Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Þér er boðið í afmæli!

Vertu velkomin/nn!!!
 
ammli

Hlemmur - a must see!!

hlemmurÉg gerði mér dagamun í kvöld eftir langa vinnuviku. Á leið minni um hið stórkostlega Amtsbókasafn á Akureyri kom ég við í kvikmyndahillunni og skoðaði fýsilegar myndir. Voru þar allnokkrar sem ég gat hugsað mér að verja/eyða tíma mínum í. Þar á meðal Notting Hill (eins og einhverjir kunna að vita þá er ég fíkill á þá mynd), Volver (Pedro Almodóvar er bara klárlega einn mesti snilli tilli sem ég veit um) og svo Hlemmur. Fyrir valinu að þessu sinni var heimildarmyndin Hlemmur eftir Ólaf Sveinsson, sem fékk hina eftirsóttu Eddu árið 2003 sem besta íslenska heimildarmyndin auk þess sem Sigurrós fékk Edduna sama ár fyrir frumsamda tónlist í myndinni. Ekki slæm ræma það.

Allavegana. Myndin byrjaði vel, afar vel. Mjög athyglisverðar persónur kynntar til leiks, flott settings og tónlistin fúnkeraði vel við það sem var að gerast á skjánum. Reyndar fannst mér spurningarnar mjög leiðandi sem notaðar voru, en svörin sem viðmælendur komu með tilbaka voru aftur á móti sönn. Ég fékk það a.m.k. ekki á tilfinninguna að spurningarnar hefður verið stór áhrifavaldur. Að mínu mati er þetta mynd sem flestir ættu að sjá. Eins og Birgir Örn segir í gagnrýni sinni: ,,Sterk og nauðsynleg mynd sem gefur sýn inní hluta þjóðfélagsins sem við reynum að þegja í hel". Ég gleymdi mér algjörlega í lífi þessara aðila sem myndin tók til. Áberandi fannst mér sögurnar af því að enginn þeirra hafði neitt samband að ráði við börnin sín (og barnabörnin) og margir bara alls ekkert - ekki að þeirra undirlagi. Ég finn ennþá sting í hjartanu vegna þessa. Þetta undirstrikar einnig hvað það er ofboðslega mikilvægt að hafa aðstandendur með í dæminu, hvað svo sem er að gerast í lífi fólks. Fjölskyldan er eins og órói sagði Virgina Satir, ef eitthvað kemur fyrir einn þá riðlast allur óróinn. Oft er lítið hugsað um aðstandendurna og hvað þeir eru að fást við. En aftur að myndinni. Einn aðilinn var/er? strætóbílstjóri. Hann virkaði alveg þokkalega vel á mig, búinn að ganga í gegnum margt en einnig búinn að hífa sig upp og ná sér aftur á strik. Ljúfur og rólegur maður sem langaði svolítið til þess að eiga konu til að koma heim til á kvöldin og spjalla við. Hann sagðist vera að íhuga það að fá sér konu frá Asíu, þær væru svo broshýrar og nytu lífsins. Allt gott og blessað með það. En svo kom höggið á hana Fanney Dóru. Stuttu seinna í myndinni sagðist hann ekki treysta ráðamönnum þjóðarinnar og ekki aðhyllast neina pólitíska stefnu hérlendis. Stefnan sem hann aðhyllist er sósíalískur þjóðernisstefna. Já. Maðurinn var alveg með það á hreinu að Nazi ætti eftir að gerast hérna á Íslandi. Það væri alltaf að koma fleira og fleira dökkt fólk hingað til landsins og það þyrfti að gera eitthvað í því. Jámm.. ekki orð um það meir. Horfið á myndina! Þegar fór á líða undir lokin þurfti ég svo að setja á pásu öðru hverju til að þurrka vot augun svo ég gæti fókusað á skjáinn. Meyra konan.

Afsakið.. þetta kom útúr mér í einni bunu. Ergo: Sjáið myndina sem fyrst! Og ef þið munið eftir því, deilið skoðun ykkar með öðrum, bloggið, sendið sms og talið um myndina á kaffistofum. Ég veit ég er svolítið á eftir, myndin orðin nokkurra ára gömul, en hún er klassi. Tékkið á kynnismyndbandinu.

Kvót myndarinnar: Manni svíður oft og maður grætur. Svo koma nætur. Sorgin hverfur með sólinni þegar hún skín að morgni. (þegar hann talaði um að hann fengi ekki að vera með börnum sínum og barnabörnum)


Ó jú ameríkans....


Samsæri.com?

Af hverju dettur mér bara fullt af samsæriskenningum í hug? Hmmm... 


mbl.is Segir Háspennu fá 120 milljónir í bætur frá borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fátækt í allsnægtarsamfélagi?

Fátækt í allsnægtarsamfélagi?

Félagsfræðingafélag Íslands stendur fyrir málþingi um fátækt fimmtudaginn 15. mars 2007 að Grand Hótel.

Dagskrá:

8:00-8:30 Skráning.

8:30-8:45 Snorri Örn Árnason. Fátækt á Íslandi? Snorri kynnir niðurstöður nýrrar könnunar Gallup. Snorri Örn er sérfræðingur á greiningarsviði Capacent Gallup.

8.45-9:05 Harpa Njáls. Fátækt kvenna og barna. Harpa fjallar um hvernig fátækt leiðir til andlegs álags, heilsubrests og óhamingju. Harpa er í doktorsnámi við Félagsvísindadeild HÍ.

9:05-9:25 Guðný Hildur Magnúsdóttir. Karlar í vanda. Guðný fjallar um lagskiptingu í samfélaginu en karlar eru í meirihluta bæði í efsta og neðsta lagi þess. Guðný er félagsráðgjafi á Þjónustumiðstöð Vesturbæjar.

9:25-9:45 Stefán Hrafn Jónsson. Fátæk börn og heilsusamlegir lífshættir. Stefán fjallar um heilsu og heilsusamlega lífshætti barna eftir fjárhagsstöðu fjölskyldu þeirra.  Stefán Hrafn starfar á Lýðheilsustöð.

9:45-10:05  Jón Gunnar Bernburg. Fátækt vanlíðan og frávikshegðun íslenskra unglinga. Jón Gunnar kynnir nýjar niðurstöður úr unglingakönnun sem framkvæmd var árið 2006. Jón Gunnar er lektor við Félagsvísindadeild HÍ.

Fundarstjóri: Guðbjörg Linda Rafnsdóttir dósent við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Þátttökugjald er 1.500 kr. Innifalið er morgunverðarhlaðborð.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í tölvupósti til: rosa@hugheimar.is

Svakalega langar mig á þetta málþing! Vill einhver fórna sér og fara fyrir mig, taka niður fullt af punktum og láta mig svo fá þá? Ég verð nefnilega á Parma á Ítalíu alla næstu viku :-)


Kynferðisbrot gegn börnum

Kynferðisbrot gegn börnum – Er samfélagið lamað?  

Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði boða til opins fundar á Súfistanum miðvikudagskvöldið 7. mars næstkomandi kl. 20:00.

Rætt verður um refsingar fyrir kynferðisbrot gegn börnum og fyrirbyggjandi úrræði.  

Frummælendur verða:

Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður Samfylkingarinnar.

Helgi Gunnlaugsson prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Katrín Júlíusdóttir alþingismaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.

Svala Ólafsdóttir prófessor í refsirétti við Háskólann í Reykjavík. 

Að erindum frummælenda loknum verða pallborðsumræður og opnað fyrir spurningar úr sal.


Telemark...

 

telemark-moy

 

Mig langar svo mikið að kunna á telemark skíði. Mig langar svo að prófa, en ég efast nú stórlega um að ég sé nægilega góð til að geta stundað þetta fáránlega hressa sport.

 

Telemark_10_klein_05

 


Sturlaðar samgöngur

Eins og talað útur mínum eigin munni... Gó Kata, gó Kata!

Annars langar mig líka til að benda á Tíðarandann... fáránlega flott framtak - eða litlu effin þrjú. Stóru effin eru, eins og þið munið kannski, Food, Fun og Fanney.


Stórir steinar

Um daginn fór ég á fræðslufyrirlestur um tímastjórnun hérna í Kristnesi. Fínn fyrirlestur sem byrjaði á því að lesin var upp sagan Stórir steinar. Ég heillaðist alveg af henni og læt hana því flakka. Njótiði!

stones-02Dag einn var sérfræðingur í tímaskipulagningu að tala fyrir framan hóp viðskiptafræðinema. Til að koma meiningu sinni almennilega til skila, þá notaði hann sýnikennslu sem nemendurnir gleyma aldrei. Þar sem hann stóð fyrir framan þennan hóp af metnaðarfullu fólki, þá sagði hann: “Jæja, þá skulum við hafa próf.” Hann tók upp 5 lítra krukku með stóru víðu opi, og setti hana á borðið fyrir framan sig. Svo tók hann um það bil 10 hnefastóra steina og varfærnislega kom þeim fyrir í krukkunni, einn af einum. Þegar krukkan var full, og ekki hægt að koma fleiri steinum í hana, þá spurði hann: “Er krukkan full?” Allir í bekknum svöruðu: “Já.” “Jæja?” sagði hann. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu með möl. Því næst sturtaði hann smá möl í krukkuna og hristi hana um leið sem orsakaði það að mölin komst niður í holrúmin á milli stóru steinanna. Svo spurði hann hópinn aftur: “Er krukkan full?” Í þetta sinn grunaði nemana hvað hann var að fara. “Sennilega ekki,” svaraði einn þeirra. “Gott!” svaraði sérfræðingurinn. Hann teygði sig undir borðið og tók upp fötu af sandi. Hann hellti úr henni í krukkuna og sandurinn rann í öll holrýmin sem eftir voru milli malarinnar og stóru steinanna. Enn spurði hann: “Er krukkan full?” “NEI!” æptu nemendurnir. Aftur svaraði hann: “Gott!” Hann tók því næst könnu af vatni og hellti í krukkuna þar til hún var alveg full. Svo leit hann á bekkinn og spurði: “Hver er tilgangur þessarrar sýnikennslu?” Einn uppveðraður nemandinn rétti upp höndina og sagði, “Tilgangurinn er að sýna, að það er sama hversu full dagskráin hjá þér er, ef þú virkilega reynir, þá geturðu alltaf bætt fleiri hlutum við!” “Nei.” Svaraði sérfræðingurinn. “Það er ekki það sem þetta snýst um.Sannleikurinn sem þetta dæmi kennir okkur er þessi: Ef þú setur ekki stóru steinana í fyrst, þá kemurðu þeim aldrei fyrir. Hverjir eru ‘stóru steinarnir’ í þínu lífi? Börnin þín… Fólkið sem þú elskar… Menntunin þín… Draumarnir þínir… Verðugt málefni… Að kenna eða leiðbeina öðrum… Gera það sem þér þykir skemmtilegt… Tími fyrir sjálfa(n) þig… Heilsa þín… Maki þinn. Mundu að setja STÓRU STEINANA í fyrst, eða þú munt aldrei koma þeim fyrir. Ef þú veltir þér upp úr litlu hlutunum (mölin, sandurinn, vatnið) þá fyllirðu líf þitt með litlum hlutum sem skipta í raun ekki máli og þú munt aldrei hafa þann tíma sem þú þarft til að eyða í stóru mikilvægu hlutina í þínu lífi (stóru steinarnir). Semsagt, í kvöld, eða í fyrramálið, þegar þú hugsar um þessa stuttu sögu, spurðu þig þá að þessarri spurningu: “Hverjir eru ‘stóru steinarnir’ í mínu lífi?” Settu þá svo fyrst í krukkuna. -höfundur ókunnur.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband