Færsluflokkur: Bloggar

Brandari standari

 

peeing

 

Meig nánast niðurúr þegar ég las þennan brandara á bloggsíður saumaklúbbsins míns. Ég sé þetta svo visualt fyrir mér... Adam í góðu glensi að spræna.. múhahahahaha

Þegar Guð hafði skapað Adam og Evu sagði hann: "Nú á ég tvær gjafir eftir handa ykkur, kúnstina að pissa standandi og..".."Hana vil ég fá!" hrópaði Adam. Eva kinkaði kolli játandi og Adam fékk gjöfina... Adam skríkti af kæti, hljóp um allan lystigarðinn, pissaði á trén upp og niður, þaut niður á strönd og pissaði allskyns munstur í sandinn... Guð og Eva fylgdust kímin með hamingju Adams og Eva spurði "hver er hin gjöfin?" Guð svaraði: "Heilinn, Eva... heilinn.."


Girl, Interrupted

 

369400
 
Að horfa á myndband er góð skemmtun. Það er gaman að geta skemmt sér vitandi það að maður sé að læra. Næsta hópverkefni í skólanum tengist myndinni Girl, Interrupted með Wynonu Ryder og Angelinu Jolie. Ég er núna í námskeiði sem heitir vinnuaðferðir með börn og unglinga og við erum að læra um greiningar á þessum aldurshópum. Í tengslum við það eigum við að horfa á myndina/lesa bókina og greina þær stöllur. Hressandi. 

 

Alveg var ég búin að gleyma hvað Jared Leto er guðdómlega fallegur. Hann er samt pínu feminine en samt fallegur. Sérstaklega í þessari mynd, þá er hann skeggjaður.. namm... Muniði hvað My so called life voru snilldar góðir þættir, hérna í denn? 

jared_leto_180x180 mob101_1146088512

 

 


Bláu börnin í Chernobyl

Minnisvarði um þá sem létust í Chernobyl slysinuÁ síðustu vikum hef ég verið að uppgötva undur og stórmerki á Vísi.is - veftíví. Hef ég horft á allmarga Kompás-þætti, sem by the way eru tær snilld. Núna áðan fannst mér titill eins þáttar vera athyglisverður - Bláu börnin. Ég náði að horfa á allan þáttinn, ýmist með hroll upp allt bakið eða með tárin í augunum. Ég mæli svo eindregið með því að þið gefið ykkur tíma í að horfa á þetta, ef þið hafið ekki gert það núþegar. Þáttinn má finna HÉRNA.

Hugsiði ykkur. Chernobyl er rétt hjá Kiev, höfuðborg Úkraínu. Borgin var yfirgefin árið 1986, þegar slysið varð, en ennþá eru nokkrar sálir sem búa þarna. Enn þann dag í dag eru afleiðingar sprengingarinnar að koma í ljós og munu halda áfram að koma í ljós næstu áratugina. Börn sem fæðast á þessum svæðum eiga sér mörg hver enga framtíð sökum sjúkdóma og þroskahömlunar. Heil kynslóð  nánast strokuð út. Hugsiði ykkur!

Annars má finna upplýsingar um slysið og áhrif geilsunarinnar á heimasíðu Geilsavarna ríkisins.


*Hóst* Halló

sickKomst hvorki í tíma í morgun né á fyrirlestur Immaculé í hádeginu. Gat ekki einu sinni sofið út. Mathákurinn er lasinn. Ég hóstaði næstum því í alla nótt og á svakalega bágt. Fæ samviskubit að hafa ekki mætt í skólann og finnst ömurlegt að hafa misst af tímanum, hann hljómaði spennó. Til að reyna milda bit samviskunnar hef ég lesið í skólabókunum í morgun, milli þess sem ég fæ hóstaköst og hita meira te. Ú vúbbí, alveg það sem ég hef taugar í - hanga heima og gera ekkert.

Ég misreiknaði mig þegar ég sagði að ég þyrfti engan annan í íbúðina mína en Feita Strák. Hann hefur hvorki bílpróf né talanda og getur ekki farið í útréttingar fyrir mig, t.d. í Bónus, á bókasafnið, Söstrene Grene og jafnvel í ræktina bara. Any voulanteers?


Nafnið þitt á rússnesku er...

Frábær græja til að finna út rússnesku þýðinguna á nafninu þínu. Skrifaðu bara inn nafnið þitt HÉRNA og byrjaðu að láta ávarpa þig á rússnesku!

Fáránlegasta stöntið?

Flest hefur maður nú heyrt, en þetta toppar margt. Maður keyrir á vegg, er fluttur "meðvitundarlaus" á slysó en haha, þetta var bara djók! Hver þykist vera meðvitundarlaus eftir bílslys? Jahérna hér, þessi náungi ætti að fá einhverskonar viðurkenningu. Fyrir hvað er ég ekki alveg viss. Kannski Frumlegasta stöntið, Fáránlegasta fréttakeisið... blah, en hressandi er þetta :)
mbl.is Þóttist vera meðvitundarlaus eftir umferðaróhapp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins vit í stöðumælamálum

Ég fagna þessu af öllu hjarta! Ég er einstaklega klár í því að gleyma því að Kermit sé við stöðumæli og enda þá með stöðumælasekt sem ég gleymi svo að borga... Ekki gott. Þetta nýja kerfi hentar mér því agalega vel. Þá get ég bara átt bunka af skafmiðum í bílnum, nú eða keypt bara mánaðarkort í stæðin í bænum. Nice!!
mbl.is Greitt fyrir bílastæði með skafmiðum og kortum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég í stjórnmálum

 Frábært próf sem metur hvar þú stendur í stjórnmálum... 

 

axeswithnames
Hérna má sjá nokkra vel valda einstaklinga, setta inní þetta kerfi.


Authoritarian
Left





















Right
Libertarian

 

Hérna má svo sjá hvar ég stend... :) 

   
 


Miss Piggy á leið til landsins!!!

W01PK1Jæja, þá er fallegi bleiki gítarinn minn (Miss Piggy) LOKSINS farinn frá Bandaríkjunum eftir að hafa stoppað í Kaliforníu. Það hlýtur að fara styttast í þessa elsku. Ég fékk þá hugdettu um daginn að sauma bara utan um hann gítartösku... ég veit nú ekki alveg hvernig það á eftir að takast, í þau fáu skipti sem ég hef reynt að sauma þá endar það ekki vel.

Annars er það að frétta að ég er á minni þriðju næturvakt í nótt og svo skóli í fyrramálið. Ætti að fara beint á starfsdag kl. 10 - 14:30 en efast um að ég meiki það, verð einhvern tímann að sofa. Fór í dag að fylgjast með lil sys keppa í blaki í Mosó. Fór í vor sem forráðamaður í blakferð norður til Akureyrar. Þegar ég kom inní salinn helltust yfir mig minningar frá þeim tíma, ó þessi hávaði! Stelpur á aldrinum 10-14 ára útum allt og strákar á sama aldri = öskur, pískur, hlátur og tilheyrandi hljóðmengun. Samt agalega fyndið, ég var eflaust ekkert skárri.. huhumm... :)

Nú fer alveg að koma að degi sem mér finnst fáránlega skemmtilegur - Þjóðarspegillinn er n.k. föstudag. Öll mín háskólaár hef ég sótt þessa ráðstefnu um nýjustu rannsóknirnar í íslenska félagsvísindageiranum. Það hefur líka alltaf verið jafn erfitt að velja hvaða fyrirlestra ég ætla að sækja því stundum eru nokkrir á sama tíma. Toppurinn er svo auðvitað að fjárfesta í doðrantinum með öllum rannsóknunum - namminamm! Sómar sér vel í hillu og endalaust hægt að fletta í þessu og nýta sem heimildir. Eftir að hafa skoðað smá dagskránna í ár stendur þetta hæst:

  • kl. 9:00 - 11:00: verð að öllum líkindum í skólanum eða í kynnisferð á BUGL
  • kl. 11:00 - 13:00: Jón Gunnar Bernburg - Spurningalistakannanir og smættun félagslegra fyrirbæra. Glætan að ég missi af honum, aldrei. Svo er það auðvitað félagsráðgjöfin, maður verður nú að láta sjá sig þar.. Freydís Freysteinsdóttir - Barnarverndartilkynningar er varða ofbeldi milli foreldra, Sigrún Júlíusdóttir - Fjölskyldubreytingar, lífsgildi og viðhorf ungs fólks,
    Steinunn Hrafnsdóttir - Af hverju vinnur fólk sjálfboðastörf?, Guðný Björk Eydal (annar BA-leiðbeinandinn minn og Dagnýjar) - Feður  og fjölskyldustefna og Sigurveig H. Sigurðardóttir - Viðhorf til aldraðra. Langar líka svakalega að sjá Stefán Ólafsson - Skattar og tekjuskipting á Íslandi og Harpa Njáls - Velferðarstefna - Markmið og leiðir til farsældar, en það er akkúrat á sama tíma.. :/
  • kl. 13:00 - 15:00: Fötlunarfræðin heillar hérna, Snæfríður Þóra Egilsson - Þátttaka í ljósi kennisetninga um heilbrigði og fötlun, Hanna Björg Sigurjónsdóttir - Valdaeflandi samskipti fagfólks og seinfærra foreldra: Hvað hjálpar og hvað hindrar?, Kristín Björnsdóttir - Öll í sama liði og Rannveig Traustadóttir - Fatlaðir háskólastúdentar. Reyndar er ein málstofa í sálfræðinni sem ég væri alveg til í, Elín Díanna Gunnarsdóttir - Sjálfsvirðing og líðan unglinga.
  • kl. 15:00 - 17:00: Stjórnmálafræðin er mér enn í fersku minni, þökk sé Meistara Gunnari Helga. Mig langar að sjá: Guðmundur Heiðar Frímannsson - Íbúalýðræði og Gunnar Helgi Kristinsson - Ráðherraáhætta. Einnig er hinn BA-leiðbeinandi minn og Dagnýjar með mjög svo áhugaverða málstofu: Helgi Gunnlaugsson - Afbrotafræði íslenskra glæpasagna.
Eins og sjá má verður stíf dagskrá og varla tími fyrir pissupásu... vonandi verður svo ekkert plan um helgina. Þá verður sko brunað heim í Ólafsvík, mig sárvantar að komast þangað og hlaða batteríin. Borgin er ekki minn tebolli, það verður bara ekki af því skafið.

Þjóðarmorð í Rúanda

Váts hvað mig langar á þennan fyrirlestur! Vá vá vá!

mbl.is Eftirlifandi útrýmingarherferðar Hútúa ræðir reynslu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband