Færsluflokkur: Bloggar
6.11.2006 | 12:59
HJÁLP!

Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.11.2006 | 16:27
Photoshop
Hugsiði ykkur tæknina.. Hérna má sjá sömu myndina, af mér og Döggu dúllu. Efri myndin er fyrir breytingar, neðri eftir breytingar í Photoshop. Jasko.. af þessu má dæma að hver sem er getur orðið fyrirsæta, gegn því skilyrði að Photoshop sé fyrir hendi.


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
5.11.2006 | 13:08
Stundum fær maður bara æði!
Nýjasta æðið mitt er (fyrir utan nýja diskinn með Togga og nýja Lay Low diskinn) lagið Tvær stjörnur eftir Megas. Fáránlega fallegt lag...
TVÆR STJÖRNUR
Tíminn flýgur áfram og hann teymir mig á eftir sér
og ekki fæ ég miklu ráðið um það hver hann fer.
En ég vona bara að hann hugsi svolítið hlýlega til mín
og leiði mig á endanum aftur til þín.
Ég gaf þér forðum keðju úr gulli um hálsinn þinn,
svo gleymdir þú mér ekki í dagsins amstri nokkurt sinn.
Í augunum þínum svörtu horfði ég á sjálfan mig um hríð
og ég vonaði að ég fengi bara að vera þar alla tíð.
Það er margt sem angrar en ekki er það þó biðin
Því ég sé það fyrst á rykinu, hve langur tími er liðin.
Og ég skrifa þar eitthvað með fingrinum sem skiptir öllu máli.
Því að nóttin mín er dimm og ein og dagurinn á báli.
Já, og andlitið þitt málað. Hve ég man það alltaf skýrt,
auglínur og bleikar varir, brosið svo hýrt.
Jú ég veit vel, að ókeypis er allt það sem er best,
En svo þarf ég að greiða dýru verði það sem er verst.
Ég sakna þín í birtingu að hafa þig ekki við hlið mér
og ég sakna þín á daginn þegar sólin brosir við mér.
Og ég sakna þín á kvöldin þegar dimman dettur á.
En ég sakna þín mest á nóttinni er svipirnir fara á stjá.
Svo lít ég upp og sé við erum saman þarna tvær
stjörnur á blárri festingunni sem færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer ég á þinn fund.
Lag og texti: Megas
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 12:12
The Njúmí
The Njúmí:
- Búin að fara í ræktina, sturtu og gufu - fyrir hádegi á laugardegi!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
3.11.2006 | 20:33
Að ganga gegn nauðgun
er prýðileg skemmtun - og eiginlega nauðsyn!
Jafningafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum og annað kvöld (laugardagskvöld) kl. 24:00 verður gengið gegn nauðgunum niður Laugarveginn. Farið verður frá Hlemmi og niður á Ingólfstorg þar sem hinn unaðslegi trúbador Toggi mun spila fyrir mannskapinn. Ef veðrið leikur ekki við okkur endar gangan inní Hinu húsi. Koma svo! Mætum öll!!! Og breiðið út boðskapinn :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.11.2006 | 16:01
Yfirsnúningur.com
Stikkorðafærslan ógurlega...
- Router bilaður, BT-net fær milljón kossa fyrir að redda honum í dag en ekki á mánudaginn eins og venja hefði verið. Stundum borgar það sig bara að vera svona sæt (sjá mynd)
- Skóli dauðans... álag sem aldrei fyrr... langar að leggja bækurnar á hilluna og fara að vinna... hugga mig við að ég á bara eftir pínku pínku pons af bóklegu námi. Samt, 80% skilaverkefni á mánudaginn - gubbidígubb.
- Vöknuð 5:20 í morgun/nótt - ekki vegna þess að ég var andvaka. Tók úr þvottavél, setti í aðra, gerði mér nesti og var mætt í ræktina kl. 6:20. Jahá. The New Me!
- Miss Piggy er mætt á Klakann. Sótti hana í dag uppá Höfða. Hún er örlítið lúin eftir ferðina, en það er gott hljóðið í henni. Bjössi gældi við hana í dag og sló á létta strengi. Núna verð ég bara að ná góðu sambandi við hana svo ég nái henni eins vel og Meistari Benedictos.
- Er þetta ekki alveg örugglega djók?
- Búin að kaupa 6 jólagjafir! Svo úr karakter, er alltaf á síðustu stundu... kannski ég sé að þróa með mér persónuleikaröskun sökum álags í skóla.. hmmm...
- Unglingsstelpan í Little Britain, þessi sem er alltaf í bleikri peysu - ljóshærð, er alveg fáránlega fyndin! Reyndar eru allir karakterar sem þessi leikari leikur alveg sjúklega fyndnir og algjörlega minn tebolli. Sjettörinn hvað þessir þættir eru annars mikil snilld. Annars horfði ég aftur á Crash í gærkvöldi, ekki er hún verri í seinna skiptið. Missti legvatnið yfir henni í fyrra skiptið, slík er snilldin.
- Hugsiði nú fallega til mín um helgina, hún verður pínu erfið... Góða helgi!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2006 | 10:20
Nóvember gegn nauðgunum
Vei vei vei!
Fíla svona í tætlur.. brjálæðislega sniðugt!
Vá hvað ég vildi að ég væri starfsmaður í Hinu húsinu, váts váts...
![]() |
Jafningjafræðslan stendur fyrir Nóvember gegn nauðgunum" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.10.2006 | 09:16
Skrifaðu undir!
Í Færeyjum er löglegt að hóta, hæða og niðurlægja homma og lesbíur. Danskur háskólanemi hefur hafið alþjóðlega undirskriftasöfnun, til þess að fá þessu breytt.Í næsta mánuði mun lögþingið í Færeyjum greiða atkvæði um lög sem gera það ólöglegt og refsivert að níðast á samkynhneigðum þegnum eyríkisins. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta ári, og þá var það fellt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Margir hinna færeysku þingmanna þrumuðu þá, með Biblíuna í hendinni,
að karlmenn sem lægju með karlmönnum kæmust ekki í himnaríki. Fram að atkvæðagreiðslunni ætlar danski háskólaneminn Nynne Nörup að safna undirskriftum á netfanginu www.act-against-homophobia.underskrifter.dk. Undirskriftalistinn verður svo afhentur lögþinginu áður en atkvæðagreiðslan hefst.
Tekið af Vefritinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2006 | 12:46
Síðasti í sælu
Í dag er víst síðasti í sælu, ég þarf að bruna aftur til borgarinnar eftir kvöldmat í kvöld. Alveg væri ég til í að vera hérna lengur, bömmer að vera bara ekki í fjarnámi. En það er víst ekki möguleiki í mínu námi, 80% mætingarskylda var það heillin. Blahh..
Fékk gourmet lambalæri í gærkvöldi, með grænum baunum, rauðkáli og tilheyrandi. Klikkar aldrei, a.m.k. aldrei hjá mömmu. Við lilsys höfðum svo gert eftirrétt fyrr um daginn, lagskiptan, sem samanstóð af 3 gerðum af búðingi, ávöxtum, súkkulaði og jarðarberjamauki. Í kvöld er það svo kjötsúpa og pönnukökur hjá ömmu og afa í sveitinni. Ég er bara farin að kvíða því að fara á vigtina á þriðjudaginn
Í gærdag var hér múgur og margmenni, en við buðum til kaffiveislu þar sem frelsarinn var kominn (þ.e. ég). Systkini mömmu og pabba komu og ömmur mínar báðar. Mjög þægilegt að halda bara svona kaffiboð, í stað þess að vera á þeysingi alla helgina til að hitta sem flesta. Þarna sló ég margar margar flugur í einu höggi.
Veðrið er svo geggjað hérna, sól og alveg logn og mjög mjög ferskt loftið. Ætla að taka mér göngu á eftir og ná í Kermit, en hann er hjá Þórey því við vinkonurnar hittumst þar í gærkvöldi og gerðum okkur glatt kvöld :) Svo þarf ég líka að kjósa í prófkjöri Samfó hér á bæ og kannski ég smelli mér í búðina í leiðinni. Ég er pínu svekkt að geta ekki kosið í Kraganum. Svakalega myndi ég kjósa Jens í 4. sætið, snillingur þar á ferð, segi og skrifa það. Þá myndi ég líka kjósa Kötu Júl í 2. sætið, hiklaust, og Þórunni í 1. sætið. En hérna í NV-kjördæmi stend ég alveg á gati... svona nokkurn veginn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
27.10.2006 | 00:00
Aldrei aftur í vondu skapi!
Sá þetta um daginn og verð að deila þessu með ykkur, bara verð. Þetta er sem sagt myndband sem fær hörðustu einstaklingana til að skríkja eins og smástelpur á fótboltaleik..
Annars fór ég, veika konan, í leikhús í kvöld. Fékk boðsmiða á Amadeus í Borgarleikhúsinu. Verkið var 3 klukkutímar með hléi - geisp. Meðalaldurinn á gestunum var ca 60 ár, en krakkinn sem sat við hliðiná okkur dró meðaltalið allsvakalega niður. Hann var með Hrís-poka allan tímann fyrir hlé, með tilheyrandi látum, svo var hann að slá saman höndum í gríð og erg. Sem betur fer sat Bjössi við hliðiná þessum krakka, ég hefði eflaust sagt eitthvað við orminn. Annars fær verkið í mesta lagi 2 stjörnur af 5 mögulegum, og báðar fyrir leik Hilmis Snæs og þess sem lék Mozart. Annað var prump - eða rassblautur skíthæll eins og Mozart orðaði það svo vel.
Nú mæli ég með því að þið rífið ykkur upp í fyrramálið og mætið á málstofu félagsráðgjafarskorar kl. 11, í stofu 102 í Lögbergi. Málstofustjórinn verður einkar fagur að þessu sinni - líkt og í fyrra reyndar. Svo bíður mín ferska loftið undir Jökli. Sæluhelgi framundan - fjarri löggum, sjúkrabílum, umferðarljósum, stöðvunarskyldum, hægri-rétti, umferðarteppu, hávaða, húsaflóði og þess háttar. Váts hvað það er langt síðan ég fór heim síðast!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)