Árlegir sumartónleikar?

Ég skellti mér á Sigurrósartónleikana í gærkvöldi, eins og 15 þúsund aðrir Íslendingar (og enn fleiri heima í stofu). Snilld út í eitt, hrikalega töff tónleikar og frábær stemning á svæðinu. Ekkert um dólgslæti heldur sat/stóð fólk dáleitt og hlustaði/horfði á þessa snillinga.

Klárlega styð ég þá tillögu að gera þetta að árlegum viðburði. Við sem fórum saman á tónleikana töluðum einmitt um það hvað það væri mikil snilld að hafa svona tónleika og er ég viss um að aðrir hafi einnig rætt það sín á milli.

Heyr heyr! Meira svona, takk! :D


mbl.is Vilja gera tónleika á Miklatúni að föstum lið í bæjarlífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Örn

Svona tónleika, já! En þessar hugmyndir snúast um að hafa kammersveit og sinfóníuna... hvaða bull er það? Ég gæti nú boðið þessu fólki að halda þá tónleika í garðunum hjá mér því þeir eru ekkert að fara að draga að sér neinn viðlíka fjölda og í gær!

Gunnar Örn, 31.7.2006 kl. 23:46

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er sko tónlist aldrar okkar. Mjög gaman aðn fylgast með þessu þó það hafi bara verið úr stofunni. Guðmundur sonur minn var þó þarna. Bestu kveðjur Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.7.2006 kl. 23:50

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Ég skil bara ekki hvers vegna þetta er ekki löngu orðinn siður. Ég velti nú fyri mér í hvaða stærð umferðarhnúturinn yrði en þetta tókst allt bara svo vel :)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 1.8.2006 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband