðtakandi,
Vinsamlega áframsendu þessa beiðni til vina þinna, félaga og ættingja um að fjölmenna á kröfufund fyrir framan héraðsdómsstólana á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Reykjavík og Selfossi laugardaginn 25.nóvember n.k. kl. 16.00.

Krafan er:
Þyngri dóma fyrir nauðganir. - Nýtið refsirammann!

Refsirammi laganna kveður á um að dómar fyrir nauðgun séu frá einu ári upp í 16 ára fangelsi. Flestir sakfellingardómar fyrir nauðgun eru við lægri mörk refsirammans. Við viljum sjá réttlátari og sanngjarnari dóma.

Áskorun um slíkt verður afhent allsherjarnefnd Alþingis á þriðjudag.

með kærri kveðju,
Kristín Ingvadóttir
Anna Kristine Magnúsdóttir

Stundum fær maður bara æði!

Nýjasta æðið mitt er (fyrir utan nýja diskinn með Togga og nýja Lay Low diskinn) lagið Tvær stjörnur eftir Megas. Fáránlega fallegt lag...

TVÆR STJÖRNUR

Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hver hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.

Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.

Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin
Því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðin.
Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.

Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt,
auglínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best,
En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.

Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá.

Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund.

                                           Lag og texti: Megas


Að ganga gegn nauðgun

er prýðileg skemmtun - og eiginlega nauðsyn!

Jafningafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum og annað kvöld (laugardagskvöld) kl. 24:00 verður gengið gegn nauðgunum niður Laugarveginn. Farið verður frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þar sem hinn unaðslegi trúbador Toggi mun spila fyrir mannskapinn. Ef veðrið leikur ekki við okkur endar gangan inní Hinu húsi. Koma svo! Mætum öll!!! Og breiðið út boðskapinn :)


Mismæli í lögum

Ég er orðin það fullorðin að ég er farin að hlusta á Reykjavík síðdegis á leiðinni heim seinnipart dags og finnst einstaklega gaman að hlusta á fréttirnar á Rás 2. Á þessum stöðvum er mikið um íslensk lög í spilun og meðal annars nýtt lag frá tvífara mínum Elleni Kristjáns. Ég veit nú ekki hvað lagið heitir en ég syng hástöfum með og hef sungið, þar til í morgun: þú er mér opin bók að norðan. Í morgun heyrði ég rétta textann: þú er mér opin bók án orða. Meikar sens... 

Rösquiz á Stúdentakjallaranum í kvöld kl. 20. Við Tinna sjáum um kvissið að þessu sinni og þemað er KYNTRÖLL. Mæli með að fólk mæti. 


3 - 2 - 1 - STARA!

Kl. 7:05 í morgun var verið að sýna gamlan teiknimyndaþátt frá minni barnæsku. Þrír, tveir, einn - STARA! Kærleiksbirnirnir voru náttúrulega bara æðislegir. Hvað maður gat skemmt sér vel við áhorfun. Eins og með Bevery Hills og Melrose Place þá verð ég bara að segja að þættirnir voru betri í minningunni. Þeir eru nú samt voðalega krúttlegir!

Vá hvað Scissor sisters er frábær hljómsveit. Ég uppgötvaði þá nú ekki fyrr en slagararnir fóru að hljóma í útvarpinu og byrjaði á því að hlusta á vinsælu lögin þeirra. Málið er að allur diskurinn þeirra er frábær! Núna langar mig hrikalega í nýja diskinn, önnur eins snilld á ferð vænti ég.

Fór á Afganga í gærkvöldi með Ðí Hösk og Félaga Haffa. Fyrir mitt leyti var sýningin frábær! Svakalega skemmtilegur leikur hjá þeim Elmu Lísu og Stefáni Hallli (fyndni gaurinn úr USS! auglýsingunni) um samskipti kynjanna. Það voru mýmargir punktar sem mig langaði að nótera niður, helst langar mig bara að fara aftur. Leikmyndin var stórkostleg, mjög minimalísk og flott. Verkið svissar í nokkrum tíðum sem gerir það frekar töff. Mæli eindregið með að þið kíkið á þetta verk (miðasala s. 551-4700).


Leoncie í X-factor

Varð bara að deila þessu með ykkur!!!

 

Leoncie í X-factor - ekki alveg að heilla dómnefndina! 


Hefur þú upplifað ást?

Allt í kringum mig er ástfangið fólk. Ekki bara fólk sem er ástfangið af hinu kyninu sko... Allstaðar er fólk sem er ástfangið af hinu eða þessu. Oft hef ég hitt fólk sem er ástfangið af Drottni. Allt í góðu með það, bara á meðan það er ekki að þröngva trúnni sinni inná mig. Ég hef ætíð gaman af því að hlusta á önnur sjónarmið, en ræður - nei takk. Stundum hitti ég fólk sem er ástfangið af gæludýrunum sínum. Það fólk get ég innilega ekki rætt við. Þolinmæði mín er ekki það þroskuð - ennþá. 

Ég er einstæð 6 barna dverghamstramamma í Kópavogi og þarf iðulega að hlusta á börnin mín stunda kynmök - stundum um miðjan dag þegar ég er að lesa Fréttablaðið! Ég hef nú haft það í mér að pikka aðeins í þau þegar þau stunda kynlífið sitt svona opinberlega því ójá, dverghamstrar gefa frá sér frygðarstunur í kynmökum. Þessar frygðarstunur trufla mig á daginn. Ójá.

En hefur þú upplifað ást? Hvað er ást? Stundum tel ég mig vera ástfangna. Oft er það ást á hlutum sem flestir telja frekar ómerkilega. Á vorin verð ég óttalega ástfangin af lyktinni í loftinu og er alveg með það á hreinu að í fyrra lífi var ég sko þokkalega hundur - fátt betra en að vera með andlitið útí bílglugga á ferð! Sumrin koma mér til þess að fá gæsahúð á ótrúlegustu stundum. Göngutúr getur gert ýmsilegt - þó enginn sé félagsskapurinn. Ég hef líka hitt fólk sem ég tel mig vera ástfangna af. Nokkrum sinnum síðustu ca 10 ár. Aldrei hefur neitt komið út úr því nema úrvals vinskapur - og er eitthvað betra en það? Ég á ennþá eftir að upplifa þann kærasta sem veitir mér meira en vinskap (plús aukahluti) sem vinir mínir (og fjölskylda) veita mér. Kannski kemur að því - einn daginn.

Þangað til - sniffa ég göð út í loftið og fæ gæsahúð af því að finna lyktina af blautu byrki og nýslegnu grasi. Þangað til - og aðeins þangað til - er ég bara ég og bara ég :) 

Í fréttum er það annars helst að Siggi vinur minn bauð mér út að borða á uppáhalds veitingastaðinn minn - Tapasbarinn. Nammi nammi... gæðastund með unaðslegum vini. Bara gaman og bara næs. 


Málarinn, það er ég!

Fyrst fólk beilar á mér hægri vinstri þá er fátt betra en að standa yfir huges striga sem liggur á stofuborðinu og fá útrás. Er að vinna að málverki fyrir Siggu Láru frænku, og ekkert smá málverk get ég sagt ykkur. Jafnstórt og ég (jújú, ég er að vísu ekkert gríðarlega stór, en í málverkum talið þá er ég risi) svo ég þarf að vera dúleg. Á meðan nýt ég þess að djamma heima í stofu, með kaldan öl en engan sígarettureyk... stemmingin er klárlega á Flass FM 104,5 í kvöld. Frí í vinnuni á morgun, kannski ég nái bara að komast langleiðina með þetta verk =o)

Mamma hringdi í kvöld.. það var frekar "kalt" hjá þeim í fyrrakvöld svo að ein konan sem er með þeim þarna úti þurfti að fara í peysu út að borða - alveg í hálftíma! Já, sjaldan teljast 26°C kuldi. Á meðan hún sagði mér þetta sat ég rennandi blaut í strætó á leið í Hafnarfjörð, dúðuð í dúnúlpu og flíspeysu.


Kertafleyting - MÆTTU!

verður haldin
við Tjörnina í Reykjavík og
á Akureyri við tjörnina framan við Minjasafnið í Aðalstræti
miðvikudaginn 9. ágúst kl. 22:30
Kerti verða seld á staðnum og kosta 400 kr


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband