Færsluflokkur: Bloggar
19.10.2006 | 11:58
Mismæli í lögum
Ég er orðin það fullorðin að ég er farin að hlusta á Reykjavík síðdegis á leiðinni heim seinnipart dags og finnst einstaklega gaman að hlusta á fréttirnar á Rás 2. Á þessum stöðvum er mikið um íslensk lög í spilun og meðal annars nýtt lag frá tvífara mínum Elleni Kristjáns. Ég veit nú ekki hvað lagið heitir en ég syng hástöfum með og hef sungið, þar til í morgun: þú er mér opin bók að norðan. Í morgun heyrði ég rétta textann: þú er mér opin bók án orða. Meikar sens...
Rösquiz á Stúdentakjallaranum í kvöld kl. 20. Við Tinna sjáum um kvissið að þessu sinni og þemað er KYNTRÖLL. Mæli með að fólk mæti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2006 | 22:12
Bónus-ruglumsull
Ég er komin með sambýlismann sem er feitari en ég og jafnvel bleikari. Sá er ekki samkynhneigður né Íri, heldur er folinn hingað nýkominn frá Danmörku og mun ganga undir nafninu Feiti Strákur. Hann unir sér vel í íbúðinni sinni, en einsamall kom hann eigi heldur fylgdi barnið hans með sem ég hef ákveðið að kalla því fagra nafni Pulla. Góðmennt í Kópavoginum get ég sagt ykkur.

Ég, bláfátæki stúdentinn, ákvað í dag að nýta mér afsláttinn í Bónus Smáratorgi. 30% afsláttur af ÖLLUM vörum vegna breytinga. Var nú ansi hófsöm í þessum innkaupum og bara með litla handkörfu. Slatti epli, slatti lífræn AB-mjólk, kjúklingabaunir, bankabygg og bananar. Rúmlega helmingur vörunúmera var uppurinn í búðinni, fólkið með glampa í augum og munaðarlausar innkaupakörfur um alla verslun með miðum sem á stóð: ég var yfirgefin, vinsamlegast verslaðu úr mér! Kom mér vel fyrir í röð sem leit ágætlega út í fyrstu en svo sá ég heilu vagnana troðna fyrir framan mig. Eldri, mjög eldri kona fyrir framan mig vildi endilega að ég geymdi handkörfuna mína í stóru körfunni sinni, enda var hún með ca 15 hluti í henni. Eftir ca 10 mínútur í bið þar sem röðin haggaðist EKKERT fórum við að spjalla. Íslendingar spjalla ekki við náungann í búðinni, það er bara svoleiðis. En þetta voru náttúrulega spes aðstæður þar sem við vorum í rauninni föst í þessari röð í laaaaangan tíma í viðbót. Gerðum grín að þessu og höfðum gaman. Gamall maður var fyrir aftan okkur með 3 ljósaperur. Ég endaði á því, þegar konan með 4 vagnana hafði borgað 69.864 fyrir sitt dót (sem var m.a. 26 pakkar af kexi, heill kassi af tannkremi, kassi af kakómalti, 3 kippur Kók light....) fór ég fremst og spurði hvort ég mætti troða 3 ljósaperum fram fyrir. Konan sem ég spurði (sem by the way var með fuhuhuhuuullan vagn) var nú ekki á því en ég þrábað hana og hún féll fyrir mér, auðvitað. Maðurinn endaði á því að þakka mér fyrir samveruna, enda höfðum við deild um klukkustund saman í röðinni. Nú ég og ömmubarn konunnar fyrir framan mig sáum á tímabili um það að rétta fólki gosflöskur, enda komst það ekki að fyrir vögnunum. Við buðum líka ýmsan varning með gosinu, s.s. barnamat í dós, ABT-mjólk, svört dömubindi, kubbakerti, hamra og hvaðeina sem skilið var eftir í hillunum. Á meðan á biðinni stóð gengu slúðurblöð um röðina til þess að stytta okkur stundir og boðið var uppá vínber og piparkökur. Helvíti hressandi alveg. Nú eftir klukkutíma og fjörutíu mínútur var loks komið að mér. Ég hrósaði unga drengnum á kassanum svo hrikalega að hann varð eins og Feiti Strákur á litinn og sagðist eflaust dreyma pííp-hljóð og gula bónuspoka í alla nótt. Blessunin. En þetta var ferð til fjár, fullur poki af góðgæti á 1200 kjedl. Ekki neitt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2006 | 13:02
Jól í skókassa
Ég fíla þetta framtak... ætla að útbúa skókassa og gefa. Frábær hugmynd.
Annars er það títt að ég er í heimaprófi og ég hef sjaldan haft eins sterka löngun til þess að baka, þrífa eða þvo þvott. Lét mér nægja að útbúa hafragraut í öbbanum áðan.
![]() |
Fátækum börnum færðar gjafir í skókössum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.10.2006 | 15:20
Meiri péning í háskólana, takk!
Ég fíla stjórnmálamenn sem geta horft á staðreyndir. Lesið endilega þennan pistil í dag.
Þar segir m.a.:
Stúdentar við Háskóla Íslands standa nú fyrir svokölluðum meðmælum með menntun sem m.a. felast í því að koma háskólamenntun á stefnuskrár flokkanna fyrir komandi kosningar. Þetta er gott og þarft framtak.
En ástæða er til að benda á að ríkisstjórnin hefur haft undanfarin 11 ár til að koma fram með metnaðarfyllri áform í menntamálum. Árangur ríkisstjórnarinnar hefur ekki verið sem skyldi sérstaklega varðandi háskólana og ekki er unnt að halda því fram að menntamál hafi verið í forgangi hjá ríkisstjórninni.
Heyr heyr!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2006 | 09:44
Tímabundið blogg
Á meðan ég hnoða í góða færslu og reyni að skapa tíma til þess, mæli ég með því að þið lesið eftirfarandi greinar á hinu nýja og stórkostlega Vefriti.
Grein um þriðja geirann eftir Grétar, I. hluti og svo II. hluti.
Enjoy!Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2006 | 15:29
Ég mæli með...

Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.10.2006 | 17:30
Allt að gerast á mínum bæ!
Já, það má segja það. Frábært í skólanum í dag. Ingibjörg og Haraldur frá ÍTR komu og við vorum í hópeflisleikjum í 3 1/2 tíma! Meiriháttar mikið stuð og rosalega skemmtilegir leikir. Slasaðist nú reyndar í einum leiknum, en sem betur fer var það síðasti leikurinn svo ég missti ekki af neinu ;) Er ennþá hölt og með seiðing, en það hlýtur að reddast.
Gaf mér loksins tíma til þess að kíkja aðeins í Smáralindina. Gat eytt pínu pening þar :) Keypti mér prýðisgóða safapressu - eiginlega bara stórfenglega safapressu! Hún er þvílíkt öflug, getur safað allt frá mjúkri melónu uppí hörðustu gulrætur og rófur! Svo er ýkt auðvelt að taka hana í sundur og þrífa hana, en það er aðalatriðið. Fór svo í Bónus og verslaði fullan poka af ávöxtum og grænmeti. Þetta verður nýja "thing-ið" mitt. Gerði áðan safa úr 2 appelsínum, 1/2 sítrónu, 2 gulrótum og 1/4 úr þumli af engiferrót.. jömmí!! Ég setti líka saman nýju ljósakrónuna mína sem ég fjárfesti í um helgina og núna vantar mig bara handy-man/woman til að festa hana upp. Nú svo á ég eftir að setja saman nýja borðið mitt sem ég ætla að hafa við hliðiná lestrarstólnum (Fat-boy - nýji kallinn minn) mínum. Vá hvað það verður fínt hjá mér!
Annars er skólinn á skrilljón, brjálæðislega mikið að gera. Eins og stendur erum við í massívri hópavinnu við að þróa nýtt samfélagslegt úrræði. Held ég geymi aðeins að skýra frá hugmyndinni okkar, en hún er fantagóð :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.10.2006 | 06:05
Ammlismyndir
Hr. Magnús færði mér afrit af myndum kvöldsins. Hérna má sjá nokkrar hressar :)
a
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.10.2006 | 13:39
TAKK!
Takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk takk
Mikið ofboðslega var gaman í gærkvöldi! Afmælisteitið okkar Magga heppnaðist ekkert smá vel og það kom fjöldinn allur af fólki sem við þekkjum. Það var eiginlega ákveðið að endurtaka þetta að ári og eiginlega á hverju ári eftir það, slíkur var galsinn. Ætli það hafi ekki komið um hundrað hausar til okkar og heiðrað okkur í tilefni áfangas. Meiriháttar alveg. Náði klárlega ekki að spjalla við alla eins og ég ætlaði mér, reyndi þó að mingla og vera góður gestgjafi. En hvernig sinnir maður nokkrum tugum gesta á stuttri stundu? Anywho.. Eva María á klárlega flottustu gjöfina, en hún gaf mér (loksins) litla bróður sinn sem (loksins) er orðinn tvítugur. Ég hef verið að bíða hans í heil þrjú ár, takk fyrir takk. Annars var ég vakin í morgun til þess að opna gjafirnar, svolítið læk ði óld tæms og þvílíkt ljúft. Fáránlega flottar gjafir sem ég fékk. Meðal þess má nefna bók sem heitir 500 ways to change the world sem ég er ótrúlega ánægð með. Einnig fékk ég drykkjuspil (auðvitað frá gaurnum sem skellir í lás), Spámanninn, Táknmálsorðabók, matreiðslubækur, Rosendahl kryddkvarnir sem mig er búið að langa í forever, bleik glös, bleikt risastórt kerti, Alessi tappatogara, blóm, blóm og aftur blóm - og öll bleik, matardiska í Jamie O stellið mitt, kertastjaka úr marmara, myndir, sundbol, alvöru hring, Fat-boy stól (aha, bleikan), make-over, sögubók um líf mitt síðan ég kynntist Tinnunni minni, geisladisk, rauðvín, Eriku og svo mætti halda áfram... Yndilslegt alveg hreint. Bekkurinn minn var svo hugljúfur að mæta í stórum stíl og færa mér pening og bleik blóm, ég er alveg hrikalega heppin. Fékk líka nokkra tugi þúsunda í formi gjafabréfa, bæði í Smáralindina og Kokku. Heppin.is í dag!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.9.2006 | 21:55
Kvartaldarbarnið
Loksins kom að afmælisdeginum langþráða. Loksins er ég orðin 25 ára! Dagurinn var frábær í alla staði. Bekkurinn minn söng fyrir mig, mér var boðið í morgunkaffi, fékk nokkra tugi af sms-um með afmælisóskum og annað eins af símtölum, þrjú símtöl með afmælissöngnum og kossa og knús útum allan bæ. Hrikalega gaman. Mamma og lilsys komu í bæinn og færðu mér hrikalega töff bleikt blóm, gullfallegan hring frá Láru Gullsmiði á Skólavörðustígnum og bleiki Fat-boy stóllinn minn kemur í næstu viku!!! Eftir að hafa skoðað nokkrar dýrabúðir með lilsys á meðan mammslan var í skólanum fengum við okkur að borða á Shalimar í Austurstrætinu... jömmí.
Þegar ég kom svo heim í gærkvöldi og ætlaði að fara að læra varð ég ekki svo kát. Tölvan mín er farin í verkfall og vill ekki kveikja á sér. Náði að ræsa hana smá upp en hún drap alltaf á sér aftur. Áðan náði ég svo að ræsa hana og brenna gögnin mín á geisladisk - in case! Elskulega yndislega tónskáldið mitt, hún Þóra vinkona mín, var (og er) svo hrikalega djúsílega falleg að lána mér fartölvuna sína þar til guðdómlega bróðir minn kemur með sína tölvu í borgina. Ég var farin að sjá fram á nokkra daga með handkrampa eftir að hafa glósað niður - fríhendis.
Ef ég er ekki búin að bjóða þér í afmælisveisluna okkar Magga næsta laugardag þá er ég ekki með gsm-númerið þitt síðan síminn minn drukknaði í bjór. Hafðu þá samband við mig í tölvupósti (fds@hi.is).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)