Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

svona... fullorðins!

Jæja, þá er útskriftinni lokið. Ahbú! Fröken félagsráðgjafi.is. Meira að segja komin með Siðareglurnar frá Félagsráðgjafafélagi Íslands uppá vegg á skrifstofunni minni. Jasko.

Núna þarf ég bara að láta einn mánuð líða eins og temmilegt rok. Einn mánuður í íbúð. Einn mánuður í Rettuna - stytting á Bachelorettepleisið.

Og já.. ég fékk mér aftur chilli-ostatoppa frá McDonalds áður en ég fór úr borginni Blush


Gráa, gráa Reykjavík

Gengur eitthvað brösuglega að þrífa íbúðina hérna í Kóp... en gengur þó. Er aaaalveg að verða búin.

Er svo ofuræst akkúrat núna. Var að fá mína fyrstu útborgun sem fullorðin kona - og get vart hamið mig! :-) Langar mest að hringja í ISS og fá þá í heimsókn ;-)

Útskriftarpartýið mitt verður annað kvöld fyrir þá sem mig þekkja. Hlakka til að hitta alla, enda langt síðan síðast og verður langt þar til næst. Maður er ekki aðfluttur Akureyringur fyrir ekki neitt!

Fannsan át.. í bili. 


Játning

Takk fyrir góðar kveðjur :) Ég er afar stoltur eigandi unaðslegrar íbúðar sem ég á ennþá eftir að finna fagurt nafn yfir. Allar hugmyndir vel þegnar. Get varla beðið eftir að flytja inn og koma mér fyrir. Jeij!

Annars verð ég að játa eitt. Hata McDonalds, algjörlega. Heyrði í útvarpinu áðan auglýsingu um chilliostatoppa og lét glepjast. Kostuðu mig einungis 150 krónur og kristur á krossinum! Þeir voru unaðslegir! Ég þakka mínum sæla að McDonalds sé ekki á Akureyri því þá færi árangurinn af ræktinni fyrir bí. 

Fannsan out - ofurhappý þessa dagana 


Svoldið bissí

Afsakið hvað ég hef verið löt að gleða ykkur með færslum. Ég var bara upptekin við að versla mér íbúð.

Forgangsröðun

cute%20houseBesta vinkona mín heitir Þóra. Ég hef nú einu sinni eða tvisvar minnst á hana hérna. Það er alltaf jafn gaman þegar við tölum saman - að undanförnu einungis í síma eða á msn. Ég held að hún Þóra viti manna mest um hvað er á seiði í mínu lífi, stundum áður en það gerist. Yfirleitt fer dágóður tími hjá okkur í að tala um hitt kynið og hvernig við getum með ýmsum leiðum komist í kynni við fýsilega fola. Síðustu vikur hafa þó verið allt, allt, allt öðruvísi. Núna ræðum við bara um niðurbrot í íbúðum, vitlaust staðsett niðurföll, eldhúsinnréttingar, skort á geymsluplássi, kostnað við að skipta um parket og annað tilfallandi, greiðslubyrði lána, tegundir lána, erfiðleika við val á eldhúsborðplötum, hvað IKEA kitchen planner er hallærislegur að vera ekki til fyrir mac, steypuryk í hári við frumflutning verks (sko hennar, ekki mitt) og skoðum fasteignavef mbl.is. Svo... ef við munum eftir því og höfum tíma spyrjum við: er eitthvað að frétta annars? hvernig gengur með strákinn, búin að fara á deit? Heyrðu, ókei - gaman að heyra í þér tútta, bleeeh. 

Afar fyndið fyrir þá sem þekkja mig vel. Ég var á sínum tíma, þegar Þóra stóð í sínum íbúðakaupum, orðin svo leið á því að hlusta á þetta tal hennar. Ég hlustaði þó og lagði mitt til málanna, aðallega til málamyndana því ekki hafði ég vit á þessu. Núna þakka ég svo mikið fyrir það hvað Þóra er búin að vera dugleg að læra allt sem tengist íbúðum. Mamma og pabbi eru erlendis svo ég hef nýtt Þóruna óspart í það að spyrja um allskonar íbúðamál sem ég hefði annars spurt þau.

Ég er líka eflaust afar leiðinleg í samskiptum þessa dagana. Í stað þess að spyrja fólk hvernig það hafi það, hvernig hafi gengið í prófum, hvernig litli kútur hafi það, ó datt hann af hjólinu, ertu búin að slá, ætlarðu að gera eitthvað um helgina og þess háttar..  þá spyr ég nær eingöngu: er þetta gegnheilt eiki? er þetta upprunalegt eldhús? þegar þið keyptuð ykkar íbúð..... eru þessar rúllugardínur úr Rúmfó? Hverng lán tóku þið?

Skemmtilegt.. ha? En deginum í dag verður ekki varið í fasteignadrauma. Hún Magga Stína fagra, varaþingmaður, er að útskrifast úr lögfræðinni hérna í HA. Af þessu tilefni býður hún til grillveislu sem ég hlakka afar mikið til að fara í. Í kvöld er svo Bermúda í Sjallanum. Ótrúlega langt síðan ég hef hitt hana Ernu svo kvöldið lofar góðu :)

Jæja.. farin í sund í sólinni. Hin árlega tanorexia er farin að gera vart við sig. 


Ha?

Hvað er nú þetta?

header

Sagt til syndanna

 

Arrig

 

Þið eruð afskaplega léleg í því að kommenta hjá mér.


Evrópuhlaup fatlaðra

Í dag, á Ráðhústorgi kl. 17.00, munum við taka á móti Evrópuhlaupi fatlaðra. Um ræðir, tæplega 80 þroskahefta einstaklinga sem eru að hlaupa um Ísland, Danmörku, Noreg, Færeyjar og Svíþjóð.

Viljum við hvetja alla til þess að koma á Ráðhústorgið í dag og fagna þeim.

Þau munu hlaupa frá Umferðarmiðstöðinni, göngugötuna, að Ráðhústorgi og með þeim í för verða félagar úr Íþróttafélaginu Eik.

Ferðalag Evrópuhlaupsins um Ísland er svohljóðandi:

5. júní – Seyðisfjörður – Húsavík

6. júní – Húsavík - Akureyri

7. júní – Akureyri – Reykjavík

8. júní – Reykjavík – Selfoss

9. júní – Selfoss – Gullfoss – Geysir - Selfoss.

10. júní – Selfoss – Vík

11. júní – Vík – Höfn

12. júní – Höfn – Egilstaðir

13. júní – Egilstaðir – Seyðisfjörður


Skútan og draumfarir

logo2Mér finnst gaman á sjómannadaginn. Skemmtiatriðin og keppnisgreinarnar finnast mér frábærar og hef ég m.a.s. keppt einu sinni í kappróðri og hlotið bikar fyrir. Það var ofurliðið Bomburnar sem fagnaði vel og lengi og bikarinn var hafður til sýnis í bankanum, enda Bankabomburnar þaðan. Svo er það órjúfanlegur þáttur af sjómannadeginum að skunda á haf út (eða amk út úr höfninni) og njóta þess að vera til. 

56145-09Engin hátíðarhöld voru á Akureyri í ár, þar sem útgerðarfélögin sáu sér ekki fært um að styrkja sjómannadagsráð að þessu sinni. Frekar fúlt en hey, se la vie. Hollvinafélag Húna ákvað þó að fara með mannskapinn út á haf kl. 16:00 og svo sannarlega ætlaði Túttan að nýta sér það. Eftir draumfarasvefn mikinn hitti ég Valdísi og við stunduðum folaskoðun þar til klukkan var að verða fjögur. Haldiði ekki að hann Húni hafi bara farið OF SNEMMA af stað og skilið okkur Valdísi og Emblu bara eftir á hafnarbakkanum eins og ástsælar meyjar? Jújú... ég ætla ekki einu sinni að reyna að lýsa vonleysinu sem helltist yfir mig akkúrat þarna. En hvað gera meyjar þá? Valdís kallar á skútukalla sem eru að græja skútuna sína (sem heitir Gógó) og þeir taka glaðir við okkur sem og hjónum sem komu á sama tíma og við. Í ár fór ég sem sagt ekki á venjulegan bát eins og alltaf heldur fór ég á skútu út á sjó! Fáránlega gaman, ekki laust við að maður sé með smá strengi í lærunum eftir að hafa spyrnt allsvakalega í þegar skútan vaggaði í beygjunum. Svo þurfti maður nú að passa sig á bómunni :)

ca6ea81f-111e-47f4-8874-2aa4c37aa55d-bigVarðandi draumfarirnar, þá hefur samstarfskona ein ráðið í drauminn. Mér líst nú bara ágætlega á þá útskýringu en ætla að leyfa ykkur að spreyta ykkur. Fyrir hvað stendur þessi draumur: Ég fæddi fjórbura og sagði að því loknu: ja, þetta var nú ekkert eins mikið mál og ég hélt. Svo kom í ljós að ég var með tvö leg (of mikið af Greys Anatomy???) og var gengin 8 mánuði með annað barn - sem sagt það fimmta. Á meðan ég burðaðist með það í bumbunni þurfti ég að vera gefa hinum fjórum að drekka, en var með konu í vinnu til að passa börnin því ég mátti ekkert vera að því. Einn köttur var svo afar mikið að ráfa í kringum eitt barnið. Hver faðirinn (nú eða feðurnir) af þessum öllum ósköpum var veit ég ekki. En einhverjum peyja mætti ég í búðinni sem horfði á mig kasólétta og fór að gapa. Þá sagði pabbi hans (sem var þarna með honum): ertu búin að vera lengi svona?

Já, þar hafiði það. Ekki er öll vitleysan eins á mínum bæ. Tælenski drengurinn er ennþá svona eldamennskuglaður, einn morguninn þegar ég stökk út á leið í vinnu (n.b. fyrir kl. 8) var hann að hella vatni af núðlum sem hann var að sjóða. Mér finnst nú gaman að elda, en ég nenni ómögulega að elda mér núðlur í morgunmat! Hvað þá þrisvar á dag!


Aldurinn og aukakílóin

d8c5c6cbWe all get heavier as we get older because there´s a lot more information in our heads. So, I´m not fat,  I´m just really intelligent, and my head couldn´t hold anymore, so it started filling up the rest of me!

That´s my story and I´m sticking to it!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband